Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201614 Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands var haldinn síðastliðinn sunnudag. Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar fyrir ræktunarstarf og störf að málefnum hestamanna. Heið- ursviðurkenningar fyrir þátttöku í félags- og ræktunarstarfi á Vesturlandi hlutu Gunnar Örn Guðmundsson á Hvanneyri, Jónína Hlíðar á Hvanneyri, Marteinn Valdimarsson í Borgar- nesi, Þórður Bachmann í Borgarnesi og Marteinn Njálsson á Vestri-Leirárgörðum. Gísli Guðmundsson formaður HrossVest kynnti hvaða kyn- bótahross í landshlutanum fá verðlaun, sem og bú og hverjir hljóta heiðursmerki. Heiðursskjal var veitt heiðursverðlauna- hryssunum Elku frá Efri-Hrepp og Gustu frá Litla-Kambi. Sleipnisbikarhafinn fær Arður frá Brautarholti, en ræktandi hans er Snorri Kristjánsson. Loks er Hrossaræktarbú Vestur- lands árið 2016 Skipaskagi, bú hjónanna Sigurveigar Stefáns- dóttur og Jóns Árnasonar á Litlu-Fellsöxl. Tvisvar áður hefur búið hlotið þennan heiður en það voru árin 2008 og 2010. Kynbótahross sem verðlaunum voru: Stóðhestar 7 vetra og eldri: Ölnir frá Akranesi, aðaleinkunn 8,82 Skaginn frá Skipaskaga, aðaleinkunn 8,73 Bruni frá Brautarholti, aðaleinkunn 8,47 Stóðhestar 6 vetra: Logi frá Oddsstöðum, aðaleinkunn 8,55 Sproti frá Innri-Skeljabrekku, aðaleinkunn 8,54 Erill frá Einhamri 2, aðaleinkunn 8,48 Stóðhestar 5 vetra: Forkur frá Breiðabólsstað, aðaleinkunn 8,67 Goði frá Bjarnarhöfn, aðaleinkunn 8,46 Flygill frá Stóra-Ási, aðaleinkunn 8,46 Stóðhestar 4 vetra: Sægrímur frá Bergi, aðaleinkunn 8,31 Gyrðir frá Einhamri 2, aðaleinkunn 8,26 Meitill frá Skipaskaga, aðaleinkunn 8,24 Hryssur 7 vetra og eldri: Sif frá Syðstu-Fossum, aðaleinkunn 8,45 Hreyfing frá Skipaskaga, aðaleinkunn 8,45 Hugsýn frá Svignaskarði, aðaleinkunn 8,40 Hryssur 6 vetra: Hamingja frá Hellubæ, aðaleinkunn 8,59 Gnýpa frá Leirulæk, aðaleinkunn 8,40 Kvika frá Grenjum, aðaleinkunn 8,40 Hryssur 5 vetra: Svíta frá Stóra-Ási, aðaleinkunn 8,24 Ilmur frá Steinsholti, aðaleinkunn 8,23 Frigg frá Syðstu-Fossum, aðaleinkunn 8,21 Hryssur 4 vetra: Spá frá Steinsholti, aðaleinkunn 8,24 Buna frá Skrúð, aðaleinkunn 8,21 Úa frá Efri-Hrepp, aðaleinkunn 8,11 mm Hrossaræktarsambandið veitir verðlaun fyrir starf ársins Skipaskagi er Hrossaræktarbú Vesturlands 2016 - hlýtur nú verðlaunin í þriðja sinn Hrossaræktarbú Vesturlands árið 2016 er Skipaskagi. Alls voru fjórtán bú tilnefnd í ár. Þetta er í þriðja skiptið sem Skipaskagi hampar þessum titli enda vant fólk á ferðinni sem hefur náð frábærum árangri. Það eru hjónin Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason sem standa að ræktuninni. Á þessari mynd eru allir þeir sem tóku á móti verðlaunum fyrir efstu gripi í hverjum flokki, heiðursfélagar, handhafar Hrossaræktarbús Vesturlands og Hjörleifur Jónsson og Guðrún Guðmundsdóttir sem tóku við viðurkenningu fyrir hryssur sínar Elku frá Efri-Hrepp og Gustu frá Litla-Kambi. Þessar hryssur fengu heiðursverðlaun á árinu. Sleipnisbikarinn, fyrir Arð frá Brautarholti féllu Vesturlandi í skaut en ræktandinn, Snorri Kristjánsson var fjarverandi. Guðrún Guðmundsdóttir tók við heiðursskjali fyrir hryssuna Elku frá Efri-Hrepp, en Hrefna B Jónsdóttir afhenti verðlaunin. Hjörleifur Jónsson tók við heiðursskjali fyrir hryssuna Gustu frá Litla-Kambi. Hrefna B Jónsdóttir stjórnarmaður í HrossVest afhenti skjalið. Þau sem hlutu heiðursviðurkenningar. F.v. Þórður Bachmann, Marteinn Valdimarsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Jónína Hlíðar og Smári Njálsson, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Marteins bróður síns. Skaginn á LM á Hólum. Knapi Daníel Jónsson. Hamingja frá Hellubæ með aðaleinkunn 8,59, er hæst dæmda kynbótahryssan á Vesturlandi. Forkur frá Breiðabólsstað hlaut í aðaleinkunn 8,67 og er hæst dæmdi fimm vetra stóðhesturinn á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.