Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 9
DAGUR NÝSKÖPUNAR OG
ÚTHLUTUNARHÁTÍÐ
UPPBYGGINGARSJÓÐS
VESTURLANDS
DAGUR NÝSKÖPUNAR Á VESTURLANDI
verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi
miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13.30
UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS
mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi,
en sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar sinnum á ári
og er þetta seinni úthlutun þessa árs.
BJARNI MÁR GYLFASON frá Samtökum iðnaðarins og
ODDUR STURLUSON frá Icelandic startup
flytja erindi um nýsköpun.
Í lok dagskrár verða síðan afhent
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN SSV ÁRIÐ 2016
Allir velkomnir
SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á VESTURLANDI (SSV)
Akraneskaupstað barst nýverið er-
indi og undirskriftarlisti frá kenn-
urum í grunnskólum vegna kjara-
mála. Málið var tekið fyrir á fundi
bæjarráðs í liðinni viku. Í erindi
sínu krefjast grunnskólakennar-
ar á Íslandi þess að sveitarfélögin
á landinu bregðist án tafar við því
alvarlega ástandi sem skapast hefur
í skólakerfinu vegna hættulegra og
rangra áherslna í kjarastefnu sveit-
arfélaga gagnvart grunnskólakenn-
urum. „Laun kennara eru of lág og
valda því með öðru að grunnskóla-
kerfið er ekki lengur sjálfbært. Þeir
kennarar sem nú starfa í grunnskól-
um njóta mun verri kjara en sam-
anburðarhópar og raunar töluvert
lægri kjara en almennt tíðkast á
landinu. Nú eru samningar okkar
lausir og hafa verið lengi. Mánuð-
um saman hafa sveitarfélögin haft
tíma og tækifæri til að bregðast við
bráðum vanda. Ekkert bólar á við-
brögðum og samninganefnd sveit-
arfélaga virðist enn ekki hafa um-
boð til neins nema að endurtaka
leikinn frá því í sumar og bjóða
áfram óboðleg kjör,“ segir meðal
annars í erindinu.
Þar kemur einnig fram að marg-
ir fulltrúar sveitarfélaga hafi geng-
ist við því á síðustu árum að laun
kennara séu allt of lág og hafi þau
verið réttlætt með því að sveitarfé-
lögin hafi ekki efni á betri kjörum.
Með því sé verið að segja að sveit-
arfélögin séu ófær um að reka þá
grunnþjónustu sem þau hafa tek-
ið að sér fyrir íbúa þeirra. „Kenn-
arar hafa því aðeins tvo kosti. Að
yfirgefa skólana og afhjúpa þannig
endanlega þá skammsýni og hyskni
sem einkennir störf sveitarfélaga á
þessu sviði - eða stíga fram, draga
sveitarfélögin til ábyrgðar fyr-
ir stöðunni sem upp er komin og
krefjast viðbragða. Með undirskrift
okkar á þennan lista gerum við það
síðarnefnda,“ segir að endingu í
bréfinu.
Bæjarráð Akraneskaupstaðar tek-
ur undir mikilvægi þess að ná sátt
í kjaradeilu kennara og Sambands
íslenskra sveitarfélaga en deilunni
hefur nú verið vísað til embættis
ríkissáttasemjara. „Að mati bæjar-
ráðs vinna kennarar á Akranesi frá-
bært starf í skólunum sem ber að
meta. Bæjarráð getur þó ekki tek-
ið undir það að sveitarfélög á Ís-
landi hafi almennt sýnt metnaðar-
leysi þegar kemur að rekstri grunn-
skóla enda hafa framlög til skóla-
mála aukist hlutfallslega frá því að
málaflokkurinn var tekinn yfir af
ríkinu,“ segir í fundargerð bæjar-
ráðs. grþ
Kennarar draga sveitar-
félögin til ábyrgðar
Íþróttabandalag Akraness fagn-
ar eins og kunnugt er 70 ára afmæli
á þessu ári. Félagið varð til 3. febrú-
ar 1946 við sameiningu Knattspyrnu-
félags Akraness og Kára. Á þeim 70
árum sem liðin eru frá stofnun ÍA
hefur íþróttastarf á Akranesi vaxið og
dafnað. Íþróttahúsið við Laugarbraut
var tekið í notkun sama ár og ÍA var
stofnað en 30 árum síðar var íþrótta-
húsið við Vesturgötu tekið í notkun
og á húsið því 40 ára afmæli á árinu.
Í tilefni af þessu tvöfalda stórafmæli
mun Íþróttabandalag Akraness og
Akraneskaupstaður halda veglega af-
mælishátíð laugardaginn 26. nóvem-
ber næstkomandi.
Að sögn Hildar Karenar Aðal-
steinsdóttur, íþróttafulltrúa ÍA, munu
aðildarfélög ÍA bjóða upp á ýmislegt
skemmtilegt í íþróttahúsinu við Vest-
urgötu á hátíðardaginn. Meðal annars
verði farin söguferð um húsið, sem
endurtekin verður nokkrum sinnum
yfir daginn en Hörður Kári Jóhann-
esson forstöðumaður íþróttamann-
virkja á Akranesi, hefur ásamt öðrum
tekið saman texta um húsið og hið
fjölbreytta starf sem þar hefur verið
í gegnum árin. „Knattspyrnufélagið
mun mæla hraða á bolta eftir skot,
það verða þrautabrautir, áskoranir í
körfubolta og sundfélagið ætlar að
gefa sundhettur og sundæfingu,“ seg-
ir Hildur Karen í samtali við Skessu-
horn.
Hildur segir að ýmsu verði tjaldað
til, meðal annars verði sýndar myndir
úr sögu ÍA og saga íþróttahússins við
Vesturgötu rakin í málum og mynd-
um. Hver krókur og kimi íþrótta-
hússins er nýttur vel og hafa til að
mynda sex aðildarfélög aðsetur í kjall-
ara hússins, en aðildarfélög ÍA eru
18 talsins í dag. „Meðal annars mun
Skotfélagið leyfa fólki að prófa loft-
skammbyssur og riffil en þeir eru
meðal þeirra sem eru með aðsetur í
húsinu.“ Hún segir öll aðildarfélögin
vera boðin og búin að stökkva til og
gera eitthvað skemmtilegt. „Það eru
allir að leggjast á eitt til að gera þenn-
an dag sem skemmtilegastan og það
er auðvelt að fá fólk til að vinna saman
og allir eru til.“ Ýmislegt fleira verður
í gangi á Vesturgötunni á hátíðisdag-
inn. Íþróttafélagið Þjótur mun setja
upp bocciavöll sem gestir geta próf-
að og golffélagið Leynir verður með
golfhermi á staðnum, svo eitthvað sé
nefnt. „ÍA kórinn ætlar að taka lag-
ið og hér verða veitingar, blöðrur og
skemmtilegheit, þetta verður gulur og
glaður dagur,“ segir Hildur Karen.
Afmælishátíðin mun standa yfir frá
klukkan 13 til 16 á laugardeginum en
á föstudeginum 25. nóvember munu
leikskólar og grunnskólar á Akranesi
vera með gulan dag og vonast er til
að fleiri stofnanir og fyrirtæki fylgi
fordæmi þeirra. Þá eru Skagamenn
hvattir til að flagga ÍA fánanum á há-
tíðisdaginn. grþ
Afmælishátíð ÍA og íþróttahússins
við Vesturgötu framundan
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir íþrótta-
fulltrúi ÍA.
Þessi unga Skagamær, Heba Bjarg, sérlega kát með verðlaunapening sem hún fékk
með 6. flokki á Borgarnesmóti. Á afmælishátíðinni verður margt um að vera í íþrótta-
húsinu og verður hægt að skoða myndir úr starfi bandalagsins í gegnum árin.
Málþing um framtíð ferðaþjónustu í
Borgarbyggð verður haldið í
Hjálmakletti miðvikudaginn
23. nóvember kl. 18:00 – 22:00.
Framsöguerindi frá kl. 18:00 til 19:30:
a. Setning málþingsins; Guðveig Eyglóardóttir formaður
starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð
b. Fjárhagsleg tengsl ferðaþjónustu og Borgarbyggðar;
Vífill Karlsson atvinnuráðgjafi hjá SSV
c. Framtíðarsýn ferðaþjónustu í Borgarbyggð;
Guðveig Eyglóardóttir hótelstýra Bifröst og formaður
starfshóps um ferðamál í Borgarbyggð
d. Skipulagsvinna og þróun ferðaþjónustu; Ragnar Frank
Kristjánsson lektor LBHÍ
e. Saga Jarðvangur, markmið, staða og framtíð;
Þórunn Reykdal stjórnarformaður Saga jarðvangur
f. Áskoranir ferðaþjónustunnar; Elías Bj. Gíslason, forstöðu-
maður hjá Ferðamálastofu
g. Hvert viljum við stefna? Runólfur Ágústsson ráðgjafi
Möguleiki er á stuttum spurningum eftir hvert erindi.
Léttur kvöldverður frá 19:30-20:00.
Umræðuhópar frá kl. 20:00-21:30.
Styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri fyrir dreifbýli og
þéttbýli í tengslum við þróun ferðaþjónustunnar í Borgar-
byggð.
Samantekt á niðurstöðum umræðuhópa kl. 21:30-22:00
Málþinginu slitið
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
6