Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201610 Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaup- staðar 8. nóvember sl. var frumvarpi að fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyr- ir árið 2017 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2018-2020 vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. Hún er ráð- gerð 13. desember næstkomandi. Árið 2017 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu í A hluta, rúmlega 185 milljónum króna og 171 millj- óna króna afgangi í samstæðunni í heild, A og B hluta. Skuldahlutfall A hluta verður 92,6% og skulda- hlutfall A og B hluta saman verður 88%. Skuldahlutfall samstæðunnar lækkar verulega á milli ára, þar sem lífeyrisskuldbinding vegna hjúkr- unarheimilisins Höfða verða yfir- færðar til ríkisins frá og með yfir- standandi ári í samræmi við sam- komulag fjármálaráðherra og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga sem nýverið var sagt frá í Skessuhorni. Skuldahlutfall A hluta lækkar einn- ig mikið þar sem afborganir af lán- um hafa verið töluverðar en Akra- neskaupstaður hefur greitt niður langtímalán um 1,7 milljarð króna á undanförnum fimm árum. Gert er ráð fyrir 2,1 millj- arði króna í fjárfestingar og fram- kvæmdir á árunum 2017 til 2020 án þess að gripið verði til lántöku. Á bæjarstjórnarfundinum kom fram að samstaða ríki á meðal bæjarfull- trúa um helstu verkefni sem þarf að ráðast í á næstu árum, meðal ann- ars endurbyggingu gatna og upp- byggingu og viðhald á íþrótta- mannvirkjum og skólahúsnæði. Ennfremur þarf að huga að frek- ari þróun á Dalbrautarreit og Sem- entsreitnum. Bæjarfulltrúar lýstu yfir ánægju með þá samvinnu sem hefur átt sér stað á milli meirihluta og minnihluta við forgangsröð- un verkefna en haldnir hafa verið þrír vinnufundir með öllum bæjar- fulltrúum þar sem farið hefur verið yfir fyrirliggjandi verkefni og ósk- ir. Fjárfestinga- og framkvæmda- áætlun verður tekin fyrir við síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 13. desember, en samþykkt var að fela skipulags- og umhverf- isráði að ganga endanlega frá for- gangsröðun verkefna til fjögurra ára og senda tillögu þar að lútandi til bæjarráðs. Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvari á næsta ári, 14,52%, sömu álagn- ingarhlutföllum í fasteignasköttum og á árinu 2016 og lóðarleigu sem verði áfram 1,598% af fasteigna- matsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsa- lóða. Þjónustugjaldskrár taki mið af verðlagsþróun og munu hækka um 3,2%. Íbúafjölgun á Akranesi er tæplega 2% á milli áranna 2015 og 2016 en íbúum hefur fjölgað um 136 á einu ári og býr nú 7.021 á Akranesi. mm Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir næsta ár sem og þriggja ára áætlun var lögð fram á fundi sveit- arstjórnar í síðustu viku og sam- þykkt til síðari umræðu. Geirlaug Jóhannsdóttir fulltrúi meirihlut- ans fylgdi áætluninni úr hlaði. Þar kemur fram að gert er ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 130,7 millj- ónir króna fyrir A og B hluta sveit- arsjóðs og að veltufé frá rekstri er áætlað 386,6 milljónir. Ekki er gert ráð fyrir lántökum á næsta ári og heimild í fjárhagsáætlun fyrir yf- irstandandi ár til lántöku var ekki nýtt frekar en árið 2015. Skuldir hafa því farið lækkandi og er áætl- að að skuldahlutfall verði 125,8% árið 2017. „Staða sveitarsjóðs hefur vænkast verulega á undan- förnum árum og uppfyllir Borg- arbyggð nú ríflega lágmarksvið- mið Eftirlitsnefndar með fjármál- um sveitarfélaga um skuldaviðmið og rekstrarjöfnuð,“ sagði Geirlaug Jóhannsdóttir í kynningu á fjár- hagsáætlun. Aðrar lykiltölur í fjárhagsáætlun eru þær að áætlað er að skatttekjur hækki um 213 milljónir króna milli áranna 2016 og 2017 og muni nema 2.993 millj. kr. á næsta ári. Það er 7% hækkun miðað við útkomuspá fyrir árið 2016. Útsvar- stekjur eru áætlaðar að nemi 1.592 millj. kr. og hækka um 7,6% mið- að við útkomuspá fyrir árið 2016. Áætlað er að fasteignaskattur nemi um 450 millj. kr. sem er 2% hækk- un frá 2016. Fasteignagjöld á íbúð- arhúsnæði munu lækka frá fyrra ári því álagningarprósenta verður lækkuð úr 0,49 í 0,47. Áætlað er að framlög Jöfnunarsjóðs nemi 891 millj. kr. sem er 10% hækkun frá áætlaðri útkomu 2016. Mötuneyti og færsla leikskóla stærstu verkefnin Á næsta ári er ráðgert að Borgar- byggð framkvæmi fyrir 275 millj- ónir króna. Stærsta einstaka fram- kvæmdin er viðbygging á fjölnota matsal við Grunnskóla Borgarness en áætlaður kostnaður við bygg- inguna er um 300 milljónir króna sem dreifist á tvö ár. Framkvæmd- ir hefjast næsta vor. Næst-stærsta framkvæmdin sem ráðist verður í á næsta ári er flutningur leikskól- ans Hnoðrabóls frá Grímsstöð- um og á Kleppjárnsreyki og ger- ir framkvæmdaáætlun ráð fyrir um 80 milljónum króna í þá fram- kvæmd en sala eigna mun að hluta til koma á móti þeim kostnaði. Malbikun Kveldúlfsgötu í Borg- arnesi og endurnýjun gangstétta verður framkvæmd á vormánuðum 2017 og kostar sú framkvæmd um 60 milljónir króna. Í tillögum meirihlutans um áhersluverkefni kemur einnig fram að Frístundakort verður tekið upp í Borgarbyggð á næsta ári í fyrsta sinn. Framlag fyrir hvert barn á aldrinum 6-18 ára verður samtals 20.000 á ári. Markmið framlags- ins er að hvetja til þess að öll börn og ungmenni taki þátt í frístund- astarfi í Borgarbyggð, óháð efna- hag. Í fjárhagsáætlun kemur einnig fram að til stendur að selja núver- andi húsnæði leikskólans Hnoðra- bóls á Grímsstöðum auk parhúss á Kleppjárnsreykjum til að mæta kostnaði sveitarfélagsins við flutn- ing leikskólans að Kleppjárnsreykj- um. Minnihlutinn bókaði Guðveig Eyglóardóttir oddviti Framsóknarflokks í minnihluta sveitarstjórnar lagði fram bók- un vegna afgreiðslu fjárhagsáætl- unar. Þar segir m.a. að ljóst sé að vinna við hagræðingu í rekstri síðla árs 2014 og á árinu 2015, átak í sölu eigna og auknar skatttekjur hafa skilað þeim árangri að sjóðs- staða sveitarfélagsins er nú mjög góð. En eins og kunnugt er náð- ist mikill árangur í rekstri sveitar- félagsins á árinu 2015 og veltufé frá rekstri tvöfaldaðist milli ára. „Með Brúnni til framtíðar voru sett þau markmið að rekstur sveitarfélags- ins stæði undir 200 milljóna króna fjárfestingu að jafnaði árlega. Í þeirri áætlun sem hér er sett fram er gert ráð fyrir 295 milljóna króna fjárfestingu sem kann að skýrast af því að lítið sem ekkert hefur ver- ið framkvæmt á yfirstandandi ári. Það þýðir þó að gengið verður á handbært fé sem nemur 135 millj- ón krónum í A hluta. Ef vilji er fyr- ir því hjá meirihluta sveitarstjórn- ar að halda sig við þau markmið sem samþykkt voru með Brúnni til framtíðar um að sala eigna væri m.a nýtt til að greiða niður skuldir um- fram afborganir lána og að rekstur sveitarfélagsins standi undir fjár- festingum til framtíðar er nauð- synlegt að upplýsingar liggi fyrir um áætlanir þar að lútandi,“ segir í bókun Framsóknarflokks. Vilja að næst verði ráðist í stækkun íþróttahúss Fulltrúar Framsóknarflokksins í sveitarstjórn vöktu athygli á því að samkvæmt mannfjöldaspá væri eðlilegt að næsta stóra verkefni á eftir Grunnskólanum í Borgar- nesi verði að ráðast verði í veru- legar endurbætur og viðbyggingu á íþróttahúsinu í Borgarnesi. „Hús- ið er löngu sprungið vegna mikillar aðsóknar. Mikilla endurbóta er þörf og fyrir liggur að ekki hefur náðst að ljúka við framkvæmdir sem þó þegar hefur verið hafist handa við. Þá er ljóst að eldri borgurum mun fjölga næstu árin og mikilvægt er að leggja grunn að því að aðstaða fyr- ir alla aldurshópa til heilsueflingar og félagsstarfs sé eins góð og kost- ur er, enda verður það eðlileg krafa til framtíðar. Mannfjöldaspár gefa það einnig til kynna að það sé for- gangsverkefni að ráðast í viðbygg- ingu og framkvæmdir við leikskól- ann Klettaborg.“ Hækka ekki í takt við ákvörðun Kjararáðs Loks má geta þess að Björn Bjarki Þorsteinsson forseti sveitarstjórn- ar lagði fram bókun vegna launa- hækkana: „Sveitarstjórn Borgar- byggðar samþykkir að laun kjör- inna fulltrúa og nefndarmanna hjá sveitarfélaginu taki ekki mið af hækkunum samkvæmt nýfölln- um úrskurði Kjararáðs. Ákvörðun þessi verður endurskoðuð þegar Alþingi hefur tekið til umfjöllunar úrskurð Kjararáðs.“ Bókun Björns Bjarka var samþykkt samhljóða. mm Skuldahlutfall Akraneskaupstaðar snarlækkar Byggja mötuneyti við grunnskólann í Borgarnesi og færa Hnoðraból Staða sveitarsjóðs Borgarbyggðar hefur vænkast á síðustu árum og ákvæði um skuldaviðmið eru ríflega uppfyllt Stærsta verkefni sveitarfélagsins á næsta ári verður að hefja byggingu mötuneytis við grunnskólann í Borgarnesi. Leikskólinn Hnoðraból verður færður að Kleppjárnsreykjum og heimild veitt til sölu núverandi leikskólahúss.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.