Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Síða 1

Skessuhorn - 16.11.2016, Síða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 46. tbl. 19. árg. 16. nóvember 2016 - kr. 750 í lausasölu ��.��� kr. lántökugjald og ekkert gjald við fyrstu kaup. Skoðaðu hvaða kostir henta þér best með reiknivélinni á arionbanki.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6- 30 65 Lægri kostnaður við íbúðakaup Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? 20% afsláttur Verkir í liðum? Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Jólaseríur inni og úti Opnunartími Mánudaga – föstudaga kl. 13-18 Laugardaga kl. 10-12 Skagabraut 17, Akranes Á fundi í sveitarstjórn Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var til umræðu Samgönguáætlun Vest- urlands fyrir 2017-2029, einkum er varðar fyrirhugaða hjáleið á þjóð- vegi 1 um Borgarnes. Gert hef- ur verið ráð fyrir færslu þjóðveg- arins í aðalskipulagi Borgarbyggð- ar 2010-2022. Um árabil hefur ver- ið rætt um þann möguleika að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýlið, en um það hafa verið skiptar skoðan- ir. Þar hafa togast á sjónarmið um viðskipti og umferðaröyggi. Því má segja að niðurstaða sveitarstjórn- ar nú marki ákveðin tímamót því hún samþykkti samhljóða að væn- legast væri að bæta umferðaröryggi á núverandi vegstæði þjóðvegar 1 í gegnum þéttbýli Borgarness og að ráðist verði í breytingu á aðalskipu- lagi sveitarfélagsins. Jafnframt sam- þykkti sveitarstjórn að óska eftir því að þeir fjármunir sem áætlaðir eru í hjáleiðina í Samgönguáætlun Al- þingis fyrir 2023-2026 verði nýttir til uppbyggingar á vegakerfi í Borg- arbyggð og að umferðaröryggi á þjóðveginum í gegnum Borgarnes verði bætt. Á fundinum var samþykkt að óska eftir viðræðum við Vegagerðina um breyttar áherslur sveitarstjórn- ar varðandi aðalskipulag Borgar- byggðar. mm Sveitarstjórn hverfur frá hugmyndum um færslu hringvegar um Borgarnes Síðastliðinn laugardag var Skátafélagið Stígandi með opið hús í Dalabúð í Búðar- dal. Þar var ýmislegt gert til að safna peningum fyrir börn í Sýrlandi en ágóðinn á að renna í byggingu skóla. Skátarnir voru með markað og kaffisölu en einnig stóð gestum til boða að kasta rjóma í Kristján Meldal skátaforingja, eða Kidda kennara eins og hann er oftast kallaður, og borga 200 krónur fyrir. Samkaup Strax styrkti gjörninginn með því að leggja til rjómann og það stóð ekki á gestum að taka þátt í rjómakastinu. Kiddi var hreint ekki svo súr, allavega ekki þegar myndin var tekin. Sjá nánar bls. 24. Ljósm. sm Þriðjudaginn 8. nóvember boðaði Vegagerðin til kynningarfundar á Reykhólum. Þar kynntu fulltrú- ar stofnunarinnar frummatsskýrslu vegna lagningar nýs Vestfjarðar- vegar milli Bjarkalundar og Skála- ness, hvað í henni felst varðandi leiðarval og mat á umhverfisáhrif- um. Sem kunnugt er leggur Vega- gerðin til í skýrslunni að farin verði svokölluð Þ-H leið; um Teigsskóg í Þorskafirði og með þverunum yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Um 40 manns sóttu fundinn sem haldinn var í Reykhólaskóla og samkvæmt heimildum Skessuhorns var fundurinn hinn málefnalegasti. Enginn fundargesta lýsti sig mót- fallinn fyrirhuguðum vegafram- kvæmdum og umræður snerust að- allega um útfærslur og röðun fram- kvæmda við áðurnefnda Þ-H leið. Eins var stuttlega rætt um þjón- ustu og viðhald vegakafla núver- andi Vestfjarðavegar, sem mun falla út úr stofnvegakerfinu og í flokk tengivega eftir að nýr Vestfjarðar- vegur verður tekin í notkun. Mun viðhald núverandi vegar því fylgja þeim viðmiðunar- og vinnureglum sem viðhafðar eru um vegakerfið og byggjast m.a. á flokkun vega. Þá komu að auki fram smávægi- legar leiðréttingar varðandi frum- matsskýrsluna, til dæmis er varða tölur um þangskurð í ákveðnum fjörðum og verða þær leiðréttar í endanlegri skýrslu. Frestur til að skila inn athuga- semdum til Skipulagsstofnunar vegna fyrirhugaðrar Vegagerðar frá Bjarkalundi að Skálanesi er til 8. desember næstkomandi. kgk Enginn fundargesta mótfallinn vegaframkvæmdunum Svipmynd frá fundinum. Ljósm. vegagerdin.is.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.