Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 201626 Vísnahorn Fyrir fáum árum var Magnús Halldórsson á ferð um þetta leyti árs ríðandi með hóp af Dön- um. Éljahraglandi var veðurs og Danir niður- lútir nokkuð enda óvanir slíkum trakteringum af veðurguðunum. Hekla gamla var þá hvít að rótum og æði tignarleg álitum. Magnúsi þótti að vonum nokkuð til koma og kvað stöku: Heklu megið hérna sjá, háa í landi strýtu. Lyftið höfði lítið á, landið ofið hvítu. Svo danskir mættu njóta stundarinnar með sama hætti var stökunni snúið til danskar tungu með þessum orðum: Tí nu stille, teik a lúkk, ta má ingen bíðe. Heklan er só helvede smúkk, hafiði séð´ana hvíðe. Vaxandi ferðamannaiðnaður kallar á aukinn fjölda leiðsögumanna og fer ekki hjá að þar koma hagyrðingar við sögu sem víðar sam- anber það sem hér var fyrr tjáð um Magnús Halldórsson. Jón Ingvar Jónsson hefur oft starfað sem leiðsögumaður og gjarnan bent túrhestum á ýmis smáatriði sem Íslending- ar hafa tekið mark á í gegnum árin og kallað Kéddlíngabækur. Hér er sýnishorn: Snjói niðrí hálfar hlíðar hækkar krónan fyrr en síðar. Spóli Ford í Fischerssundi fellur krónan gagnvart pundi. Sjáist lamb af laufi þefa lækkar gengi hlutabréfa. Þegar galar hani á haugi hlutur Glitnis eykst í Baugi. Hafi prestur hægðateppu hiklaust búast má við kreppu. Borði gamall biskup kleinu breytir það víst ekki neinu. Þegi kéddlíng þunnu hljóði þá er hún í öðru ljóði. Halldór Helgason á Ásbjarnarstöðum orti um nauðsyn okkar að halda vísnagerðarhefð- inni vakandi: Gegnum íslenzkt aldarfar er sú reynsla fengin: Þar sem engin vísa var vantaði tón í strengin. Sú kynslóð sem Halldór tilheyrði var alin upp við að stöðugt var farið með vísur og við öll tilefni enda gegndu þær að nokkru sama afþreyingarhlutverki og snjallsímar nú á dög- um. Eftirfarandi öfugmælavísur eru trúlega flestar á þeim aldri að þær hefðu getað verið um hönd hafðar á hans æskuárum: Sjómenn veiða svín í net, síld um loftin flýgur. Uxar borða apaket, aldrei skreytinn lýgur. Oft ég hrafna á sundi sá, seli á fjallabrúnum. Hákarl ríða hesti á, hnakk og beisli á kúnum. Vötnin hef ég vaðið þur, vefnað lært af fuglum. Straumþung fljótin standa kjur, stél er rautt á uglum. Ánamaðkar yrkja ljóð, óskabirnir kveða. Kjöt er steikt á kaldri glóð, krákur draga sleða. Góðar skamma og níðvísur haf gjarn- an glatt landann fram yfir annað en allavega minnist ég þess ekki að hafa heyrt minnst á að atómljóð hafi náð flugi á þann hátt. Kristján Helgason orti um mann: Kauði er á svipinn súr, svo að veldur kvölum. Ljótur er hann liður úr landsins ættartölum. Það er náttúrlega sama hvaða álit aðrir hafa á viðkomandi einstaklingi ef hann hefur nógu gott álit á sér sjálfur (sjáið bara stjórnmála- mennina), og hefur vit á að vera í sæmilegu skapi. Stefán Sveinsson sem lengi var vinnu- maður á Æsustöðum og síðustu árin forn- bókasali orti um sína auðsöfnun sem virðist hafa verið fremur hófstillt: Ánægjan mér aldrei hvarf, ást og gleði þjóna, eftir fimmtíu ára starf á ég bara Skjóna. Tengdafeðgar tveir í Dölum vestur höfðu þann sið að vigta sig við hver stjórnarskipti og fór það þá eftir vigtinni hvort fráfarandi stjórn hafði verið góð eða slæm. Nú eru menn að velta fyrir sér stjórnarmyndun og ekki úr vegi að rifja upp haustvísur Jóns Ingvars: Að mér sækja endalaust illa séðir gestir: nú er komið hrímkalt haust, hægri stjórn og pestir. Eflir gírug eigin hag, af mér krónur plokkar, hefur skítlegt háttalag hægri stjórnin okkar. Ætli sé ekki þörf nú sem jafnvel aldrei fyrr að rifja upp þessa eftir Guðna Þorsteinsson: Lífið heldur áfram enn: Ósköp væri gaman ef að Guð og góðir menn gætu unnið saman. Þessi er líka nokkuð klassísk og þó ég hafi birt hana áður þá er góð vísa ekki of oft kveð- in: Stjórnin bæði stirt og villt stýrir dýrum knerri. Fátt er svo með öllu illt að ekki sé hún verri. Fyrir margt löngu eins og sagt er, og er nokkuð nákvæm tímasetning, var bakari á Húsavík sem varð stundum fyrir því að missa sykur og ger ofan í vatnstunnu sem stóð við ylinn. Kom fyrir að hann veitti þann drykk mönnum gegn vægu gjaldi. Á þessum tíma var búsettur á Húsavík Baldvin Jónatansson, kallaður „skáldi“ allvel hagmæltur og þokka- lega ölkær. Góður hagyrðingur á Húsavík, Jón Pétursson að nafni, hafði lag á því að yrkja hann upp svo enginn gat annars til en þær vís- ur væru eftir Baldvin sjálfan. Þeirra á meðal var þessi: Ölkráin gestum opin stóð illskunnar beljar syndaflóð. Andskotinn bíður búinn þar í bruggið vill draga sálirnar. Það stóð ekki á því að vísan bærist bakar- anum til eyrna og honum var ekki skemmt að vera í henni skipað í hlutverk andskotans. Næst þegar Baldvin sýndi sig í bakaríinu voru þar á boðstólum blóðugar skammir bakarans honum til handa. Furðu lostinn mátti hann þannig að ósekju gjalda þessa strákskapar Jóns Péturssonar en Húsvíkingum var stór- lega skemmt. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fátt er svo með öllu illt - að ekki sé hún verri! Snorri Jóhannesson á Augastöðum í Borgarfirði náði í birtingu á föstu- dagsmorguninn síðasta ljósmynd af afar óvenjulegu skýjafari ofan við Ei- ríksjökul. Myndin er tekin neðan við bæinn Stóra-Ás og horft fram Hálsa- sveitina í átt til fjalla. Engu líkara var en risastór hattur hefði verið lagður öfugur ofan á jökulkoll Eiríksjökuls. Hávaða rok var niður í byggð þegar myndin var tekin; af suðaustri. Í kjölfar þess að Snorri birti mynd- ina var skorað á Trausta Jónsson veð- urfræðing að útskýra þetta veður- farslega fyrirbæri. Gefum Trausta orðið: „Kúfurinn á Eiríksjökli - og flest önnur ský á myndinni, teljast til linsuskýja. Þau myndast í upp- streymi í mjög stöðugu lofti. Þegar loft er stöðugt er uppstreymi erfitt og getur vart átt sér stað nema fyr- ir tilverknað vinds. Til að búa til ský þarf raka. Það sem sést á myndinni er mikið niðurstreymi þar sem loft sem þvingað var upp suðurhlíðar Lang- jökuls streymir aftur niður norðan hans - í leit að sinni jafnvægishæð. Niðurstreymið myndar skýjageilina sem liggur samsíða háhrygg jökuls- ins. En svo verður Eiriksjökull óvænt fyrir þessu lofti og það verður að fara upp aftur. Þá þéttist rakinn aftur og myndar kúfinn mikla á myndinni. Í kúfnum fer lofið aftur upp fyrir jafn- vægi sitt - og leitar strax niður aftur þegar hallar norðuraf.“ Trausti segir að þessi aðalatriði vindafarsins hafi reyndar komið mjög vel fram í harmonie-spálíkan- inu. „Myndin sem hér fylgir sýnir talsvert stækkaða úrklippu (og því nokkuð óskýra) úr stöðunni eins og líkanið segir hana hafa verið kl. 9 um morguninn (einni og hálfri klukku- stund áður en Snorri tók myndina). Ef vel er að gáð má sjá kunnuglegar útlínur Langjökuls og Eiríksjökuls. Við sjáum niðurstreymið yfir norð- urhlíðum Langjökuls vel - það er á bilinu 2 til 5 m/s - sem er mikið. Við sjáum líka bylgjuna sem myndar kúf- inn yfir Eiríksjökli mjög vel. Upp- streymið er í suðurhlíð jökulsins - nærri 5 m/s þar sem mest er, og enn meira niðurstreymi norðan meginn, sprengir litakvarða myndarinnar en hann nær upp í 5 m/s. Þetta samspil upp- og niðurstreymis sem líkan- ið sýnir skýrir mjög vel meginatriði myndanna.“ Trausti bætir við að staða sólarinn- ar á myndum Snorra hafi mjög mikil áhrif á birtu og liti. Svo verður raki á svæðinu trúlega ekki sá sami - útlit skýja ræðst mjög af honum og í þriðja lagi er stöðugleiki ekki endilega sá sami - jafnvel þótt bylgjuhreyfingin sem spáin sýnir sé vitnisburður um stöðugt loft - er viðbúið að hún sé ekki eins - smátilbrigði geta breytt skýjunum mjög. Bylgjuský eru alls ekki öll þar sem þau eru séð. Kúfur- inn á myndunum er fastur yfir jöklin- um - en loftið streymir samt í gegn- um hann. Kemur inn í hann að sunn- an á um 100 km hraða á klukkustund - fer í gegnum hann á aðeins fáeinum mínútum - en samt virðist hann vera sá sami. Linsuský eru líka stöðugt að breytast - eftir því sem vindur, raki og stöðugleiki breytast. En - mjög margt fleira á myndunum gefur til- efni til vangaveltna - sumar þeirra eru flóknar og verða ekki til umræðu hér,“ segir Trausti að endingu. mm Eiríksjökull í stórbrotnu skýjafari Harmonie-spálíkanið sem Trausti vísar til. Myndin sem Snorri tók að morgni síðasta föstudags.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.