Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201630 „Áttu gæludýr?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Snæfell tók á móti Skallagrími í Vesturlandsslag Domino‘s deildar kvenna í körfuknattleik að kvöldi síðasta miðvikudags. Liðin mætt- ust í Borgarnesi í fyrsta leik vetr- arins og þá höfðu Skallagrímskon- ur betur, 73-62. Annað var uppi á teningnum í Stykkishólmi, því Ís- landsmeistarar Snæfells náðu fram hefndum og sigruðu með 72 stig- um gegn 57. Snæfellskonur byrjuðu mun bet- ur í leiknum og náðu snemma góðri forystu. Um miðjan upphafsfjórð- unginn leiddu þær 13-2 og Skalla- grímskonur áttu erfitt uppdráttar. Þegar leikhlutinn var úti var staðan 18-10 en í upphafi annars fjórðungs tóku leikar að jafnast. Skallagríms- konur minnkuðu muninn lítillega áður en Íslandsmeistararnir juku hann á ný. Mikill stígandi var í leik Snæfellsliðsins í öðrum fjórðungi sem bætti jafnt og þétt við allt þar til síðustu mínúturnar fyrir hálfleik. Þá áttu Skallagrímskonur mjög góðan leikkafla og náðu snarlega að minnka forskot Snæfells úr 14 stig- um niður í fimm, 38-33. Bæði lið komu ákveðin til síðari hálfleiks og fast var spilað í þriðja leikhluta. Hvorugt lið ætlaði að gefa tommu eftir og leikurinn varð að- eins sveiflukenndur. Aftur kláruðu Skallagrímskonur af krafti og Snæ- fell leiddi með aðeins fjórum stig- um fyrir síðasta leikhlutann, 53-49. Þar sýndu Íslandsmeistararnir aft- ur á móti úr hverju þær eru gerðar. Þær juku forskotið sitt jafnt og þétt þar til þær höfðu þægilegt 14 stiga forskot þegar aðeins fimm mínútur lifðu leiks. Þá hægðist á stigaskor- inu en Snæfelli munaði ekkert um það því liðið hélt Skallagrími í að- eins átta stigum allan fjórðunginn. Lokatölur 72-57, Snæfelli í vil. Aaryn Ellenberg var atkvæða- mest í liði Snæfells með 34, og tíu fráköst og hvorki fleiri né færri en sjö stolna bolta. Berglind Gunnars- dóttir var með 18 stig og fimm frá- köst og Gunnhildur Gunnarsdótt- ir með ellefu stig og fjögur fráköst. Hjá Skallagrími var Tavelyn Til- lman atkvæðamest með 24 stig og sjö fráköst og Sigrún Ámundadóttir var með 13 stig, 13 fráköst og fimm stoðsendingar. kgk Snæfell náði fram hefndum í Vesturlandsslagnum Berglind Gunnarsdóttir á vítalínunni fyrir Snæfell. Ljósm. sá. Tavelyn Tillman með snyrtilegt „fadeaway“ stökkskot. Hún var stigahæst í liði Skallagríms í Vesturlandsslagnum. Ljósm. Skallagrímur. ÍA heimsótti Breiðablik í 1. deild karla í körfuknattleik að kvöldi síð- asta föstudags. Leikurinn var jafn framan af fyrsta leikhluta en eft- ir það tóku heimamenn öll völd á vellinum og unnu að lokum mjög stóran sigur, 102-62. Skagamenn höfðu raunar yfir- höndina í upphafsfjórðungnum. Leiddu að jafnaði með nokkr- um stigum þar til undir lok leik- hlutans þegar Blikar náðu að snúa taflinu sér í vil með skörpum leik- kafla. Þeir höfðu sjö stiga forystu, 26-19 eftir fyrstu tíu mínúturnar og litu aldrei til baka. Þeir stungu af í öðrum fjórðungi og leiddu með 19 stigum í hálfleik, 48-29 og á bratt- ann að sækja fyrir Skagamenn. Leikmönnum ÍA tókst ekki að saxa á forskot heimamanna í síðari hálfleik og voru aldrei líklegir til að koma sér inn í leikinn aftur. Blik- ar bættu lítið eitt við forskot sitt í þriðja leikhluta og enduðu síðan leikinn með látum og sigruðu með 40 stiga mun, 102-62. Derek Shosue var atkvæðamestur Skagamanna í leiknum með 23 stig, átta fráköst, fimm stoðsendingar og fjóra stolna bolta. Næstur hon- um kom Björn Steinar Brynjólfsson með 15 stig og 7 fráköst og þá skor- aði Sigurður Rúnar Sigurðsson 13 stig og tók fjögur fráköst. Skagamenn eru enn í 7. og næst- neðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir sjö leiki, tveimur stigum á eftir Vestra í sætinu fyrir ofan en tveimur stigum betur en botnlið Ármenninga. Næst leika Skagamenn á morg- un, fimmtudaginn 17. nóvember, þegar liðið fær Fjölni í heimsókn á Akranes. kgk Skagamenn steinlágu gegn Breiðabliki Derek Shouse og félagar hans í ÍA máttu sætta sig við mjög stórt tap gegn Breiða- bliki á föstudag. Ljósm. jho. Jakob Svavar Sigurðsson úr Hesta- mannafélaginu Dreyra var valinn gæðingaknapi ársins á uppskeru- hátíð Landssambands hestamanna- félaga sem fram fór laugardaginn 5. nóvember síðastliðinn. Jakob var tilnefndur í þremur flokkum; sem gæðingaknapi árs- ins, kynbótaknapi ársins og íþrótta- knapi ársins. Auk þess kom hann til greina sem knapi ársins. Fór svo að hann var valinn gæðingaknapi árs- ins, sem fyrr segir. „Jakob er þaul- vanur keppnismaður í hestaíþrótt- um og lætur til sín taka í öllum greinum,“ segir í umsögn valnefnd- ar. „Hann kom fjórum hestum inn á Landsmót í gæðingakeppninni og öll fóru þau í úrslit. Hæst þeirra fór hinn einstaki gæðingur Nökkvi frá Syðra-Skörðugili en þeir félagar stóðu uppi sem Landsmótssigur- vegarar í B-flokki gæðinga. Sýn- ingar Jakobs á Nökkva einkennd- ust af öryggi og fumlausu sambandi þeirra á milli sem undirstrikaði hæfileika hestsins.“ kgk Jakob Svavar valinn gæðingaknapi ársins Jakob Svavar Sigurðsson, hestaíþróttamaður úr Hestamannafélaginu Dreyra og gæðingaknapi ársins. Ljósm. ia.is. Lionsklúbbar á Vesturlandi í sam- starfi við fleiri aðila, stóðu á nokkr- um stöðum fyrir blóðsykursmæl- ingu um liðna helgi. Á Akranesi var mæling í samstarfi við Félag syk- ursjúkra og Apótek Vesturlands í verslunarmiðstöðinni við Smiðju- velli. Lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ voru í Átthagastofu Snæfellsbæjar í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Apótek Ólafsvíkur. Blóðsykursmælingin hefur verið árlega síðustu ár í tilefni af alþjóða- degi sykursjúkra 14. nóvember. mm Svipmynd frá blóðsykursmælingu í Ólafsvík. Ljósm. þa Lions og fleiri stóðu fyrir blóðsykursmælingu Magnús Sigurðsson: „Nei, en ég átti mörg gæludýr þegar ég bjó í sveitinni.“ Helga Sigurðardóttir: „Já, ég á þrjú gæludýr. Tvo hunda og einn kött.“ Stella Bára Eggertsdóttir: „Já, páfagauk sem heitir Kókó.“ Böðvar Þorvaldsson: „Nei, hef aldrei átt gæludýr.“ Kristín Guðjónsdóttir: „Nei, ég á ekki gæludýr.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.