Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Qupperneq 8

Skessuhorn - 09.11.2016, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20168 Komu göngumanni til aðstoðar HVALFJ: Björgunarsveitir frá Akranesi og höfuðborgarsvæð- inu voru kallaðar út síðdeg- is á laugardaginn til aðstoðar göngumanni á Leggjabrjóts- leið, en hún liggur frá Hval- firði í Þingvallasveit. Mað- urinn var orðinn blautur og kaldur eftir að hafa tapað átt- um þar sem hann var á göngu í þoku. Björgunarsveitir héldu til leitar bæði upp úr Hvalfirði og Öxarárdal við Þingvelli. Þokunni létti á sjötta tíman- um síðdegis og kom maðurinn þá auga á bíla björgunarsveita- fólks. -mm Úthlutað úr Styrktarsjóði Hvalfjarðar- sveitar HVALFJ.SVEIT: Sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar hef- ur samþykkt að veita átta að- ilum styrki úr Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar. Alls bár- ust 14 umsóknir í sjóðinn. Alls er úthlutað 590 þúsund krón- um úr sjóðnum í þetta skipti. Hæsti styrkurinn hljóðar upp á 150 þúsund krónur og renn- ur hann til Skógræktarfélags Skilmannahrepps vegna um- hirðu á skógræktarreit. Skóg- armenn KFUM fá 100 þús- und krónur vegna nýbygging- ar Birkiskála, Fimleikafélag Akraness 80 þúsund krónur vegna búnaðarkaupa og For- eldrafélag Leik- og grunn- skóla Hvalfjarðarsveitar hlýt- ur 75 þúsund króna styrk vegna fræðslu og forvarna. Þá renna 50 þúsund krónur til Ástu Marý Stefánsdóttur o.fl. vegna jólatónleika í Hvalfjarð- arsveit og Borgarbyggð, 50 þúsund krónur til Skógrækt- arfélags Akraness vegna skóg- ræktar í Slögu og Landbúnað- arháskóli Íslands fær einnig 50 þúsund krónur vegna lands- lagsgreiningar í Hvalfjarð- arsveit. Sveitarstjórn ákvað einnig að styrkja Stígamót um 35 þúsund krónur vegna starf- semi þeirra. -grþ Atvinnuleysi 1,9% á lands- byggðinni LANDIÐ: Á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs voru 5.200 ein- staklingar án vinnu og/eða í atvinnuleit hér á landi. At- vinnuleysi mælist 2,6%. At- vinnulausum fækkaði frá því á sama tíma og í fyrra um 1.500 manns og hlutfallið lækk- aði um 0,9 prósentustig. At- vinnulausar konur voru 2.700 og var atvinnuleysi á með- al kvenna 2,9%. Atvinnulaus- ir karlar voru 2.500 eða 2,3%. Atvinnuleysi var 3% á höfuð- borgarsvæðinu og 1,9% utan þess. Það er Hagstofan sem heldur utan um þessa skrán- ingu. -mm Því er spáð að jólaverslun aukist LANDIÐ: Áætlað er að jólaverslunin að þessu sinni aukist um 10,3% frá síðasta ári og að velta í smásölu- verslun verði um 85 millj- arðar kr. án virðisauka- skatts í nóvember og des- ember. Þetta er mesti vöxt- ur í jólaverslun á milli ára frá bankahruninu. Rann- sóknasetur verslunarinnar birtir þessa spá. Af henni má draga þá ályktun að hver Íslendingur verji að jafnaði 53.813 kr. til inn- kaupa í nóvember og des- ember, sem rekja má til árs- tímans sérstaklega. Í fyrra nam þessi upphæð 49.156 kr. -mm Gylfi ráðinn aðstoðarmaður Benedikts Benedikt Jóhannesson, for- maður Viðreisnar og ný- kjörinn þingmaður í NA kjördæmi, hefur ráðið Gylfa Ólafsson sem að- stoðarmann sinn. Sam- kvæmt reglum Alþingis geta formenn flokka ráð- ið sér aðstoðarmann. Gylfi var oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi en náði ekki kjöri, þrátt fyrir að hafa hlotið ríflega þús- und atkvæði. Hann er með meistarapróf í hagfræði frá Stokkhólmsháskóla og hefur sinnt ráðgjafarstörf- um á Íslandi og Svíþjóð og kennslu í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands síðustu ár meðfram doktorsnámi í faginu. Áður hafði Gylfi lokið grunnskólakennara- prófi frá Háskólanum á Akureyri. Hann var annar stofnenda Vía, nýsköpun- arfyrirtækis í skordýraeldi, sem lagt var niður nýver- ið á grundvelli neikvæðra niðurstaðna úr rannsókn- um fyrirtækisins. Gylfi er kvæntur Tinnu Ólafsdóttur fjölmiðlafræðingi og saman eiga þau eina eins árs gamla dóttur. -mm Ármann Smári Björnsson, fyrirliði knattspyrnuliðs ÍA, missti af síð- ustu þremur leikjum sumarsins eft- ir að hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn KR í 19. um- ferð Pepsi deildar karla. Ármann, sem er 35 ára gamall, hefur verið einn af lykilmönnum ÍA undanfar- in ár eða allt síðan hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2012. Ljósmyndari Skessuhorns gekk fram á Ármann Smára á Heilbrigð- isstofnun Vesturlands á Akranesi í gær og bar fyrirliðinn sig vel. „Há- sinin er öll að koma til,“ sagði kapp- inn. „Ég er aðeins farinn að tylla í fótinn og á einhverjar tvær vikur eftir í spelkunni. Eftir það hefst vinnan fyrir alvöru að koma sér í gang. En annars er heilsan bara góð,“ segir hann. Ármann íhugaði að leggja skóna á hilluna í fyrra en samdi við ÍA til eins leiktímabils og lék með liðinu í sumar, sem fyrr segir. Eftir sumarið og meiðslin sem hann varð fyrir í lok móts gaf hann það út að hann hygðist bíða og sjá hvernig honum gengi að jafna sig áður en hann tæki ákvörðun um framtíð sína á knatt- spyrnuvellinum. Hann segir að sú staða sé óbreytt, nú sé einfaldlega framundan krefjandi verkefni við að komast af stað aftur. „Við verðum bara að sjá hvað tíminn leiðir í ljós. Ég ætla að byrja á að fara í gegnum sjúkraþjálfunina en með því hugar- fari að reyna að komast inn á fót- boltavöllinn aftur. En ef það geng- ur ekki þá bara gengur það ekki,“ segir Ármann Smári Björnsson. kgk Hásinin er öll að koma til hjá fyrirliðanum Í fyrrinótt kom upp eldur í fiskvinnslu hlutdeildarfélags HB Granda í Pu- erto Chacabuco í Síle. Bolfisksvinnsla félagsins eyðilagðist að mestu og að- staða til vinnslu á eldislaxi gjör- eyðilagðist í eldsvoðanum en eng- in slys urðu á fólki. Tryggingaverð- mæti eignanna er 12 milljónir doll- ara. Eldsupptök eru ókunn. Í frétt HB Granda segir að leitað verði til fyrir- tækisins Marine Harvest um að taka að sér vinnslu á laxi fyrst um sinn en Marine Harvest rekur slíka vinnslu á svæðinu. Pesquera Friosur lokaði bol- fisksvinnslu sem félagið rak í Concep- tion í lok síðasta árs en mun nú setja starfsemi hennar í gang aftur í stað vinnslunnar sem brann í Chacabuco. Félagið Deris SA sem HB Grandi á 20% hlut í rekur útgerðar- og fisk- vinnslufélagið Pesquera Friosur, út- gerðarfélagið Pesca Chile og laxeldis- félagið Salmones Friosur. mm Framkvæmdir við stækkun gisti- hússins að Langaholti í Staðar- sveit á Snæfellsnesi ganga vel. Þeg- ar þeim lýkur tvöfaldast herbergja- talan, fer úr 20 í 40. Nýju herberg- in eru öll tveggja manna með baði. Einnig verður tekin í notkun ný móttaka og mun gamli inngang- urinn leggjast af þegar nýi hlutinn verður kominn í gagnið. Þorkell Símonarson, Keli vert, er eigandi gistihússins. Hann kveðst í samtali við Skessuhorn von- ast til að sex herbergi verði tilbú- in í næstu viku. Stefnt sé að því að framkvæmdunum ljúki svo í janúar á næsta ári ef allt gengur að óskum. Aðspurður um ástæðu þess að farið var í þessar framkvæmdir segir Keli að eftirspurn eftir gistingu á svæð- inu hafi aukist til muna og starfið sé orðið þannig að það þurfi að vera til taks alltaf. Það kallar svo á að hafa nægt starfsfólk sem auðvitað þurfi aðstöðu fyrir og því sé erfitt að vera með litla einingu. Keli seg- ir að það sem hafi einkennt ferða- þjónustu í sveitum landsins fyrir 20 til 25 árum sé nú liðin tíð. Nú dugi ekki að reka ferðaþjónustu sam- hliða búskap og einingin verði að vera ákveðið stór til að stærðarhag- kvæmni náist fram. Telur hann að í raun megi þessi stækkun ekki vera seinna á ferðinni. þa Fiskvinnsla hlutdeildarfyrirtækis HB Granda í Síle varð eldi að bráð Styttist í að stærra hótelrými verði tekið í notkun í Langaholti Þessi mynd sýnir hvernig tvær nýbyggingar tengjast þeim mannvirkjum sem fyrir voru, í sitthvorn endann.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.