Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 19 Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög: Syðri Hraundalur – nýtt deiliskipulag, lýsing Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir lýsingu á deili- skipulagi fyrir Syðri-Hraundal 2 landnúmer 223296 til auglýsingar. Deiliskipulagið tekur til 11,9 ha svæðis, syðst á jörðinni. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 28. september 2016 og felur meðal annars í sér skilgrein- ingu á einni lóð fyrir íbúðarhús, einni fyrir vinnustofu og annarri fyrir hesthús. Tillagan verður auglýst í samræmi við 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgar- braut 14 í Borgarnesi frá 17. nóvember 2016 til 15.des- ember 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 15. desember 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Niðurskógur, Húsafelli - breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsa- fells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 27. október 2016. Breytingin tekur til 3,1 ha spildu austast á skipulagssvæðinu og felur í sér fjölgun byggingarreita um tvo við Brekkuskóg og til- færslu byggingarreita við Norðurskóga. Tillagan verður auglýst í samræmi við 43. gr. Skipulagslaga 123/2010. Hvítárskógur 12 – breyting á deiliskipulagi Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Niðurskógum í landi Húsafells III til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dags. 21. október 2016. Breytingin felur meðal annars í sér breytingu á byggingarreit lóðarinnar Hvítárskógar 12 landnúmer 195328 ásamt breytingu á byggingarskilmálum er varðar leyfilega hámarksstærð frístundahúss og geymsluhúss. Mænis- og vegghæðir breytast ekki. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. gr. Skipulagslaga 123/2010. Tillögur að deiliskipulagsbreytingum liggja frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 17. nóvember 2016 til 29. desember 2016 og verða einnig aðgengilegar á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 29. desember 2016 í Ráðhús Borgar- byggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. SK ES SU H O R N 2 01 6 Síðastliðinn föstudag var opið hús í Grunnskóla Snæfellsbæjar í Ólafs- vík. Þar fengu gestir að skoða af- rakstur vinnu nemenda í „Bland í poka“ - ljósmyndaþema á mið- stigi“ og „Snildarstund“ sem voru einstaklingsverkefni á unglinga- stigi. Opið var inn í kennslustofur þar sem nemendur unnu við fjöl- breytt verkefni og námsefni meðal annars gagnvirkar kennsluaðferð- ir og skapandi starf. Auk þess voru til sýnis verkefni sem unnin voru í Fjölmenningarþema skólans í október. Þá var Regnboginn settur upp sem er nokkurs konar orðabók þar sem átta orð og orðatiltæki eru skrifuð á tungumálum þeirra þjóð- arborta sem eru í skólanum. Gam- an var að sjá hve fjölbreytt verkefni nemenda voru og val þeirra á þeim og úrvinnslu þeirra. Bæði mátti sjá glærukynningar, myndbönd og af- urðir sem greinilegt var að búið var að leggja mikla vinnu í. Fjölmargir lögðu leið sína í skólann og var ekki annað að sjá en allir hefðu gaman af bæði nemendur, starfsfólk og gest- ir. þa Opið hús í Grunnskóla Snæfellsbæjar Byggðarráð Borgarbyggðar tók ný- verið fyrir á fundi sínum erindi frá Kjartani Ragnarssyni, Björgunar- sveitinni Brák og Hollvinasam- tökum Borgarness um styrk til ný- sköpunarverkefnis. Verkefnið lýtur að því að hanna og smíða flatbotna bát til siglinga á grunnsævi, grynn- ingum og söndum eins og til dæmis er að finna í nágrenni Borgarness. Myndi slíkur bátur nýtast björg- unarsveitum við björgunarstörf og þegar til framtíðar er litið einnig til siglinga með ferðafólk. Byggðarráð sá sér ekki fært að leggja fé til verk- efnisins þrátt fyrir að því þætti hug- myndin allrar athygli verð. „Allur innanverður Borgarfjörður, innan- verður Breiðafjörður, Löngufjörur á Snæfellsnesi og fleiri staðir eru grunnsævi, grynningar og sand- ar sem venjulegir bátar komast illa um,“ segir Kjartan Ragnarsson í samtali við Skessuhorn. Hann segir að fyrir einu og hálfu ári síðan hafi Björgunarsveitin Brák, með stuðn- ingi Hollvinasamtaka Borgarness og styrki úr Vaxtarsamningi, ráð- ist í að dýptarmæla vatnaleiðir í ná- grenni Borgarness og kanna hvort og þá hvernig bátar gætu hentað til farþegaflutninga eða annarra sigl- inga á því svæði. „Kom í ljós að venjulegir bátar, hvorki slöngubát- ar né aðrir bátar sem hafa skrúfu sem fer ofan í vatnið, duga ekki og þá datt okkur í hug að loftskrúfu- bátur gæti hentað,“ segir Kjartan. „Við töldum því að það væri ómaks- ins vert að reyna að smíða svoleið- is bát. Hann yrði þá fyrst og fremst björgunartæki fyrir björgunarsveit- ir á svæðum þar sem er sandur og grynningar. En um leið væri vert að kanna möguleikana á því að nýta svoleiðis báta til ferðaþjónustu, en það er nú meira seinni tíma músík,“ bætir hann við. Langtímaverkefni Kjartan segir hugmyndir uppi um að smíða einn bát, innan við sex metra langan til að ýta verkefninu úr vör, öðlast þekkingu og þjálfa mannskap til að sigla bát af þessu tagi. „Síðan að kanna hvort leiðir eru hentugar til siglingar í Borgar- firði. Þá safnast kunnátta og þekk- ing á landsvæðinu, en þegar hefur safnast nokkur þekking á nágrenni Borgarness með áðurnefndum dýptarmælingum,“ segir Kjartan. Hann segir að aðstandendur verkefnisins hafi sótt um styrki til að kosta smíði báts af þessu tagi. „Nú bíðum við bara eftir svörum frá þeim aðilum, þannig er staðan í dag,“ segir Kjartan og bætir því við að verkefninu verði haldið áfram þó ekki hafi fengist styrkur frá Borg- arbyggð. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni. Það hentar vel að vinni saman að þessu björgun- arsveitin og Hollvinasamtökin, sem eru skipuð áhugafólki um að þróa þjónustu á svæðinu, ferðaþjónustu sem og aðra þjónustu,“ bætir hann við. „Það þarf að auka afþreyingu í ferðaiðnaðinum og þetta er leitandi hugmynd þar að lútandi. En fyrst og fremst er það björgunarsveitin sem vinnur að þessu eins og staðan er í dag og mun þetta efla mögu- leika hennar ef vel lukkast,“ segir Kjartan Ragnarsson að endingu. kgk Kanna möguleika á smíði loftskrúfubáts Svokallaðir loftskrúfubátar, eða loftbátar, þekkjast víða erlendis. Hér má sjá einum slíkum siglt um Bear River í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Ljósm. Wikimedia Commons. Kjartan Ragnarsson. Fréttaveita Vesturlands Aðventublað Skessuhorns Í næstu viku, miðvikudaginn 23. nóvember, kemur hið árlega Aðventublað Skessuhorns út. Missið ekki af stærsta blaði ársins; fullt af fróðleik og m.a. dreift í 10 þúsund eintökum á öll heimili og fyrirtæki á Vesturlandi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.