Skessuhorn - 14.09.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. SEPTEMBER 20168
Sjómenn
kjósa um
verkfallsboðun
LANDIÐ: Útlit er að verk-
fallsvopninu verði beitt í
kjaradeilu sjómanna og Sam-
taka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Sjómannasamband Íslands
hefur beint því til aðildar-
félaga sinna að hefja undir-
búning að verkfalli á fiski-
skipaflotanum. „Það liggur
fyrir að ekki mun nást sam-
komulag við Samtök fyrir-
tækja í sjávarútvegi eftir að
sjómenn felldu kjarasamn-
inginn. Í ljósi þess að aðil-
ar ná ekki saman um ásætt-
anlega lausn og það hefur
slitnað upp úr viðræðunum
er ekkert annað í stöðunni
en að hefja undirbúning
að kosningu um verkfall á
meðal sjómanna,“ segir Vil-
hjálmur Birgisson formað-
ur Verkalýðsfélags Akraness.
Komi til verkfalls gæti það
náð til um tvö þúsund félags-
manna innan Sjómannasam-
bandsins. Miðað er við að
atkvæðagreiðsla um verk-
fall hefjist 15. september og
að henni ljúki á hádegi 17.
október. Komi til verkfalls
mun það hefjast að kvöldi
10. nóvember.
-mm
Ferðamönnum
hefur fjölgað
um þriðjung
LANDIÐ: Alls hafa 1,2
milljónir ferðamanna heim-
sótt Ísland frá áramótum,
eða 32,7% fleiri miðað við
fjölda ferðamanna á sama
tímabili í fyrra. Þetta kemur
fram á vef Ferðamálastofu.
Bara í ágústmánuði fóru um
242 þúsund erlendir ferða-
menn frá landinu samkvæmt
talningum Ferðamálastofu í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar
eða rúmlega 52 þúsund fleiri
en í ágúst á síðasta ári. Aukn-
ingin nemur 27,5% milli ára.
Rúmur helmingur ferða-
manna sem flaug frá landinu
í ágúst kom frá fjórum lönd-
um; Bandaríkjunum, Þýska-
landi, Frakklandi og Bret-
landi. Sé Ítölum, Kanada-
mönnum og Spánverjum
bætt við þá voru sjö þjóðir
með tvo þriðju af heildinni.
Þegar litið er til fjölda ferða-
manna í síðasta mánuði eft-
ir markaðssvæðum má sjá
nokkuð verulega fjölgun frá
árinu 2010 frá flestum svæð-
um. Mest er aukningin frá
Norður-Ameríkönum, en
fjöldi þeirra hefur nær sjö-
faldast, að miklu leyti síðustu
þrjú ár. Fjöldi Breta hefur
nær þrefaldast og fjöldi Mið-
og Suður- Evrópubúa ríf-
lega tvöfaldast. Fjöldi ferða-
manna frá öðrum markaðs-
svæðum hefur nærri þre-
faldast að undanskildum
ferðamönnum frá Norður-
löndunum, sem hefur fjölg-
að minnst eða um 25,5% frá
2010.
-kgk
Opnar ljós-
myndasýningu
AKRANES: Ljósmynda-
sýning verður opnuð í Akra-
nesvita laugardaginn 17.
september kl. 17.00. Það er
þýskur ljósmyndari að nafni
Marc Koegel sem sýnir ljós-
myndir sínar í vitanum, en
þetta er jafnframt hans fyrsta
ljósmyndasýning hér á landi.
Sýningin mun verða opin til
loka nóvember.
-fréttatilk.
Fornleifar
Tröllenda verða
skráðar
REYKHÓLAR: Á fundi
sínum síðasta fimmtudag
fór sveitarstjórn Reykhólah-
repps yfir umsagnir sem
bárust á auglýstum tíma
vegna deiliskipulags
Tröllenda í Flatey. Athugas-
emd barst frá Minjavernd
vegna skráningar fornleifa.
Sveitarstjórn samþykkti að
gerð verði fornleifaskrán-
ing fyrir deiliskipulag Tröl-
lenda og fjármögnun vegna
skráningarinnar, samtals 750
þúsund krónur, tekin af eigið
fé sveitarfélagsins.
-kgk
Aflatölur fyrir
Vesturland
3. - 9. september
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 2 bátar.
Heildarlöndun: 179 kg.
Mestur afli: Þura AK: 105
kg í einni löndun.
Arnarstapi 1 bátur.
Heildarlöndun: 2.413 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
2.413 kg í einum róðri.
Grundarfjörður 4 bátar.
Heildarlöndun: 177.080 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
70.444 kg í einni löndun.
Ólafsvík 19 bátar.
Heildarlöndun: 304.531 kg.
Mestur afli: Brynja II SH:
70.997 kg í átta löndunum.
Rif 7 bátar.
Heildarlöndun: 196.936 kg.
Mestur afli: Sæbliki SH:
57.386 kg í sex löndunum.
Stykkishólmur 2 bátar.
Heildarlöndun: 23.524 kg.
Mestur afli: Blíða SH:
13.651 kg í sjö löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH - GRU:
70.444 kg 7. september.
2. Grundfirðingur SH -
GRU: 58.970 kg 3. septem-
ber.
3. Saxhamar SH - RIF:
46.771 kg 9. september.
4. Helgi SH - GRU:
45.935 kg 5. september.
5. Hamar SH - RIF:
23.787 kg 6. september.
„Stjórn Landssambands veiðifélaga
lýsir þungum áhyggjum vegna
frétta af slysasleppingum í fiskeldi.
Samkvæmt tilkynningu Fiskistofu
veiðist regnbogasilungur nú í ám
í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnar-
firði og Dýrafirði. Grunur liggur
á að regnbogi sé einnig í ám í Ísa-
fjarðardjúpi. Koma þessar fregnir til
viðbótar slysasleppingu í Berufirði í
vor þar sem kví með 120.000 regn-
bogasilungum opnaðist með þeim
afleiðingum að regnbogi veiðist nú
um alla Vestfirði,“ segir í tilkynn-
ingu frá LV.
„Stjórn Landssambands veiði-
félaga harmar þá stöðu sem kom-
inn er upp og bendir á að varað
hafi verið við þeirri hættu sem villt-
um silunga- og laxastofnum staf-
aði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum.
Stjórnin telur að þessi atvik, ásamt
umhverfisslysi þegar norskur eld-
islax slapp úr sjókvíum í Patreks-
firði haustið 2013, sé til marks um
þá miklu umhverfishættu sem villt-
um laxa- og silungastofnum staf-
ar af sjókvíaeldi við strendur lands-
ins Rétt er að benda á að regn-
bogi er mun auðgreinanlegri þegar
hann sleppur heldur en lax sem oft
er ekki mikið frábrugðinn villtum
laxi. Þessu til viðbótar sýna rann-
sóknir að eldislax leitar í árnar að
hausti og þá gjarnan eftir veiðitíma.
Nú hafa hafa verið leyfi til fram-
leiðslu á un 40.000 tonnum af laxi
og regnbogasilungi og fréttir ber-
ast um að áform sú um að framleiða
allt að 180.000 þúsund tonn. Í ljósi
þess að í fyrra voru framleidd rúm-
lega 3000 tonn af laxi og regnboga-
silungi í sjókvíum og umfangið í
slysasleppingum er eins og komið
hefur fram í tilkynningu Fiskistofu
má ljóst vera að hér stefnir í mik-
ið óefni.“
Stjórn Landssambands veiði-
félaga lýsir ábyrgð á hendur stjórn-
valda vegna þess ástands sem rík-
ir og krefst þess að nú þegar verði
gripið til aðgerða vegna þeirra al-
varlegu stöðu sem nú blasir við.
mm
Regnbogasilungur veiðist
nú í ám um alla Vestfirði
Þessi regnbogasilungur var veiddur í Lóni í A-Skaftafellssýslu.
Vegagerðin vinnur nú að lagfær-
ingum á Ólafsvíkurvegi sunn-
an við Fróðárheiði. Lagfæra á það
sem margir kalla “Úbbsur.” Þessi
óvenjulega nafngift helgast af því
að fyrr í sumar tók einhver sig til
og merkti þessa staði með því að
spreyja Úbbs! eða þá annað merki í
hinum ýmsu litum á veginn öðrum
ökumönnum til viðvörunar. Sum-
ar þessara „úbbsa“ voru svo slæm-
ar að verulega þurfti að hægja á til
að lenda ekki í loftköstum. Á kafl-
anum frá Fróðárheiði að Lyng-
brekku voru um það bil 19 „úbbs-
ur“ og þar af níu þar sem allveru-
leg hætta gat skapast. Auk þess voru
nokkrar á veginum frá Vegamótum
upp á Vatnaleið. Malbikið er brot-
ið upp með dráttarvél sem brýtur
malbikið upp og blandar því sam-
an við mölina sem er svo sléttuð á
nýjan leik. Það er Blettur ehf sem
sá um að leggja bundið slitlag aftur
á vegkaflann. þa
Lagæringar á „Úppsum“ á Ólafsvíkurvegi
Bæjarstjórn Grundarfjarðar sam-
þykkti á fundi sínum síðastliðinn
fimmtudag að samið yrði við Alta
ehf. um hönnun og skipulag vegna
uppbyggingar ferðamannastaðar við
Kolgrafafjörð. Styrkur að verðmæti
2,8 milljónir krónur fékkst til verksins
þegar úthlutað var úr Framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða á vordögum.
Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri
Grundarfjarðar, segir algengt að
ferðamenn og ferðalangar geri töf á
ferð sinni í Kolgrafafirði. „Við Kolg-
rafafjörðinn er mikið dýralíf, þar hafa
háhyrningar og selir farið eftir síld-
inni inn fjörðinn auk þess sem þar
er fjölskrúðugt fuglalíf. Ferðamenn
hafa stoppað mjög mikið í Kolgrafa-
firði og hefur það valdið óþægind-
um í umferðinni og jafnvel skapað
hættu,“ segir Þorsteinn í samtali við
Skessuhorn. „Hugmyndir okkar gera
því ráð fyrir einhvers konar húsum til
fugla- og dýraskoðunar með göngu-
stígum og aðgengi að staðnum sitt
hvorum megin við brúna sem verði
þannig úr garði gert að ferðamenn
og aðrir sem vilja skoða náttúrulífið
í Kolgrafafirði þurfi ekki að standa á
eða fara yfir þjóðveginn,“ segir hann.
Vinna við áningarstað í Kolgrafa-
firði er að sögn bæjarstjórans þegar
hafin. „Við fengum þennan styrk úr
Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
til að hanna og gera hugmyndir að
skemmtilegum áningarstað. Hönn-
unar- og skipulagsvinna er í gangi hjá
bænum í samvinnu við þetta fyrir-
tæki, Vegagerð og landeigendur. Síð-
an ætlum við í framhaldinu að leita
frekari fjármuna til að útfæra hug-
myndir um áningarstað í takt við það
sem kemur út úr þessari hönnun-
ar- og skipulagsvinnu sem nú stend-
ur yfir,“ segir Þorsteinn. Áætlað er að
hugmyndavinnunni verði lokið fyr-
ir áramót og þá verði hægt að ákveða
næstu skref. „Tímamörk hönnunar-
vinnu miðast við að henni ljúki fyrir
áramót. Um leið og búið er að hanna
hugmyndina þá munum við ganga
þannig frá deiliskipulagi fyrir staðinn
að hægt verði að ganga í framkvæmd-
ina. Í framhaldinu munum við síð-
an hugleiða í auknum mæli að leggja
göngustíga og gera gönguleiðir við
Kolgrafafjörð. Það er mikilvægt að
hanna hugmyndina, útfæra og hugsa
hvernig hægt er að gera áningarstað-
inn þannig að hann verði aðlaðandi
og hægt að halda honum í lagi,“ segir
Þorsteinn að lokum.
kgk
Unnið að hönnun áningarstaðar við Kolgrafafjörð
Mikið dýralíf er við Kolgrafafjörð. Hér má sjá háhyrninga synda inn fjörðinn,
líklega til að ná sér í síld. Fjöldi fólks fylgist með af brúnni. Ljósm. úr safni.