Skessuhorn


Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 16.11.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á krossgátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnar- orð/in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausn- um og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orðabók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 77 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Eftir storminn lifir aldan.“ Vinningshafi er: Þóra S Ein- arsdóttir, Hamravík 6, 310 Borgarnesi. Dögun Vagga Bindi Títt Elfur Reipi Skaði Röst Lið Hljóp Kisa Næði Röð Skref Dreitill Planta Haf- gola Flana Grjót Sigr- uðu Vís Svikull 7 Efni Rétt Til 1 Þak- skegg Á fæti Tvíhlj. Útvega Rölt Óhóf Heimili 4 Áhald Skófla Hviðan Gagn Í lagi Trú Herma Dáð- laus Borðað Áin Tvíhlj. Skylda Hnoðar Álít Far- angur Öf.tvíhl Lögg Afrek Dýpi Rot Hópur Ráf Hrönn Kven- selur Rasar Muldr- ar Sál Af- gangs Mjöður Vesæl Pakkar Venja Átt 5 Grípa Tölur Væta Hættu Dvel Sjá Krókur Kennd Friður Krot Keröld 8 Vær Kögur Blóm Hvarm Fölna Metið Dekur Kona Umbun Hauður Brún Tölur Bætir Minnist Ambátt Heilt Smó 2 3 Málm- þynna Ennþá Dulin Ellegar Bál- reiður Upptök 6 1 2 3 4 5 6 7 8 A B L A Ð S K E L L A N D I R Ö S K U R F A U K O R Ð A E G G O Ð Ó L N U T U N R L J Ó M A R I L D R E N G I L Ó M A R A R M U R K U N N I S S G N Á R Ó L R Á N N Á Æ R I N G I M A N N I N T Ö F Æ V A R A U Ð M A T S T Ó T V Ö R S R P Á S K A L I A N Ö K L I S K A P G S U N N A R A U G A P A T M A U R A R R A S A N D I L A G H A Á L S U D D I G U S A L Ó N F I R N F A R M U R K R A N I Ó A R F Á N A A A F L J Ó T Ó S E T N N A N N N Á T Ó M O N T I N E F T I R S T O R M I N N L I F I R A L D A NL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Lokaviðureign spurningakeppninn- ar Bókaormar Brekkubæjarskóla fór fram í sal skólans föstudaginn 11. nóvember. Þetta er í fjórða skipti sem keppnin er haldin en þetta er spurningakeppni sem byggð er upp á svipaðan hátt og Útsvar og eru spurningarnar úr bókum sem krakkarnir hafa lesið. Það eru nem- endur í 4. – 7. bekk sem taka þátt. Úrslitaviðureignin var á milli 4. B og 5. B og var það 5. bekkur sem hafði sigur. Bæði liðin fóru í gegn- um spennandi viðureignir til þess að ná í úrslit og var oft mjög mjótt á munum. Mest mæðir á þeim þrem- ur einstaklingum sem eru fulltrúar bekkjarins og svara spurningunum en þó réði stundum úrslitum sú að- stoð sem fékkst frá öðrum bekkjar- félögum. Fulltrúar 4. bekkjar voru Alfreð G. Kristinsson, Guðný Óladótt- ir og Theódóra D. Balvinsdóttir. Það var Sóley B. Grímsdóttir sem var leikari hópsins. Krakkarnir sem skipuðu vinningsliðið voru Haukur Leó Sigurðsson, Íris P. Jónsdóttir og Margrét B. Pálmadóttir. Leik- arinn þeirra var Bjartur Ó. Eyþórs- son. Eru þetta sömu krakkarnir og töpuðu naumlega í úrslitum árið 2015. Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með sigurinn. Einhvers staðar stendur: „Lestur er lærdómsins lykill,“ og því segi ég: „Áfram allir bókaormar!“ Hallbera Jóhannesdóttir, skóla- safnskennari. Bókaormar Brekkubæjarskóla 2016 Sigurlið 5. bekkjar með bikar að launum. Þau urðu í öðru sæti krakkarnir í 4. B. Margir íbúar á Vesturlandi hafa orðið varir við mýs inni á heimil- um sínum síðustu vikuna. Einnig hafa þær verið áberandi á vegum í umdæminu en mýsnar sjást best í bílljósunum þegar ekið er í rökkri. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spen- dýravistfræðingur hjá Nátturu- fræðistofnun Íslands, segir að milt sumar og vor valdi því að mýsnar séu seinni á ferðinni í ár en síðustu ár. „Þetta er óvenjulega hlýtt haust, svo þær eru seinna á ferðinni.“ Hún segir að þetta sé hins vegar árleg- ur viðburður að mýs sæki inn í hús þegar fari að kólna á haustin til að freista þess að búa sér gott bæli í hlýju og allsnægtum. Þá geti mikil úrkoma valdið því að holur þeirra séu að fyllast af vatni og því séu þær meira á ferðinni en ella. Ester Rut segir að þó það sé ekk- ert víst að um hámarksár í viðkomu músa sé að ræða. Þessa dagana séu allar músakynslóðir sumars- ins komnar á stjá og farið að kólna í veðri. Þær séu í óðaönn að safna forða fyrir veturinn, eða reyna að koma sér fyrir á hlýjum stað. Haustið er þó búið að vera það milt að þær eru fleiri á ferðinni en venjulega. „En þær hríðfalla þegar fer að hausta almennilega og kólna. Þær vilja komast inn til að koma sér vel fyrir í hlýjunni.“ Hún bendir á að mýsnar séu ekki eingöngu á ferðinni inni í híbýlum fólks, heldur sæki þær líka í þægind- in í bílum. Þar sé hlýja og skjól og í sumum tilvikum matur. „Það er um að gera að skilja ekki eftir neitt æti- legt eða hafa bílinn opinn of lengi,“ segir Ester en bætir við að stund- um hitti það bara svo á að músin er við bílinn þegar hann er opnaður og því getur það verið bundið til- viljun hvort hún nái að skjótast inn eða ekki. Á eldri bílum þarf þó að passa að allsstaðar sé þétt meðfram slöngum og börkum, en mýs þurfa ekki nema nokkurra millimetra rifu til að ná að skríða þangað sem þær ætla sér. klj Mýsnar á ferðinni seinna en síðustu ár

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.