Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20162 meðal annars til vegna 13 milljóna króna hærri útsvarstekna sveitar- félagsins, um 14 milljónir vegna ljósleiðaraverkefnis og um átta milljóna króna framlag ríkisins vegna hafnarbóta í Skarðsstöð. Hins vegar er gert ráð fyrir að launakostnaður sveitarfélags- ins verði um 17 milljónum krón- um hærri en áætlað var, þar af 4,4 milljónum hærri hjá Slökkvi- liði Dalabyggðar og tíu milljónir á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Þá er gert ráð fyrir því að ann- ar rekstrarkostnaður verði um 45 milljónum króna hærri en áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar, þar af 17 milljónir vegna ljósleiðara- mála, tíu milljónir vegna Skarðs- stöðvar og þrjár milljónir vegna endurbóta á Silfurtúni. Sveitarstjórn samþykki fram lagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2016. kgk Við minnum á aðventublað Skessuhorns sem kemur út næstu viku. Blaðið er prent- að í 10 þúsund eintökum og er frídreift inn á öll fyrirtæki og heimili í landshlut- anum. Lesendur Skessuhorns eru hvatt- ir til að nýta sér það, hvort sem er í formi aðsends efnis eða til birtingar auglýsinga í aðdraganda jólamánaðarins. Síminn er 433-5500 og skessuhorn@skessuhorn.is. Á morgun verður norðan 15 - 23 m/s og talsverð snjókoma norðan til á landinu en úrkomulítið verður fyrir sunnan. Frost víða 0 til 5 stig en yfirleitt frostlaust við suður- strönd landsins. Á föstudag og laugardag spáir norðanátt og éljagangi fyrir norðan og austan en heldur hægari og bjart að mestu sunnan- og suðvestanlands. Frost á bilinu 0 til 6 stig en sums staðar frostlaust við sjóinn. Á sunnudag er spáð norðlægri átt og él norðan- og austan til en léttskýj- að sunnan- og vestanlands. Svalt í veðri. Á mánudag er útlit fyrir norðaustlæga átt. Léttskýjað sunnan- og vestanlands en dá- lítil él norðaustan til. Hiti breytist lítið. Körfuknattleikskonur af Vesturlandi eru að gera góða hluti í íþróttinni og nú hafa fimm konur úr landshlutanum ver- ið valdar í kvennalandsliðið í körfuknatt- leik. Það eru systurnar Berglind og Gunn- hildur Gunnarsdætur, Pálína María Gunn- laugsdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Ragnheiður Benónísdóttir. Þær eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Aðventublað í næstu viku SKESSUHORN: Hið ár- lega Aðventublað Skessu- horns kemur út í næstu viku. Það verður prentað í óvenjulega stóru upplagi og aldreift með Íslandspósti. Af þeim sökum gæti blaðið borist degi síðar en venju- lega til fólks, en á að ber- ast öllum á fimmtudegi eða föstudegi. Áskrifendur sem venjulega fá blaðið á mið- vikudögum fá það því allir síðar en þeir eru vanir. Beð- ist er velvirðingar á þessu. -mm Slitnaði upp úr stjórnarmynd- un ACD LANDIÐ: Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, stöðvaði í gær viðræður milli Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem stað- ið höfðu yfir frá því í síð- ustu viku. „Fundir flokk- anna að undanförnu hafa leitt í ljós góðan samhljóm um ýmis mál, en áherslu- mun um útfærslu annarra, enda stefna flokkanna ólík á ýmsum sviðum,“ segir í til- kynningu. „Ég tel að sam- töl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtíma- bilið. Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum,” sagí Bjarni síðdegis í gær. -mm Hafna tilboð- um í sorphirðu AKRA-BORG: Sveitar- stjórn Borgarbyggðar hef- ur staðfest þá ákvörðun um- hverfis-, skipulags- og land- búnaðarnefndar sveitar- félagsins frá 2. nóvember síðastliðnum að hafna fyr- irliggjandi tilboðum í sam- eiginlega sorphirðu fyr- ir Borgarbyggð og Akra- nes. Tvö tilboð bárust eft- ir útboð og voru þau bæði um 40% yfir kostnaðaráætl- un. Þar bauð Íslenska gáma- félagið 780 milljónir króna en Gámaþjónusta Vestur- lands 795 milljónir. Kostn- aðaráætlun í verkið hljóð- aði upp á 561 milljón. Sam- þykkt var í sveitarstjórn Borgarbyggðar að ráðast í undirbúning nýs innkaupa- ferlis. Umhverfis- og skipu- lagsráð Akraneskaupstaðar tók sambærilega ákvörðun á fundi 28. október síðast- liðinn, um að hafna tilboð- unum. Ekki hefur verið tek- in ákvörðun um hvort ráð- ist verði að nýju í sameig- inlegt útboð sveitarfélag- anna tveggja eða þau bjóði sorphirðu út hvort fyrir sig. Ekki þótt sýnt í þessu út- borðsferli sem yfirstaðið er að samlegðaráhrif hafi náðst fram. -mm Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti samhljóða á fundi sínum í liðinni viku að hefja undirbún- ing að því að öðlast viðurkenn- ingu sem heilsueflandi sveitarfé- lag, í samvinnu við Landlæknis- embættið. Stýrihópur mun taka til starfa í janúar á næsta ári og verð- ur hann skipaður fulltrúum frá leik- og grunnskólum, Mennta- skóla Borgarfjarðar, heilsugæslu, lögreglu, UMSB, eldri borgurum, atvinnulífinu, forvarnarfulltrúa, fulltrúa umhverfis- og skipulags- sviðs, sveitarstjórn og sveitarstjóra ásamt verkefnastjóra. Unnið verð- ur erindisbréf fyrir stýrihópinn. Að sögn Geirlaugar Jóhanns- dóttur, formanns byggðarráðs og oddvita Samfylkingar í sveitar- stjórn, er með verkefni þessu lögð áhersla á að heilsa og líðan allra íbúa verði höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun og á öllum sviðum samfélagsins. „Unnið verður að verkefninu á næstu árum í sam- vinnu við þann stýrihóp sem skip- aður verður,“ segir Geirlaug. Í heilsueflandi samfélagi er áhersla lögð á að bæta bæði hið mann- gerða og félagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúkdóma með margvíslegu for- varnar- og heilsueflingarstarfi. mm Stefna á að Borgarbyggð verði heilsueflandi samfélag Föstudaginn 4. nóvember sl. bauð Embætti landlæknis upp á vinnustofur um heilsueflandi samfélag á Vesturlandi. Á vinnstofurnar mættu tengiliðir og full- trúar frá leik- grunnskólum í Borgarbyggð og frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Einnig mættu fulltrúar þeirra sem vinna við skipulag, frístund, félagsmál og íþrótta- og tómstundamál. Ljósm. borgarbyggd.is. Greinagerð með viðauka við fjár- hagsáætlun Dalabyggðar fyrir árið 2016 var lögð fram á síðasta fundi sveitarstjórnar. Þar kemur fram að gert sé ráð fyrir auknum tekjum til sveitarfélagsins á árinu, samtals 52 milljónir króna, umfram það sem hafði verið áætlað. Koma þær Auknar tekjur en hærri rekstrar- og launakostnaður Páll Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður er látinn, 86 ára að aldri. Páll fæddist í Vestmanna- eyjum 25. júlí 1930. Hann ein- beitti sér að heimildamyndum og þótti afar hæfur á sínu sviði og einn af merkari kvikmyndagerð- armönnum hér á landi. Páls er minnst á Eyjar.net. Þar segir að hann hafi lært bókmenntir, líf- fræði og myndlist erlendis og lagt einnig stund á ljósmyndun áður en hann færði sig um set og hóf kvik- myndanám við New York Uni- versity. „Þá rak hann myndlistar- skóla í Vestmannaeyjum í mörg ár en skólann setti hann sjálfur á fót. Páll var einn af stofnendum Félags íslenskra kvikmyndagerðarmanna og var formaður um tíma.“ Páll Steingrímsson var sæmdur Hinni íslensku fálkaorðu árið 2005. Myndir Páls hafa hlotið ýmis al- þjóðleg verðlaun. Má þar nefna myndir á borð við: Eldeyjan, Oddaflug, Nábúar, Æður og mað- ur, Litli bróðir í Norðri, Sofa urtubörn í útskerjum, The Ice Age Horse og Öræfakyrrð frá 2004, kvikmynd um hálendi Íslands, ósnortin öræfi og stórvirkja fram- kvæmdir við Kárahnjúka. Náinn samstarfsmaður Páls síðari árin er Friðþjófur Helgason ljósmyndari og kvikmyndatökumaður. Saman fóru þeir víða, ekki einvörðungu hér á landi, heldur út í heim til að vinna að kvikmyndagerð. mm Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður látinn Eitt af síðustu verkum Páls var gerð heimildarmyndar um nafna hans; Pál Guð- mundsson listamann á Húsafelli. Var meðfylgjandi mynd tekin þegar myndin var forsýnd í Húsafelli 7. desember 2015. Á myndinni eru f.v. Friðþjófur Helgason, Páll Guðmundsson, Páll Steingrímsson og Ólafur Ragnar Halldórsson. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann úrskurð að hafna beiðni 52 landeigenda í Kjós og við Hvalfjörð um að leitað verði ráðgef- andi álits EFTA dómstólsins vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materi- als á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat. Mbl.is greindi frá. Kæra landeigenda var þingfest 17. desember 2015, efnismeðferð hófst 6. október og var úrskurður kveð- inn upp 9. nóvember. Í landi Klafa- staða við Grundartanga er fyrirhug- að að byggja sólarkísilverksmiðju þar sem allt að 16 þúsund tonn af sólar- kísil verða framleidd á ári. Lóð sem fyrirtækið hefur fengið úthlutað er 22 hektarar að stærð en byggingar er áætlað að verði á 9,2 hektörum. Eft- irlitsstofnun EFTA samþykkti í ágúst síðastliðnum að heimilt væri að veita Silicor ívilnandi styrki í formi statta- afsláttar og ívilnandi reglna um leigu og fyrningu. Silicor hefur ekki enn hafið framkvæmdir en fram að þessu hefur einkum strandað á samningum um raforku og fjármögnun. Landeigendur við Hvalfjörð hafa tvær vikur frá uppkvaðningu álits Héraðsdóms Reykjavíkur til að taka ákvörðun um að áfrýja málinu til Hæstaréttar. mm Landeigendum synjað um að skjóta sólarkísilmáli til EFTA dómstólsins Teikning af væntanlegum byggingum Silicor á Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.