Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Side 2

Skessuhorn - 22.02.2017, Side 2
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 20172 Leikfélag Umf. Skallagríms frumsýnir Saumastofuna eftir Kjartan Ragnarsson föstudaginn 24. febrúar næstkomandi. Leikhúsáhugafólk í Borgarnesi og ná- grenni er hvatt til að láta sýninguna ekki framhjá sér fara. Sýnt er í félagsheimilinu Lyngbrekku. Þá minnum við einnig á sýn- ingu Sv1, leiklistarklúbbs MB sem sýnir Línu Langsokk um þessar mundir í Hjálm- akletti. Frá báðum þessum sýningum er sagt frá í Skessuhorni í dag sem og vænt- anlegri uppfærslu á Ronju ræningjadóttur hjá NFFA í Bíóhöllinni á Akranesi. Það verður austanátt á morgun, víða 8-15 m/s. Snjókoma eða él, einkum á suðaust- urhorni landsins. Frost 0 til 7 stig. Suðaust- an 10-15 m/s og dálítil snjókoma á föstu- dag, en þurrt á Norðurlandi. Hægt hlýn- andi veður. Hvessir síðdegis, suðaustan stormur og talsverð rigning eða slydda um kvöldið, en snjókoma og hiti kringum frostmark fyrir norðan. Á laugardag er út- lit fyrir hvassa suðaustanátt og slyddu eða rigningu, einkum á Suðaustur- og Aust- urlandi. Hiti 1 til 6 stig. Talsvert hægari vindur síðdegis og skúrir eða él, en þurrt á Norðurlandi. Austlæg átt og snjókoma eða él á sunnudag, en yfirleitt þurrt á Vest- urlandi. Frost 0 til 5 stig. Norðaustanátt og él á mánudag en léttir til á suðvestur- horni landsins. „Á að innheimta vegtolla til að fjármagna ný samgöngumannvirki?“ var spurt á vef Skessuhorns í síðustu viku. Niðurstöður könnunarinnar eru nokkuð afgerandi því 62% þeirra sem tóku afstöðu sögðu „nei, alls ekki“. „Já, að hluta“ sögðu 13%, 11% sögðu „já, tvímælalaust“ og 5% sögðu „nei, sennilega ekki. „Veit það ekki“ sögðu fæst- ir, eða 3%. Í næstu viku er spurt: Ertu ánægð/ur með störf Guðna Th. Jóhannessonar það sem af er kjörtímabili forseta? Halldór Sigurðsson á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu hefur tekið tæknina í sína þjón- ustu og smalar fé með aðstoð dróna. Ný- verið fann hann á fjalli fjórtán eftirlegu- kindur í kjarrlendi ofan Húsafells. Hinn nýj- ungagjarni bóndi og bústólpi er Vestlend- ingur vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Banaslys í Suður-Afríku VESTURLAND: Nítján ára íslenskur piltur fannst látinn á vinsælu útivistarsvæði á fjallinu Tafelberg í nágrenni Höfða- borgar í Suður-Afríku um helgina. Talið er að hann hafi látist af slysförum. Hann hét Bjarni Salvar Eyvindsson og var búsettur í Hafnarfirði, en á ættir að rekja á Vesturland. Bjarni var við sjálfboðaliðastörf í Suður-Afríku. -mm Banaslys í gærmorgun REYKJANESBRAUT: Einn lést og tveir slösuðust í hörð- um árekstri jeppa og fólks- bíls á Reykjanesbraut, aust- an við Brunnhóla, um klukkan sjö í gærmorgun. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu segir að talið sé að annarri bifreiðinni hafi verið ekið yfir á rangan vegarhelm- ing. Kona sem lést var farþegi í annarri bifreiðinni en ekki var búið að greina frá líðan öku- mannanna í gær þegar blað- ið fór í prentun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rann- sóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. -mm Halldór Sigurðsson á Þorvalds- stöðum í Hvítársíðu hefur nú um skeið átt öflugan dróna. Sjálfur býr hann með sauðfé og notar tækið töluvert við bústörfin. Með hon- um hafi hann fundið kindur sem átt hafi það til að fela sig og þá segist hann reka féð með tækinu. Kind- urnar forðist tækið og suðið sem það gefur frá sér. Nýverið létu bílstjórar sem áttu leið um Kaldadalsveg vita af því að útigangskindur væru í kjarr- lendinu ofarlega í Húsafellslandi. Halldór fór með drónann á svæðið síðastliðinn sunnudag og fann eftir nokkra leit alls fjórtán útigengnar kindur. Féð reyndist vera frá fjór- um bæjum í Hálsasveit og Reyk- holtsdal. Eftir að hafa fundið féð smalaði Halldór kindunum sam- an í hnapp og hringdi eftir aðstoð sveitunga sinna. Hundar og vaskir ungir menn náðu að komu hönd- um á kindurnar sem nú eru komn- ar á hús hjá eigendum sínum. Féð var í ágætu ásigkomulagi og vænt- anlega munu ærnar bera í vor enda voru hrútlömb í hópnum. mm/ Ljósm. úr dróna: Halldór Sigurðsson. Dróni nýttur til að finna útigengið fé Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku daginn snemma síðastliðinn mánu- dag. Yfir 20 kvenfélagskonur mættu galvaskar í Félagsheimilið Klif klukk- an fimm að morgni. Tilefnið var að baka sólarpönnukökur. Kvenfélagið hefur í mörg ár bakað sólarpönnu- kökur og er þetta ein helsta fjáröfl- un félagsins. Bakað var á tíu pönnum og bökuðu sumar konurnar á tveim- ur pönnum í einu. Aðrar sáu um að þeyta rjóma til að setja á pönnukök- urnar, sultu og auðvitað sykur. Þessu þurfti einnig að pakka öllu saman og koma til skila. Það voru því margar kaffistofurnar á mánudaginn þar sem hægt var að gæða sér á pönnukök- um. Sólarpönnukökurnar voru bak- aðar aðeins seinna en venjulega að þessu sinni en það kom ekki að sök og bökuðu kvenfélagskonurnar 2.162 pönnukökur. þa Bökuðu á þriðja þúsund sólarpönnukökur Slökkvilið Grundarfjarðar var kallað út á laugardagsmorgun í iðnaðarhúsnæði við Nesveg. Þar hafði verið unnið við viðgerð á plastbáti og talið að kviknað hafi í út frá hitablásara sem var í botni bátsins. Enginn var staddur í þess- um hluta hússins þegar eldurinn kom upp en maður í öðru iðnað- arbili varð var við reyk og kall- aði til slökkvilið sem var fljótt á vettvang. Eldur var slökktur en auk þess var töluvert af reyk sem barst einnig í nærliggjandi iðnað- arbil í húsinu. Skemmdir voru litl- ar vegna elds, en töluverðar vegna reyks og sóts. mm/ Ljósm. tfk. Slökkvilið kallað út vegna elds í plastbáti Verktakafyrirtækið Stafnafell hóf í vikunni að sturta efni við stöplana á Kolgrafafjarðarbrú. Vegna gríð- armikilla strauma þarna hefur efnið sem fyrir var sópast frá stöplum brú- arinnar þannig að þeir standa ber- skjaldaðir eftir. Fyrir tveimur árum var prófað að sturta 1500 rúmmetr- um af efni niður með stöplunum en það hafði lítið að segja og sóp- aðist burt á skömmum tíma. Nú er stefnan sett á að sturta 12.000 rúm- metrum af efni niður til að styrkja brúnna. Áætlað er að verkið standi eitthvað fram á vorið og þurfa veg- farendur því að sýna sérstaka aðgát við akstur þarna um, en brúin verð- ur einbreið á köflum. tfk Framkvæmdir við Kolgrafafjarðarbrú Starfsmenn Stafnafells ehf gera klárt fyrir vinnu- vélarnar við Kolgrafa- fjarðarbrú. Þarna bregður Rúnari Atla Gunnarssyni í Böðvars- holti fyrir. Starfsmenn Vegagerðarinnar við dýptarmælingar undir brúnni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.