Skessuhorn


Skessuhorn - 19.10.2016, Síða 28

Skessuhorn - 19.10.2016, Síða 28
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 201628 Með almannahagsmunum og jöfn- um tækifærum; gegn sérhags- munapoti og spillingu. Með mannréttindum og marg- breytileika; gegn fordómum og mismunun. Með náttúru og umhverfi; gegn ágangi og mengun. Með heiðarleika og hagkvæmni; gegn græðgi og sóun. Með ábyrgð og langtímahugsun; gegn lýðskrumi og skyndiredding- um. Með víðsýni og virðingu; gegn þröngsýni og einangrun. Með samstarfi og sátt; gegn sund- urlyndi og frekju. Fyrir þetta stendur Björt fram- tíð og þess vegna styðjum við hana. Og það er ekki slæmur félagsskap- urinn sem við erum í á framboðs- listanum í NV-kjördæmi. Í fyrsta sæti er hann Valdi, G. Valdimar Valdemarsson, sem ber ekki aðeins óvenjulegt nafn, held- ur er hann óvenjulega vel að sér í öllum mikilvægustu hagsmuna- málum þjóðarinnar. Óþreytandi baráttujaxl fyrir betri og heiðar- legri stjórnmálum og stjórnsýslu. Og það er ekki verra að maðurinn er líka þrælskemmtilegur og full- komlega laus við sýndarmennsku og hégómaskap. Eldklár og jarð- bundinn og hefur þann eina metn- að að fá að vinna í þágu almanna- hagsmuna. Það myndi bæta ís- lensku löggjafarsamkunduna heil- an helling ef bara við höfum vit á að kjósa Valda á þing. Við fullyrð- um að þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar sem eiga jafnmik- ið erindi þangað og hann. Svo eru það Skagakonurnar ungu, Kristín og Ásthildur, sem eru í 2. og 3. sæti framboðslist- ans. Öflugar og jákvæðar. Reknar áfram af einlægum vilja til til að gera þjóðfélagið betra og réttlát- ara og engu öðru. Það er sérkenni- legt samfélag sem vill ekki nýta sér svona starfskrafta. Þingmenn Bjartrar framtíð- ar hafa staðið vörð um mannúð og mannréttindi fólks sem stend- ur höllum fæti, fatlaðs fólks, ör- yrkja, flóttafólks og fátækra barna. Þeir hafa lagt sig fram við að verja hagsmuni almennings fyrir alls kyns sérhagsmunapoti, skamm- tímahugsun, spillingu og flokka- dráttum sem einkennir íslensk stjórnmál og íslenskt samfélag allt of mikið og hefur gert það allt of lengi. Umræða og ákvörðun um búsvörusamningana var skýrt dæmi um það. Þar stóð Björt fram- tíð ein vörð um hagsmuni almenn- ings í landinu. Skipting arðsins af fiskveiðiauðlindinni er annað dæmi um hvernig sérhagsmun- ir eru teknir fram yfir almanna- hagsmuni, í boði sérhagsmuna- flokka á Alþingi. En því miður eru þetta aðeins tvö af allt of mörgum um vond stjórnmál sem snúast um völd og valdabaráttu, alls kyns sér- hagsmuni og forréttindi. Hags- munir almennings eru aftarlega á þeim forgangslista ef þeir eru þá yfirleitt á honum. Er ekki kominn tími til að breyta þessu? Björt framtíð telur það vera löngu tímabært. Hún býður þér krafta sína til að gera það. Ingunn Anna Jónasdóttir og Árni Múli Jónasson. Höf. skipa 13. og 16. sæti á lista Bjartrar framtíðar í NV-kjördæmi. Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Á aðalfundi Landssamband smá- bátaeigenda, sem fram fór í Reykja- vík þann 13. október sl. voru lagð- ar þrjár spurningar fyrir framboð- in til Alþingis. Þær snérust um að fjölga leyfilegum veiðidögum smá- báta, koma á sanngjarnari gjöldum í greininni og opna fyrir að trillur geti veitt makrílinn, sem afhent- ur var nánast í heilu lagi til örfárra stórútgerða af síðustu „vinstri- stjórn“. Það var auðvelt fyrir Dögun að svara öllum spurningunum enda voru tillögur Landssambandsins nánast samhljóða þeim tillögum sem Dögun hefur sett á oddinn fyrir komandi alþingiskosningar. Svörin voru á allt annann veg hjá fulltrúum Viðreisnar, Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lögðust einfaldlega gegn því að rýmkað væri til fyrir útgerð smábáta. Ráðherra Framsóknar- flokksins og þingmaður Sjálfstæð- isflokksins settu á langar ræður um kerfislæga ómöguleika að hleypa lífi í hafnir sjávarbyggðanna. Þessi skýra andstaða framangreindra flokka ætti að auðvelda þeim valið þann 29. október nk. sem vilja við- halda núverandi strandveiðikerfi eða hvað þá fyrir þá kjósendur sem vilja efla það. Það eru veigamikil líffræðileg rök fyrir því að nýta staðbundin fiskimið inn á flóum og fjörðum allt í kringum landið, en það verð- ur aðeins gert með því að dreifa fiskveiðum. Sá misskilningur er uppi meðal margra stjórnmála- manna að hægt sé að veiða all- an afla á Íslandsmiðum á örfáum togurum. Það er mögulega hægt í tilbúnum hag- fræðilíkönum, en raunveruleiknn er auðvitað allur annar. Dögun leggur áherslu á sann- gjarnar breytingar á kerfinu sem skila þjóðinni ávinningi, en ekki að leggja sem þyngstar álögur á sjáv- arútveginn. Í ljósi þess þá leggur Dögun höfuðáherslu á að verð- myndun á afla fari fram á mark- aðsverði, en með því þá batna kjör sjómanna. Bætt kjör sjómann leiða síðan sjálfkrafa til þess að afrakst- urinn af greininni flæði í gegn- um æðar efnahagslífsins bæði til hins opinbera og annarra í samfé- laginu. Sigurjón Þórðarson. Höf. skipar 1. sæti á lista Dögunar í Norðvesturkjördæmi. Einn félagi minn tók brosandi á móti mér í vinnunni um daginn og sagði að nú sæist það að Sjálfstæðisflokk- urinn væri besti flokkurinn. Það væru 34% sem ætluðu að kjósa hann. Þetta var reyndar byggt á hæpinni könnun Fréttablaðsins um daginn. Þessi skoðun, að flokkur hljóti að vera bestur ef það eru margir sem kjósa hann, er merkileg. Þessi félagi minn er ekki einn um þá skoðun. Gæði stjórnmálaflokka fara hinsveg- ar miklu heldur eftir því hvort þeir koma einhverju góðu til leiðar. „Það vil ég að þeir ráði sem hyggnari eru“ Það er nefnilega alls ekki alltaf rétt sem meirihlutanum finnst. Ólaf- ur Pá, pabbi Kjartans Ólafsson- ar, lenti eitt sinn í hafvillum ásamt skipshöfn sinni. Menn voru ósam- mála hvert ætti að sigla. Stýrimað- urinn vildi eitt, en öll áhöfnin vildi annað. Þá sagði Ólafur: „Það vil eg að þeir ráði sem hyggnari eru því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna brögð er þau koma fleiri saman.“ Þetta sannar ekki eitt eða neitt, en þetta var vel sagt. Við höfum fjöldann allan af dæmum um að meirihlutinn hafi haft rangt fyrir sér. Flokkur Hitlers var kosinn með 33% atkvæða á sínum tíma. Hann var langstærsti flokkurinn. Fólk í Norður Kóreu er, held ég, í raun og veru hrifið af leiðtoga sínum, sem er harðstjóri og kúgari. Nú eru tveir frambjóðendur að keppa um æðsta stjórnunarstarf í heiminum, ann- ar virðist vera fullkominn fáviti, og hinn lagði til á sínum tíma að fara í Íraksstríðið, og hefur þegið háar fjárhæðir frá bönkum í Wall street. Þriðji frambjóðandinn (Sanders) virðist alveg flekklaus, en komst ekki að. Við sjáum Berlusconi á Ítalíu. Við hristum hausinn yfir því hvern- ig þetta fólk kemst til valda, og getur haldið völdum. Áróður og hræðsla En ástæðan er máttur auglýsing- anna og fjölmiðlanna. Og ekki síst hræðsla. Hræðsla við að aðrir sjái að maður er í „röngu liði“. Allt þetta á við hér á landi. Hér eru auð- menn sem reka eina stjónvarpsstöð, Sjálfstæðisflokkurinn er með fast- ar útsendingar á annarri. Búið er að planta Sjálfstæðismönnum í stjórn- unarstöður hjá RÚV, Morgunblað- ið er rekið af út- gerðarmönnum. Hræðslan er mest í útgerðarpláss- unum, þar sem útgerðarmaðurinn ræður öllu um framtíð þorpsbúa. Þá getur það verið hættulegt að láta vita af því að maður starfi fyrir flokk sem vill að þjóðin fái sanngjarnan skerf af auðlindinni. Enda er fylgi hags- munagæsluflokkanna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks mest á lands- byggðinni. Að vinna kosningar eða vinna fyrir þjóðina Ég vil biðja fólk um að fylgjast með umræðunum, skoða um hvaða upp- hæðir er að ræða, hvað skiptir í raun og veru máli. Því það skiptir miklu máli hver það er sem stjórnar land- inu. Ég kýs flokk sem tapar oft í kosningum, en núna er fólk farið að sjá að aðal stefnumál Vinstri grænna: Opnari fjármál, jafnrétti og náttúru- vernd, eru mikilvæg. Stjórnmálin snúast ekki um að vera stærstur held- ur að vera bestur. Kveðja, Reynir Eyvindsson Höf. er á lista VG fyrir næstu al- þingiskosningar. Með heiðursfólki í Bjartri framtíð Pennagrein Pennagrein Stór flokkur eða góður flokkur Pennagrein Við viljum sanngirni og efla sjávarútveginn KOSNIN GAR 2016

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.