Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20164 Kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðar- sveit fagnar 80 ára afmæli á þessu ári. Félagið hefur í gegnum tíðina styrkt ýmis góð málefni í heima- byggð og á því er engan bilbug að finna. Í síðustu viku afhentu kven- félagskonur sundlauginni í Heiðar- borg hjartastuðtæki að gjöf, ásamt blástursmaska og veggskáp. Sig- ríður Lára Guðmundsdóttir, starf- andi skólastjóri í Heiðarskóla, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd Hval- fjarðarsveitar. Að sögn Hjördísar Stefánsdóttur formanns Liljunnar var gjöf þessi afrakstur af páskaliljusölunni hjá félaginu í vor. „Íbúar Hvalfjarðar- sveitar tóku einstaklega vel á móti okkur félagskonum í sölunni og studdu okkur það vel að hægt var ráðast í þessi kaup. Þakkar kven- félagið íbúum sérstaklega vel fyrir það,“ segir Hjördís. mm Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Upplýsingaöld á augabragði Ekki var laust við að það færi um fólk á miðvikudagsmorgun síðasta þeg- ar það fyrsta sem heyrðist og sást í fjölmiðlum væri að dáðadrengurinn Donald Trump væri að verða forseti Bandaríkjanna. Engu að síður hefði heimsbyggðin átt að vera farin að venjast því að fréttir berist af óvæntum niðurstöðum kosninga. Nægir að nefna þegar eldri Bretar kusu með úrsögn úr Evrópusambandinu, að því er virtist öllum að óvörum. Af þessu má ljóst vera að heimurinn er að breytast og það sem meira er, hin ýmsu hreyfiöfl samfélagsins eru bókstaflega á fleygiferð og enginn getur breytt því. Ljóst er að ekki er lengur treystandi á skoðanakannanir. Við sáum í al- þingiskosningunum hér heima að niðurstaðan varð allt önnur en spáð hafði verið. Í Bandaríkjunum gerðist það sama. Ýmsar ástæður hafa verið nefnd- ar. Meðal annars sú að þar í landi hringja skoðanakannana fyrirtækin ein- ungis í heimasíma vegna kostnaðar við að hringja í farsíma. Þegar fólk sem einungis hefur farsíma er útilokað kemur í ljós að þeir sem eftir eru varpa ekki ljósi á meðaltalið og myndin skekkist. Svo er líklega hluti skýringar- innar að margir sem hugðust kjósa Trump voru ekki að bera þær skoðanir á torg, áttu það bara einir með sér í kjörklefanum. Margir hafa velt fyrir sér í kjölfar þessa hlutverki og vægi hefðbundinna fjölmiðla. Réttilega er bent á að stærstu samfélagsbreytingar okkar tíma eru einmitt að verða innan fjölmiðlaheimsins. Meðal annars geta nú allir átt sína opinberu rödd í gegnum samfélagsmiðla. Vandamálið við það er að enginn veit hversu margir eða hvort einhverjir eru að hlusta á þær raddir. Samskipti hópa eiga sér nú stað innan afmarkaðra „grúppa“ og einhvern veginn ríkir undarlegt ástand upplausnar. Upplýsingar á samfélagsmiðlum eru síaðar út frá áhugasviðum og hvergi er dýrara að markaðssetja vöru en einmitt á stærstu samfélagsmiðlunum. Eftir standa hinir hefðbundnu fjöl- miðlar sem höfðu það hlutverk að breiða út boðskap, segja hlutlausar frétt- ir, boða traust og trúverðugleika með gegnsæum fréttaflutningi. En slíkt skiptir ekki lengur máli. Meira að segja í þessum stóru kosningum vest- anhafs kemur í ljós að ekki er lengur hægt að reiða sig á fjölmiðlana til að varpa ljósi á hina pólitísku stöðu. Í dag eru það samfélagsmiðlar eins og Facebook og Google sem leiða þróunina í fjölmiðlun. Þannig er nútíminn og hvergi annarsstaðar kem- ur rödd peninganna sterkar fram. Gamla fjölmiðlafólkið sem sífellt er að hlaupa á eftir breytingum, hleypur einfaldlega ekki nógu hratt. Saman sækja þessir risar í nútíma fjölmiðlum yfir 95% af öllum nýjum fjármunum sem renna til markaðsmála. Bandaríkin eru leiðandi í þessari þróun og vef- miðlar sækja á ógnarhraða á aðrar miðlunarleiðir. Þróunin er einvörðungu í eina átt. Allflestir netmiðlar treysta orðið algjörlega á Facebook og Google til að stýra til sín traffík og þurfa að greiða fyrir háu verði. Fjölmiðlafyrir- tæki gera hvað þau geta til að aðlaga sig að þessu nýja umhverfi og verja umtalsverðu fjármagni til að nýta sér þjónustur þessara risa á markaðnum. Jafnvel þótt þeir viti að þetta eru þeirra stærstu samkeppnisaðilar og eru að ógna tilveru þeirra. Það er því hart sótt að hefðbundnum fjölmiðlum hvarvetna í heimin- um og það sama gerist hér á landi. Jafnvel þótt t.d. RUV myndi hverfa af auglýsingamarkaði er nánast öruggt að núverandi samkeppnisaðilar þeirra munu ekki njóta. Það markaðsfé íslenskra fyrirtækja sem myndi losna færi umsvifalaust til erlendra risa á borð við Google, Facebook, Snapchat, Musi- cal.ly og hvað þeir heita allir saman. Fjölmiðlun er nefnilega það sem breyt- ist mest og hraðast í þessum heimi. Það sem áður gerðist á einni upplýs- ingaöld, gerist nú á nokkrum mínútum. Donald Trump var sá sem fyrstur fattaði þetta og því sigraði hann. Magnús Magnússon. Leiðari Kvenfélagið Lilja gaf hjarta- stuðtæki í sundlaugina Laugardaginn 12. nóvember sl. var Rótarýbrúin yfir Berjadalsá í Akra- fjalli tekin niður. Rótarýfélagar tóku brúna í sundur, en hún er smíðuð í tvennu lagi, og nutu aðstoðar félaga í Björgunarfélagi Akraness. Rótarýklúbbur Akraness brúaði Berjadalsá fyrir mörgum árum til að auðvelda göngufólki sem vildi ganga á Háahnúk að fara vinsæla leið um svokallaða Selbrekku. Fyrstu brýrnar yfir ána skemmdust eða eyðilögðust í vetrarveðrunum. Ís og jakahröngl í ánni fór sérstaklega illa með brýrn- ar. Núverandi brú var smíðuð fyrir nokkrum árum og þá var ákveðið að taka brúna upp á haustin og setja aft- ur niður á vorin. mm/jbb Rótarýbrúin yfir Berjadalsá tekin niður Tveir menn voru tilkynntir fyrir ut- anvegaakstur í utanverðum þjóðgarði Snæfellsjökuls síðastliðinn fimmtu- dag. Náði tilkynnandinn ljósmynd- um af akstri viðkomandi jeppa máli sínu til stuðnings. Í frétt frá Lög- reglunni á Vesturlandi segir að þeg- ar lögreglan hafi stöðvað mennina á Snæfellsnesvegi hafi fljótlega vakn- að grunur um að þeir hefðu verið á rjúpnaveiðum og það í þjóðgarði þar sem öll meðferð skotvopna er stranglega bönnuð. Auk þessa bæt- ist við sú staðreynd að rjúpnaveiði- helgin hófst ekki fyrr en daginn eft- ir, á föstudegi. Viðurkenndu menn- irnir að hafa verið á ólöglegum skot- veiðum og að hafa ekið utan vegar í umrætt skipti. Lögreglan lagði hald á 13 rjúpur sem mennirnir höfðu skotið í þjóðgarðinum gær. mm Staðnir að þreföldu broti samtímis Kolbrún Ingólfsdóttir og Hermann Jóhannesson frá Kleifum óku að þessu myndarlega grjóti á veginum inn Gilsfjörðinn þegar þau voru þar á ferðinni um næstsíðustu helgi. Samkvæmt þeirra heimildum hafði hrunið úr hlíðinni einhverjum dög- um áður. Þau settu sig í samband við Vegagerðina sem brást skjótt við og sá um að hreinsa veginn með hjálp stórvirkrar vinnuvélar frá Hafliða Ólafssyni frá Garpsdal í Reykhólasveit. sm/ Ljósm. ki. Stórgýti féll á veginn í Gilsfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.