Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2016, Síða 18

Skessuhorn - 09.11.2016, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 201618 Asco Harvester ehf. er ungt fjöl- skyldufyrirtæki á sviði nýsköp- unar og starfrækt í húsnæði fyrr- um mjólkursamlags við Engjaás í Borgarnesi. Fyrirtækið var stofnað í byrjun þessa árs af þremur systk- inum og fjölskyldum þeirra. Þetta eru þau Ómar Arndal, Ingvar Arn- dal og Anna Ólöf Kristjánsbörn. Hjá Asco Harvester er unnið að þróun þangskurðarvélar. Vélin hef- ur fengið nafnið Sigri og er í skipa- skrá með númerið 9057. Anna Ólöf er framkvæmdastjóri Asco Harves- ter, en hún er menntaður viðskipta- fræðingur frá Háskólanum á Bifröst og er að ljúka mastersnámi sínu þar. Bræður hennar leggja hins vegar til reynslu úr ýmsum störfum, en ung- ir að árum stofnuðu þeir verktaka- fyrirtæki í vélaútgerð. Ómar er hug- myndasmiðurinn að Sigra. Fengið góðan stuðning „Okkur systkinunum og hug- myndum okkar hefur verið vel tek- ið. Meðal annars höfum við feng- ið styrki frá Tækniþróunarsjóði, Uppbyggingarsjóði Vesturlands og fengum í sumar hæsta styrkinn sem úthlutuð var frá Frumkvöðla- sjóði Íslandsbanka. Með þessum góða stuðningi og hvatningu með- al annars frá þingmönnum, ýms- um birgjum, Atvinnuráðgjöf Vest- urlands og með mikilli vinnu erum við nú komin nálægt því að ljúka smíði á frumgerð sjávarsláttuvélar- innar Asco Viking. Nú eigum við von á vél í þangskurðarprammann og setjum stefnuna á að geta sjósett hann fyrir næstu áramót. Við erum sannfærð um að Asco getur skapað tækifæri bæði hér heima og erlendis á þangsvæðum sem aldrei hafa ver- ið slegin. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki hafa fengist vélar sem henta til þangskurðar á þessum svæðum,“ segir Anna Ólöf. „Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði hjá Ómari,“ bætir hún við. „Hann hefur reynslu m.a. í skipa- smíði, af vinnuvélum, sjómennsku og þangslætti. Hann vantaði aftur á móti einhvern með sér til að sækja um styrki til að hægt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Ég kom þá inn í þetta með bræðrum mínum og sé um rekstur fyrirtækisins. Kom að verkefninu fyrir rúmlega ári síð- an,“ segir Anna Ólöf. Vannýtt auðlind Þang vex víða við strendur Ís- lands, en er einkum slegið og nýtt í Breiðafirðinum eins og lesendur Skessuhorns þekkja og þangslátt- ur hefur fram til þessa einkum ver- ið á vegum Þörungaverksmiðjunn- ar á Reykhólum sem starfrækt hef- ur verið frá 1975. Þar fékk Ómar Arndal einmitt áhugan fyrir verk- efninu. „Það geta orðið til ný tæki- færi víða um land með því að nýta þang ef tækninni fleytir fram,“ seg- ir Anna Ólöf. „Í dag eru það verk- smiðjur sem sjá um þangsláttinn, en víða erlendis eru það einnig bænd- ur og landeigendur sem gera slíkt í verktöku eða smærri vinnslu. Þang- skurðartæki okkar gæti skapað mikil tækifæri fyrir landeigendur á sjávar- jörðum við Ísland. Þang er vannýtt afurð en Ísland hefur þá sérstöðu að sjávarföll eru mikil, fjörurnar langar og mikill hreinleiki er þar sem lít- ill úrgangur rennur til sjávar. Sigri hefur þann eiginleika að geta slegið lengra upp í fjöru og náð til þara- og þangtegunda sem hafa verið algjör- lega vannýttar en eru engu að síð- ur mjög verðmætar. Það þang sem ekki er slegið tapast vegna hafíss, brims og strauma, sem ná að taka með sér gróðurinn og rífa hann upp með rótum. Okkar hugmynd nú snýst um að sjósetja Sigra og prufu- keyra hann. Síðan munum við geta breytt ýmsum búnaði sem hentar kaupendum svona tækja. Sumir vilja kannski stærri lest, aðrir vilja öðru- vísi sláttutækni og svo framvegis. En grunnurinn verður sá sami og nýtist að stórum hluta þrátt fyrir séróskir kaupenda.“ Anna Ólöf segir að þær vélar sem framleiddar eru í dag til þangskurð- ar séu einkum hannaðar fyrir vatna- svæði. Sigri frá Asco hafi hins veg- ar þann eiginleika að geta slegið við erfiðar aðstæður eins og myndast hér við land en auk þess við strendur í Færeyjum, Grænlandi, Noregi og víðar. Hún segir að bæði aðilar er- lendis og hér á landi hafi sýnt verk- efninu mikinn áhuga og gefur það góða von um að hægt sé að fram- leiða og selja fleiri tæki. Þang í fóður getur unnið gegn gaslosun Í síðasta Bændablaði birtist áhuga- verð frétt þar sem fjallað er um hvernig nýta megi þang til að minnka mengun frá landbúnaði. Þar segir meðal annars: „Nýjustu rann- sóknir frá Ástralíu benda til að hægt sé að minnka gaslosun hjá jórtur- dýrum um 50-99% með því einu að blanda þangi í fóður skepnanna í litlu hlutfalli.“ Þá segir að 47% af losun gróðurhúsalofttegunda er af völdum orkuframleiðslu, en 21% af völdum landbúnaðar og landnýting- ar. Þang getur því haft mikil áhrif á losun gróðurhúsaloftegunda í heim- inum og við því er búist að sjónum verði beint að aukinni nýtingu þess. „Þetta eru mjög áhugaverðar niður- stöður og verður gaman að sjá hvort virknin í bóluþangi eða jafnvel kló- þangi sé svipuð. Það er alltaf verið að bæta við stóriðjur og það er stór- mál ef hægt væri að minnka meng- un með ekki stærri framkvæmd en þessari,“ segir Anna Ólöf. Hreinsun sjávar Sigri frá Asco er ekki bara hugsaður sem þangskurðarprammi heldur get- ur hann einnig nýst sem hreinsunar- prammi við strandlengjur, ár og vötn. Því felast enn fleiri tækifæri í þessari nýsmíði Borgnesinga, en einvörðu við þangslátt. Við strendur getur bæði orðið mengun út frá starfsemi verk- smiðja og frá landbúnaði en einn- ig er ýmislegt rusl orðið viðvarandi vandamál víða um heim. Þetta vanda- mál veldur því að súrnun sjávar hef- ur verið að aukast og súrefni minnk- ar við strendur. Ein af meðfylgjandi myndum er tekin við Jersey í Bret- landi. Þar var hvít baðströnd en í dag er hún þakin sjávargróðri sem kemur vegna mengunar. Þennan sjávargróð- ur má nýta sem áburð eða dýrafóður ef hægt er að hreinsa strandlengjuna. Við þessar aðstæður lifa hvorki fugl- ar né fiskar og benda nýjar rannsókn- ir til þess að aðstæðurnar séu krabba- meinsvaldandi fyrir íbúa nágrennis- ins. Sigri gæti einmitt nýst við hreins- un strandlengju eins og við Jersey. mm Nýsköpunarfyrirtæki vinnur að frumsmíði þangskurðarvélar Þangskurðarvélin Sigri verður til hjá Asco Harvester í Borgarnesi Nýmálaður skrokkurinn á Sigra, nýju þangskurðartæki Asco Harvester í Borgarnesi. Þessi mynd var tekin í liðinni viku og var sprautuvinnunni ekki lokið þá. Asco Harvester vinnur að hönnun vélar sem er betur í stakk búin að slá þang við íslenskar aðstæður. Í aðdraganda kosninga var gestkvæmt í Asco Harvester þegar stjórnmálamenn litu við. Hér er Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra ásamt þeim systkinum. F.v. Anna Ólöf, Sigurður Ingi, Ómar og Ingvar. Finnur Árnason framkvæmdastjóri Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum er hér að kynna sér smíðina á Sigra. Við Jersey í Bretlandi. Þarna var hvít baðströnd en í dag er hún þakin sjávargróðri sem myndast út frá mengun. Myndin er fengin af Mandy Nielson Snook.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.