Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201624 Laugardaginn 12. nóvember var Skátafélagið Stígandi með opið hús í Dalabúð í Búðardal. Þar var ýmislegt gert til að safna peningum fyrir börn í Sýrlandi en ágóðinn á að renna í byggingu skóla. Skátarnir voru með markað og kaffisölu en einnig stóð gestum til boða að kasta rjóma í Kristján Meldal skátaforingja, eða Kidda kennara eins og hann er oftast kallaður, og borga 200 krónur fyr- ir. Samkaup Strax styrkti gjörning- inn með því að leggja til rjómann og það stóð ekki á gestum að taka þátt í rjómakastinu. Elín Huld Jóhannes- dóttir skáti tók að sér að halda utan um söfnunina og vill hún benda á að enn er hægt að styrkja málefnið með frjálsum framlögum á reikning í Arion banka: 0312-13-110071, kt. 650308-0770. sm Skátafélagið Stígandi safnar fyrir börn í Sýrlandi Skátarnir skemmtu sér vel í rjómakastinu. Það var margt að finna á markaðsborðum skátanna og sölumenn áhugasamir í sínum störfum. Feðgar á ferð eru safndiskur sem kominn er út með þáttum af Stöð 2 sem sýndir voru í sumar og fyrra- sumar, alls tuttugu þættir. Í þáttun- um heimsækja þeir feðgar, Magn- ús Hlynur Hreiðarsson fréttamað- ur á Selfossi og Fannar Freyr Magn- ússon, jákvætt og skemmtilegt fólk á Suðurlandi, Suðurnesjum, Vest- urlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið er á öllum aldrei og hefur frá mörgum skemmtilegu að segja. Já- kvæðni og lífsgleði er mottó þátt- anna. Nú gefst öllum tækifæri á á að sjá þættina, ekki síst þeim sem eru ekki áskrifendur á Stöð 2 og misstu því af þáttunum. Í þáttunum eru 16 systkinin frá Kjóastöðum í Biskupstungum m.a. heimsótti, 80 ára afmæli Björns Sig- urðssonar, bónda í Úthlíð er gerð góð skil, farið er í sauðburð á Skarð í Landsveit, Guðni Guðmundsson dósasafnari á Þverlæk í Holtum er heimsóttur, skrýtnustu hunda lands- ins eru skoðaðir, farið er í sjósund á Akranes, frábær tónlistarfjölskylda í Borgarnesi er heimsótt, skeiða- spilari í Keflavík fer á kostum, tek- ið er hús á Þórði Tómassyni, 95 ára í Skógum, 9 ára undrabarn í píanó- leik er heimsótt og einn þáttur er um þá staðreynd að ekkert kynlíf er á himnum svo eitthvað sé nefnt um efnistök þáttanna. Hægt er að panta DVD diskana á heimasíðunni www.fedgaraferd.is -fréttatilkynning Feðgar á ferð á tveimur DVD diskum Feðgarnir Magnús Hlynur Hreiðarsson og Fannar Freyr sem eru nú komnir með þætti sína á tvo DVD diska í sama hulstrinu. Þessa dagana er Þorleifur Geirs- son að gefa út Borgarnes dagatalið 2017. Þetta er í sjöunda skipti sem hann gefur dagatalið út, en um er að ræða veggdagatal með 13 ljós- myndum sem teknar eru í Borgar- nesi í öllum mánuðum ársins. Hægt er að skoða myndirnar og sjá nánari upplýsingar á slóðinni: http://www. hvitatravel.is/dagatal mm Borgarnes dagatalið komið út Í þessari viku kemur út hjá bókaútgáfunni MTH bókin Á Akranesi, þættir um sögu og mannlíf. Hér er á ferð bók með ýmsum greinum sem Ásmundur Ólafsson hefur skráð og birst hafa áður í ýmsum blöðum og tímaritum, svo sem Skessu- horni, Árbók Akurnesinga, Heima er Bezt og Morg- unblaðinu. „Þegar ég fór að taka saman og skoða þessar greinar kom í ljós að margar þeirra tengjast með einum eða öðrum hætti afa mín- um Þórði Ásmundssyni og hans fólki sem kennt hefur verið við Grund. Flest fjalla þessi skrif mín þó, á sína vísu, um atvinnusögu og mannlíf bæjarins. Þær lýsa þróun samfélags á 20. öld þegar nútíminn heldur inn- reið sína með nýrri tækni og umbyltingu atvinnuhátta,“ segir Ásmundur. Hann segir að ein af ástæðum þess að hann fór að taka saman efni úr atvinnusögu Akraness hafi verið sú að honum fannst að mörgum einstakling- um, flestum tengdum sjávarútvegi, og sem höfðu verið í fararbroddi á ýmsum sviðum, höfðu ekki ver- ið gerð skil sem skyldi. „Fram- kvæmdamenn af Akranesi beittu sér ekki eingöngu að sjávarútvegi og verslun svo sem eðlilegt gat talist, búandi hér við sjávarsíðuna, heldur voru þeir einnig í fararbroddi þegar um landbúnað og ýmislegt honum tengt var að ræða. Og þegar litið er yfir ævi- starf frumkvöðlanna vek- ur athygli hversu miklu þeir fengu áorkað. Tveir af þessum athafnamönnum, Bjarni Ólafsson og Þórður Ásmundsson, létust báðir á besta aldri. Bjarni drukkn- aði í hörmulegu slysi 1939, 54 ára gamall, og Þórður lést 1943, 58 ára að aldri.“ Ásmundur segir að strax í æsku hafi honum og systk- inum hans verið bent á að kynna okkur sögu bæjarins, örnefni, gömul og ný bæjar- nöfn og einnig nöfn fólksins, ekki síst þess sem gert hafði garðinn frægan. „Áhuginn á fortíðinni eykst með árun- um og ég hef haft gaman af að heimsækja gamla fólkið og hlusta á það segja frá lífi sínu og starfi. Einnig miðl- uðu foreldrar mínir, frænd- ur og vinir ýmsu frá mann- lífinu hér á Skaga sem fróð- legt var að heyra. Þess sést víða stað í þessum skrifum og eru sagnaþul- um færðar þakkir fyrir. Ljósmynda- safni Akraness er ennfremur færðar sérstakar þakkir.“ mm Bók með greinasafni Ásmundar Ólafssonar Þórður Tómasson í Skógum hefur sent frá sér bókina Mjólk í mat og er það 23. bók hans. Hér er á ferð- inni alhliða fræðirit um mjólkurvinnslu gamla bændasamfélagsins. Út- gefandi er Sæmundur á Selfossi. Listin að koma ull í fat og mjólk í mat var undirstaða mannlífs á Íslandi allt frá upp- hafi byggðar. Hún var mælikvarði á mann- gildi. Svo segir í upp- hafsorðum bókarinnar en í bóinni er gerð ít- arleg grein fyrir verk- menningu og þjóðhátt- um sem tengjast mjólk- uriðnaði gamla bænda- samfélagsins. Höfund- ur segist sjálfur vera að greiða upp í skuld sína við þá kynslóð sem lagði honum gull í lófa með fræðslu um líf for- feðra og formæðra. Um leið er verk Þórðar skuldalúkning allrar þjóðar- innar við hina fornu þjóðmenningu og gullfótur undir framtíð mjólkur- iðnaðar á Íslandi. Safnvörðurinn og rit- höfundurinn Þórður í Skógum hefur lagt stund á rannsóknir í þjóðfræði um áratuga skeið og leitar víða fanga í þessu nýjasta riti sem kemur út, nú þeg- ar höfundur er hálftíræð- ur. Heimildamenn Þórðar eru af öllu landinu. Minni þeirra og frásagnarsvið ná vítt og allt aftur á þriðja aldarfjórðung 19. aldar. Bókina prýða frásagnir af körlum og kerlingum gamla bændasamfélagsins og fyrr en varði situr les- andinn í dimmu og hlýju fjósi og heyrir þegar spen- volg bunan fyllir skjólu hinnar íslensku mjalta- konu. Brooks Walker ljós- myndari og fjölmargir aðr- ir myndasmiðir hafa léð bókarhöfundi krafta sína. Þá hafa óformleg samtök hollvina Þórðar Tómas- sonar og fjárframlag frá Mjólkursamsölunni tryggt fram- gang verksins. -fréttatilkynning Mjólk í mat er ný bók eftir Þórð í Skógum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.