Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20166 Dagur nýsköp- unar framundan VESTURLAND: Dagur ný- sköpunar og úthlutunarhá- tíð Uppbyggingasjóðs Vest- urlands verður haldin í Land- námssetrinu í Borgarnesi miðvikudaginn 23. nóvember næstkomandi. Úthlutað verð- ur styrkjum úr Uppbygging- arsjóði Vesturlands til nýsköp- unar í atvinnulífi, en úthlutað er úr sjóðnum til nýsköpunar tvisvar á ári. Síðast var úthlut- að í lok marsmánaðar og er því um seinni úthlutun þessa árs að ræða. Bjarni Már Gylfason frá Samtökum iðnaðarins og Oddur Sturluson frá Icelandic Startup flytja erindi um ný- sköpun. Í lok dagskrár verða síðan afhent nýsköpunarverð- laun Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fyrir árið 2016. Viðburðurinn er öllum opinn og hefst dagskrá kl. 13:30. -kgk Ýmis óhöpp en flest án meiðsla VESTURLAND: Alls urðu sjö umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í síðustu viku, öll án mikilla meiðsla að því best er vitað. Erlendir ferðamenn misstu bílaleigubíl sinn út af við Miðá í Dalabyggð. Þeir voru í ör- yggisbeltum og sluppu með skrekkinn. Lítill jeppi fór út af í hálku og valt á Vestfjarðavegi í norðanverðri Bröttubrekku um helgina. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir flutt- ir til aðhlynningar á heilsu- gæslustöðina í Búðardal. Þá valt fólksbíll ofan við Borgar- nes og var erlendur ökumaður hans fluttur til aðhlynningar á heilsugæslustöðina í Borgar- nesi. Lítill fólksbíll flaut upp í mikilli rigningu á Snæfells- nesvegi um sl. helgi og rann út af og valt. Tveir menn voru í bílnum og sakaði þá ekki en bíllinn var óökufær eftir velt- una. -mm Sveitarfélög hætta að greiða húsaleigubætur LANDIÐ: Um næstu ára- mót munu sveitarfélög hætta að greiða húsaleigubætur. Í stað þeirra munu koma húsnæðisbætur sem greidd- ar verða af ríkinu í gegnum Vinnumálastofnun. Heima- síðan www.husbot.is hef- ur þegar verið opnuð en þar er hægt að fá nánari upp- lýsingar, reikna út upphæð- ir til húsnæðisbóta og fleira. Innan skamms verður hægt að sækja um húsnæðisbæt- ur þegar „mínar síður“ verða teknar í gagnið en þar verð- ur hægt að skrá sig inn og sækja um bæturnar. Sérstak- ar húsaleigubætur og stuðn- ingur vegna leigu ungmenna á heimavistum og námsgörð- um verða enn hjá sveitarfé- lögum. -grþ Dóp fannst við húsleit AKRANES: Ætlað amfeta- mín, kannabis og læknadóp fannst við húsleit í kjallara- íbúð á Akranesi um liðna helgi. Fjórir piltar voru handteknir og færðir til yf- irheyrslu hjá Lögrelunni á Vesturlandi. Tveir piltanna voru undir lögaldri. -mm 40% meiri uppsjávarafli MIÐIN: Fiskafli íslenskra skipa í október síðastliðnum var rúmt 81 þúsund tonn. Er það er 13% meiri afli en í október 2015. Þetta kem- ur fram á vef Hagstofunnar. Botnfisksafli nam rúmum 40 þúsund tonnum og dróst sam- an um tvö prósent samanbor- ið við október í fyrra. Aukn- ing varð í þorski á milli ára en samdráttur í öðrum botn- fisktegundum. Uppsjávarafl- inn var tæp 39 þúsund tonn í október sem er 40% meiri afli en í sama mánuði í fyrra. Síld var uppistaðan í uppsjáv- araflanum, en rúm 32 þús- und tonn veiddust af henni samanborið við tæp 23 þús- und tonn í október 2015. Sé litið til tólf mánaða tímabils frá nóvember 2015 til októ- ber 2016, hefur heildaraflinn dregist saman um 232 þúsund tonn, eða 18 prósent saman- borið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Á þessu sama tímabili hefur botnfiskafli aukist um ellefu prósent, en samdrátt- ur í heildarafla skýrist fyrst og fremst af minni loðnuafla. Metinn á föstu verðlagi var aflinn í október síðastliðnum 2,9 prósent meiri en í sama mánuði í fyrra. -kgk Pósturinn þjón- ustar Símann LANDIÐ: Íslandspóstur er nýr þjónustuaðili Símans. Í fréttatilkynningu segir að hjá Póstinum geti viðskipta- vinir Símans nú nálgast allan nauðsynlegan búnað. „Fag- lega ráðgjöf varðandi net- og símamál veita þjónustu- fulltrúar í þjónustuveri Sím- ans í síma 800-7000,“ segir í tilkynningu. -mm Fyrsta skóflustungan að nýrri við- byggingu við Sjóminjasafnið á Hellissandi var tekin 1. nóvem- ber síðastliðinn. Heilmikil vinna stendur nú fyrir dyrum við safn- ið en töluverðar framkvæmdir eru framundan nú í vetur. „Við erum að taka safnið alveg í gegn. Við ætlum að stækka það um rúmlega 70 fer- metra og í viðbyggingunni verður afgreiðsla þar sem hægt verður að selja minjagripi og kaffiaðstaða,“ segir Þóra Olsen, stjórnarmeðlim- ur Sjóminjasafnsins, í samtali við Skessuhorn. Hún segir að einn- ig standi til að taka salina í gegn en þar verða settar upp tvær sýn- ingar. Það er Björn G. Björnsson, sýninga- og leikmyndahönnuður, sem sér um sýningarnar en Lúð- vík V. Smárason sá um hönnun á nýju viðbyggingunni. Önnur sýn- inganna mun sýna náttúruna við haf og strönd en hin sjósókn und- ir Jökli. „Þar verður aðalsýning- argripurinn bátur sem alltaf hef- ur verið í safninu. Það er Blikinn, elsti bátur landsins, en hann frá árinu 1826. Í raun er safnið byggt utan um hann upphaflega,“ segir Þóra. Verkefnið er styrkt af Snæ- fellsbæ og af útgerðarfyrirtækj- um í Rifi og á Hellissandi. „Þetta væri ekki hægt ef Snæfellsbær og útgerðirnar væru ekki að styrkja okkur. Við erum heppin með að fá svona góða aðstoð.“ Verður tilbúið næsta sumar Ný stjórn tók við í safninu í fyrra og segir Þóra að ákveðið hafi ver- ið að bæta aðstöðuna í safninu og gera aðkomuna skemmtilegri. „Safnið var óklárað og í raun eng- in heild í því. Við ákváðum því að lífga upp á það fyrir bæjarfélag- ið. Eins er mikið af ferðamönnum sem stoppar hér á svæðinu en Þor- valdarbúð er hluti af safninu, síð- asta þurrabúðin á Hellissandi. Svo á Þjóðgarðsmiðstöðin nýja að rísa rétt við hliðina á okkur,“ útskýr- ir Þóra. Hún segir að fyrsta verk- efnið sem ný stjórn tókst á við hafi verið að klára bátaskýli sem byggt var 2008. „Við kláruðum að ein- angra það og setja rafmagn síðasta vetur. Við fórum svo á fullt núna 15. september eftir að safnið lok- aði og ætlum að reyna að klára þetta fyrir sjómannadaginn á næsta ári, það er stefnan,“ segir Þóra en öll vinna stjórnarinnar við safn- ið er unnin í sjálfboðastarfi. „Við stefnum svo að því að hægt verði að hafa safnið opið allt árið eft- ir þessar breytingar. Þetta verður vonandi voðalega flott,“ segir Þóra Olsen að endingu og bætir því við að ef einhverjir eru áhugasamir um að styðja við uppbyggingu safnsins þá er hægt að leggja inn á reikning 0190-26-2840. Kt: 550904-2840. grþ/ Ljósm. Sjóminjasafnið, þo. Sjóminjasafnið á Hellissandi stækkað Örn Hjörleifsson tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við safnið 1. nóvember sl. Önnur af sýningunum sem settar verða upp mun heita Sjósókn undir Jökli. Þar verður Blikinn aðalsýningargripurinn en hann er elsti bátur landsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.