Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 20168 Lögregla vill lækka hámarks- hraða BORGARNES: Tveir ungir ökumenn voru teknir á 82 km hraða í gamla bænum í Borg- arnesi síðastliðið föstudags- kvöld en þar er leyfður há- markshraði 30 km á klukku- stund. Talið er að þeir hafi verið í spyrnukeppni þeg- ar þeir voru teknir. Piltarnir verða að sögn lögreglu ákærð- ir yfir athæfið. „Lögreglustjór- inn á Vesturlandi hefur ítrekað lagt til við sveitarstjórn Borg- arbyggðar að lækka leyfðan hámarkshraða á Borgarbraut í Borgarnesi þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst. Víðast hvar í bænum er 30 km hámarkshraði sem og í öllum íbúðahverfum bæjarins,“ segir lögregla. -mm Gekk í skrokk á konu sinni BORGARFJ: Í vikunni sem leið fékk Lögreglan á Vestur- landi tilkynningu um mann sem hefði gengið í skrokk á sambýliskonu sinni þar sem þau dvöldu í orlofsbústað í Borgarfirði ásamt börnum sínum. Lögreglan fór á stað- inn ásamt fulltrúum barna- verndarnefndar Borgarbyggð- ar. Var maðurinn handtekinn og fluttur á lögreglustöð til yf- irheyrslu og konan var flutt á heilsugæslustöð til aðhlynn- ingar. Málið er í rannsókn hjá rannsóknardeild LVL. -mm Bílvelta á Holtavörðuheiði HÚNAV.S: Ung kona var flutt með þyrlu Landhelgis- gæslunnar á Landspítalann seint á sunnudagskvöldið eft- ir bílveltu á Holtavörðuheiði. Mbl.is greindi frá. Haft var eftir lögreglunni á Blönduósi að meiðsli konunnar hafi ekki verið eins alvarleg og í fyrstu hafi verið talið. Farþegi í bíln- um slapp án meiðsla. Hálku- blettir voru á heiðinni þegar slysið varð og hvasst í veðri. Bifreiðin er talin ónýt. -mm Fresta hækkun- um launa AKRA-BORG: Laun kjör- inna fulltrúa í sveitarstjórnum taka almennt mið af þingfar- arkaupi, en eins og kunnugt er tók Kjararáð ákvörðun um að hækka laun æðstu emb- ættismanna og þingmanna um 20-44%. Sú ákvörðun var tekin á kjördag, 29. október sl. og hefur vakið mikla um- ræðu í þjóðfélaginu. Í síðustu viku tóku bæði sveitarstjórn Borgarbyggðar og bæjarstjórn Akraneskaupstaðar þá ákvörð- un að fresta hækkunum bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa þar til Alþingi hefur komið sam- an og rætt fyrrgreinda hækkun Kjararáðs. Laun sveitarstjórn- arfulltrúa eru 19% af þingfar- arkaupi og því hefði hækkun almennra sveitarstjórnarfull- trúa að óbreyttu átt að verða um 64 þúsund krónur á mán- uði. -mm Ljósleiðara- væðing þokast af stað BORGARBYGGÐ: Í fjár- hagsáætlun fyrir sveitarfé- lagið Borgarbyggð kemur fram að vinna er hafin við frumhönnun og kostnað- armat vegna lagningu ljós- leiðara um dreifbýli sveitar- félagsins. Sveitarfélagið áætl- ar að leggja átta milljónir kr. til verkefnisins á árinu 2017. Þá samþykkti sveitarstjórn á síðasta fundi sínum að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagn- ingu ljósleiðara í Bæjarsveit í Borgarfirði. Leyfið er veitt með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar, Minja- varðar Vesturlands og að leyfi landeiganda liggi fyrir. Það verður fjármagnað með styrk úr Fjarskiptasjóði sem fékkst á þessu ári. -mm Allt í lás á starfsdegi AKRANES: Í gær, þriðju- daginn 15. nóvember, var starfsdagur í stofnunum Akra- neskaupstaðar. Voru þá leik- skólar, grunnskólar og aðr- ar stofnanir bæjarins lokað- ar, hvort sem það eru íþrótta- hús, bókasafn, tónlistarskóli eða önnur starfsemi sem fell- ur undir kaupstaðinn. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 5. - 11. nóvember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 3 bátar. Heildarlöndun: 3.636 kg. Mestur afli: Ebbi AK:1.532 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engar landanir skráðar í vikunni. Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 296.739 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.040 kg í einni löndun. Ólafsvík 12 bátar. Heildarlöndun: 120.663 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 22.097 kg í einni löndun. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 145.495 kg. Mestur afli: Örvar SH: 65.035 kg í einni löndun. Stykkishólmur 4 bátar. Heildarlöndun: 47.428 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 22.846 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH - GRU: 65.040 kg. 9. nóvember. 2. Örvar SH - RIF: 65.035 kg. 9. nóvember. 3. Steinunn SF - GRU: 58.142 kg. 6. nóvember. 4. Saxhamar SH - RIF: 52.601 kg. 9. nóvember. 5. Grundfirðingur SH - GRU: 50.022 kg. 5. nóvem- ber. -kgk Nemendur og starfsfólk Grunnskólans í Borgarnesi gengu síðastliðinn mið- vikudag fylktu liði frá skól- anum og enduðu á stuttri samkomu í Skallagríms- garði. Var markmiðið með göngunni að vekja athygli á því að einelti er dauðans al- vara sem hvergi á að þríf- ast. þit Gengið gegn einelti í Borgarnesi Svæðisskipulagsnefnd fyrir lands- svæði Dalabyggðar, Reykhóla- hrepps og Strandabyggðar boðar til fundar í Reykjavík með skipulags- ráðgjöfum Alta á morgun, fimmtu- daginn 17. nóvember, til að ræða framtíðarþróun svæðisins. Fund- urinn ber yfirskriftina „Heimahag- arnir og hamingjan“ og er sérstak- lega ætlaður ungu fólki frá sveitar- félögunum þremur sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess, en vitanlega eru allir velkomn- ir, vilji þeir gera sér ferð í borgina. Á dagskrá er kynning á þeirri vinnu sem nú stendur yfir við að móta sameiginlega stefnu sveitar- félaganna þriggja, en hún miðar að því að efla byggðina. Einnig verða umræður um sérkenni og tækifæri svæðisins og framtíðarþróun þess. Ráðgjafar Alta stýra umræðunum. Þá verður að lokum samantekt á helstu niðurstöðum fundarins og þeim skilaboðum sem send verða svæðisskipulagsnefndinni. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á fundinn hjá matthildur@ alta.is eða á Facebook viðburðin- um sem ber heitið „Heimahagarnir og hamingjan.“ Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Alta ehf. að Ármúla 32 í Reykjavík. kgk „Heimahagarnir og hamingjan“ á morgun Fundurinn er sérstaklega ætlaður ungu fólki úr Dalabyggð, Reykhóla- hreppi og Strandabyggð sem búsett er á höfuðborgarsvæðinu eða í nágrenni þess. Ljósm. samtakamattur.is. Boðað verkfall sjómanna á fiski- skipaflotanum hófst klukkan 23 síðastliðið fimmtudagskvöld eft- ir að slitnað hafði upp úr viðræð- um þeirra og SFS, Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi. Viðræður að- ila strönduðu á mönnunarmálum í fiskiskiptaflotanum, eða hluta flot- ans. Verkfallið náði til 3.500 sjó- manna. Þegar til verkfalls kom höfðu sjómenn verið samningslaus- ir í um það bil sex ár. Sextán ár eru frá því að þeir fóru síðast í verkfall, en þá voru lög sett á verkfallið og gerðardómur fenginn til að leysa úr því. Hins vegar náðust samn- ingar til tveggja ára strax á fimmtu- dagskvöldið milli SFS og VM-Fé- lags vélstjóra og málmtæknimanna. Á sunnudagskvöldið var skrifað undir samning til tveggja ára milli Sjómannasambands Íslands og SFS. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, eitt aðildarfélaga Sjó- mannasambands Íslands, tók samn- ingsumboð sambandsins hins veg- ar til baka og stendur það félag því utan við gerðan kjarasamning. Þá hafa ekki tekist samningar við Sjó- mannafélag Íslands. mm Samið við hluta sjómanna Eitt fyrsta skip til hafnar eftir að verkfallið brast á á fimmtudagskvöld var Bjarni Ólafsson AK. Hér er hann við bryggju en fjær er Lundey. Leki kom á neysluvatnslögn í Búð- ardal á miðvikudaginn í síðustu viku. Vatn tók að flæða í gegnum malbik við aðkeyrsluna að hús- næði Vegagerðarinnar við Vest- urbraut. Þegar mesti þrýstingur- inn var sprautaðist vatn upp úr ný- lögðu malbikinu á aðalveginum en það gekk fljótt til baka. Um leið og lekans varð vart hófst vinna við bilanaleit og var í hádeginu skrúf- að fyrir vatn í þéttbýlinu. Vatni var hleypt á fljótlega aftur til að forðast rask á starfsemi fyrirtækja á svæð- inu. Viðgerð hófst undir kvöld og tók skamman tíma. sm Bilun á neysluvatnslögn í Búðardal

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.