Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Leikið var í Domino‘s deild karla í körfuknattleik síðastliðinn fimmtu- dag. Í Borgarnesi tóku Skallagríms- menn á móti Keflvíkingum og unnu mikinn baráttusigur eftir spennandi lokafjórðung, 80-71. Skallagrímsmenn náðu heldur yfirhöndinni í leiknum snemma í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar fylgdu þeim eins og skugginn og aðeins munaði stigi þegar leikhlut- inn var úti. Þeir hófu annan fjórð- ung af krafti og náðu sex stiga for- skoti en Keflvíkingar svöruðu fyr- ir sig með góðum kafla. Þeir náðu að jafna þegar mínúta var eftir af fyrri hálfleik og áttu síðan lokaorðið og leiddu með þremur stigum í hléinu, 31-34. Gestirnir frá Keflavík höfðu yfirhöndina fyrst eftir hléið, leiddu allan þriðja leikfjórðunginn en Skallagrímsmenn voru aldrei langt undan. Þegar leikhlutinn var úti munaði fjórum stigum, Keflavík leiddi 51-55 og upphófst þá spennandi lokafjórð- ungur. Skallagrímsmenn voru gríðarlega ákveðnir síðustu tíu mínútur leiks- ins. Með snörpum kafla snemma leikhlutans kom- ust þeir en Keflvíking- ar jöfnuðu og leikurinn í járnum. Jafnt var á öllum tölum þegar tvær mínút- ur voru eftir en í blálokin sigldu Skallagrímsmenn sigrinum heim og unnu með níu stigum, 80-71. Flenard Whitfield skor- aði 24 stig fyrir Skalla- grím, tók tólf fráköst og gaf fjór- ar stoðsendingar. Sigtryggur Arn- ar Björnsson var með 21 stig, sex fráköst og fjórar stoðsendingar og Eyjólfur Ásberg Halldórsson skor- aði 13 stig og tók sjö fráköst. Með sigrinum nældi Skallagrím- ur sér í mikilvæga punkta í neðri hluta deildarinnar. Liðið situr í 9. sæti með fjögur stig eftir sex leiki. Næsti leikur Skallagríms fer fram í Stykkishólmi fimmtudaginn 17. nóvember þegar liðið mætir Snæ- felli í Vesturlandsslag Domino‘s deildar karla. kgk Skallagrímur vann góðan heimasigur á Keflavík Flenard Whitfield gerist hér aðgangsharður í sigrinum gegn Keflavík. Ljósm. Gunnlaugur Auðunn Júlíusson. Framundan eru tveir síðustu lands- leikirnir í undankeppni EM, Euro- Basket kvenna 2017, hjá kvenna- landsliðinu í körfuknattleik. Ívar Ás- grímsson þjálfari og Bjarni Magn- ússon aðstoðarþjálfari hafa val- ið 15 manna æfingahóp sem kem- ur fyrst saman þann 13. nóvember til æfinga. Af þeim eru fimm kon- ur af Vesturlandi. Það eru systurnar Berglind og Gunnhildur Gunnars- dætur og Pálína María Gunnlaugs- dóttir frá Snæfelli en frá Skalla- grími koma Sigrún Sjöfn Ámunda- dóttir og Ragnheiður Benónísdótt- ir, sem er nýliði í landsliðshópnum. Leikirnir í nóvember eru gegn Sló- vakíu laugardaginn 19. nóvember ytra og hér heima í Laugardalshöll- inni miðvikudaginn 23. nóvember gegn Portúgal. Með þessum leikj- um lýkur undankeppninni fyrir EM á næsta ári sem hófst í nóvember 2015 eftir nýju keppnisfyrirkomu- lagi FIBA hjá konunum. mm Fimm Vestlendingar í landsliðshópnum Körfuknattleikslið Grundarfjarð- ar tók á móti b-liði ÍR í íþrótta- húsi Grundarfjarðar laugardag- inn 12. nóvember. Grundfirðingar spiluðu í hvítum búningum í þess- um leik og þurftu að lána gestun- um svörtu búningana sína þar sem að þeir voru í búningavandræðum. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu góðri for- ystu eftir fyrsta leikhluta. Gestirn- ir bitu aðeins frá sér þegar líða tók á leikinn og söxuðu niður forskot heimamanna hægt og bítandi. Síð- asti leikhlutinn var svo æsispenn- andi þar sem að liðin skiptust á að hafa forystu. Heimamenn náðu svo að klára leikinn með nokkr- um mikilvægum stigum á loka- kaflanum og unnu að lokum með sex stiga mun 68-62. Með þess- um sigri skelltu þeir sér á toppinn í þriðju deildinni í bili. Þeir hafa aðeins tapað einum leik og eru á ágætis skriði. tfk Grundarfjörður sigraði ÍR-b Snæfell vann góðan sigur á Skalla- grími í Vesturlandsslag Domino‘s deildar kvenna síðastliðinn miðviku- dag, eins og greint er frá í annarri frétt hér í blaðinu. Á laugardag lék liðið aftur þegar það mætti Njarðvík. Leikið var suður með sjó og höfðu Snæfellskonur stórsigur, 38-69. Mik- ilvæga leikmenn vantaði í bæði lið. Njarðvíkingar voru án Carmen Ty- son-Thomas og fyrirliði Snæfells, Gunnhildur Gunnarsdóttir, gat ekki leikið með sínu liði vegna höfuð- höggs sem hún varð fyrir í leiknum gegn Skallagrími. Hins vegar reim- aði Alda Leif Jónsdóttir á sig körfu- knattleiksskóna og klæddist Snæfells- treyjunni í fyrsta sinn í vetur. Njarðvíkurliðið byrjaði mun bet- ur í leiknum en Snæfellskonur voru heillum horfnar á upphafsmínútum leiksins. Um miðjan fyrsta leikhluta höfðu þær ekki skorað stig og heima- konur leiddu 11-0. Þá tóku Snæfells- konur við sér og jöfnuðu metin með góðum kafla en Njarðvíkurliðið átti lokaorðið í upphafsfjórðungnum og leiddi með þremur stigum að honum loknum, 16-13. Eftir það var mjög jafnt á með liðunum, allt þar til líða tók að hálfleik. Þá fundu Snæfells- konur taktinn, komust yfir og stungu af. Þær skoruðu átta stig á lokamín- útu fyrri hálfleiks, leiddu 34-21 í hléinu og voru komnar í ákjósanlega stöðu. Snæfell réði síðan lögum og lof- um allan síðari hálfleikinn á meðan Njarðvíkurliði komst hvorki lönd né strönd. Heimakonur skoruðu að- eins 17 stig allan síðari hálfleikinn en annað var uppi á teningnum hjá Snæ- fellskonum. Seint í þriðja fjórðungi höfðu þær skorað tvöfalt fleiri stig en heimaliðið í stöðunni 27-54 og úrslit leiksins löngu ráðin. Þær bættu lítil- lega við forskot sitt það sem eftir lifði leiks og unnu að lokum 31 stigs sig- ur, 69-38. Aaryn Ellenberg var atkvæðamest í liði Snæfells og var hársbreidd frá því að setja upp þrennu. Hún skoraði 20 stig, tók tólf fráköst og gaf níu stoð- sendingar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 12 stig og Pálína Gunnlaugs- dóttir var með níu stig og átta fráköst en aðrar höfðu minna. Snæfell er á toppi deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki, jafn mörg stig og Keflavík í sætinu fyrir neðan. Framundan er landsleikjahlé í Dom- ino‘s deild kvenna á meðan landslið Íslands mætir Slóvakíu og Portúgal í undankeppni Evrópumótsins dagana 19. og 23. nóvember næstkomandi. Næsti leika Snæfellskonur því mið- vikudaginn 30. nóvember þegar þær taka á móti Val í Stykkishólmi. kgk Snæfell valtaði yfir Njarðvík Aaryn Ellenberg var hársbreidd frá þrennunni í stórsigri Snæfells á Njarðvík á laugardag. Ljósm. sá. Þrátt fyrir tap fyrir Snæfelli í Vestur- landsslag Domino‘s deildar kvenna á miðvikudag hefur Skallagrímslið- ið farið vel af stað í deildinni í vetur og oft og tíðum leikið afar vel, ekki síst á heimavelli. Fjósið er að verða mikið heimavígi og fengu leikmenn Stjörnunnar að kynnast því þegar liðin mættust í Borgarnesi síðastlið- inn laugardag. Skallagrímur hafði yf- irhöndina nær allan leikinn og vann að lokum góðan sigur, 75-63. Er lið- ið ósigrað í fimm leikjum á heimavelli í vetur. Það var ekki nema rétt fyrstu tvær mínúturnar sem jafnræði var með liðunum. Eftir það náðu Skallagríms- konur forystunni og litu aldrei til baka. Þær voru mun betri í upphafs- fjórðungnum og leiddu með tíu stig- um að honum loknum, 25-15. Áfram réðu þær gangi mála inni á vellinum í öðrum leikhluta, héldu Stjörnunni í öruggri fjarlægð og náðu mest 16 stiga forskoti. Stjarnan náði að klóra í bakkann og minnka muninn í átta stig en Skallagrímskonur kláruðu fyrri hálfleikinn af krafti og leiddu með tólf stigum í hléinu, 46-34. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik og í þeim fyrri. Skalla- grímur hafði yfirhöndina og stjórnaði gangi leiksins. Stjörnustúlkur fengu það hlutskipti að elta og það gerðu þær en ekkert meira en það. Aldrei komust þær nærri Skallagrímsliðinu en í tíu stiga fjarlægð í upphafi síð- ari hálfleiks. Það sem eftir lifði leiks munaði allt að 19 stigum á liðunum og að lokum sigldu Skallagrímskonur öruggum sigri heim, 75-63. Tavelyn Tillman átti stórleik fyrir Skallagrím. Hún skoraði 35 stig, tók átta fráköst og gaf fimm stoðsend- ingar. Ragnheiður Benónísdóttir var með átta stig og níu fráköst og Sig- rún Ámundadóttir með átta stig og fráköst. Skallagrímsliðið situr í þriðja sæti deildarinnar með tólf stig eftir níu leiki, tveimur stigum á eftir Kefla- vík og Snæfelli. Framundan er lands- leikjahlé í Domino‘s deild kvenna á meðan landslið Íslands mætir Sló- vakíu og Portúgal í undankeppni Evrópumótsins dagana 19. og 23. nóvember næstkomandi. Skallagrím- ur leikur því næsta leik sinn mið- vikudaginn 30. nóvember þegar liðið mætir Grindavík suður með sjó. kgk Tavelyn Tillman átti stórleik í sigri Skallagríms á Stjörnunni. Ljósm. Kvennakarfa Skallagríms á Facebook. Skallagrímskonur ósigraðar á heimavelli

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.