Skessuhorn - 22.02.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 20176
Íslandsferðir
að verða
dýrari
LANDIÐ: Í janúar nam
erlend greiðslukortavelta
17 milljörðum króna sam-
anborið við 12 milljarða í
sama mánuði í fyrra. Um er
að ræða tæplega helmings
aukningu frá janúar 2016.
Þó um töluverða aukningu
sé að ræða jókst kortaveltan
ekki í sama hlutfalli og fjöldi
þeirra ferðamanna sem
sóttu Ísland heim í mán-
uðinum. 136 þúsund ferða-
menn komu til landsins
um Leifsstöð í janúar, eða
75% fleiri en í sama mán-
uði í fyrra og var kortavelta
á hvern ferðamann því tæp-
lega 15% lægri í janúar síð-
astliðnum samanborið við
janúar í fyrra. Gengi krón-
unnar hefur styrkst töluvert
undanfarið ár en ef sama
breyting frá janúar í fyrra
er reiknuð í bandaríkja-
dal dróst kortavelta á hvern
ferðamann einungis sam-
an um tvö prósent. Þá hef-
ur verðlag ferðaþjónustu-
afurða farið hækkandi und-
anfarna tólf mánuði en sem
dæmi hækkaði verð gisti-
þjónustu um 11% frá janúar
í fyrra, veitingastaða um 5%
og pakkaferða innanlands
um 13% mælt í íslenskum
krónum. Af þessu má ráða
að Íslandsferð í janúar síð-
astliðnum var töluvert dýr-
ari fyrir erlenda ferðamenn
en sambærileg ferð í janúar í
fyrra og kann það að útskýra
neyslubreytingar að hluta.
-mm
Vill reka
veitingavagn
BORGARNES: Á af-
greiðslufundi byggingafull-
trúa í Borgarbyggð nýver-
ið var afgreidd umsókn frá
Birgi Jóhannessyni þar sem
hann sækir um stöðuleyfi
fyrir veitingavagn á lóðinni
Digranesgötu 4 í Borgar-
nesi næsta sumar. Í fund-
argerð kemur fram að fyr-
ir liggi samþykki lóðarhafa
með þeim fyrivara að hægt
verði að krefjast brotthvarfs
hans af lóðinni án allra skýr-
inga og án allra bóta komi
til þess. Eins og kunnugt er
hefur Borgarland í hyggju
að byggja verslunar- og
þjónustuhús á lóðinni. Er-
indið er samþykkt á fundi
byggingafulltrúa með fyrir-
vara um jákvæða umsögn frá
Heilbrigðiseftirliti Vestur-
lands.
-mm
Akranes-
meistarar í
bridds
AKRANES: Akranes-
mótinu í sveitakeppni í
bridds er nú lokið. Þátttaka
var heldur minni en undan-
farin ár og skýrist af ýmsum
forföllum í röðum spilafólks
og þá sendu Borgfirðing-
ar ekki sveit að þessu sinni.
Leikar fóru þannig að sveit
Tryggva Bjarnasonar sigr-
aði örugglega og hlaut 65
stig. Með Tryggva spiluðu
Þorgeir Jósefsson, Karl Al-
freðsson og Bjarni Guð-
mundsson. Auk þeirra spil-
aði Jón Alfreðsson eitt kvöld
í forföllum. Í öðru sæti varð
sveit Hauks Þórissonar með
55 stig og í þriðja sæti var
sveit Viktors Björnssonar
með 45 stig. Sveit Einars
Guðmundssonar formanns
rak lestina með 6 stig. Ein-
ar sagði sjálfur í samtali við
Skessuhorn að sveit hans
hafi ekki farið í manngrein-
arálit í leikjum sínum. Gaf
andstæðingum sínum ein-
att 25 stig úr viðureignum
sínum. Næsta fimmtudags-
kvöld verður spilaður eins
kvölds tvímenningur hjá fé-
laginu en 2. mars hefst síð-
an Akranesmótið í tvímenn-
ingi.
-mm
Tilboða óskað í
nýtt gervigras
AKRANES: Akraneskaup-
staður hefur óskað eft-
ir tilboðum í endurnýjun á
gervigrasi Akraneshallar-
innar. Um er að ræða um
7.700 fermetra gervigras-
flöt. Opnunartími tilboða er
7. mars næstkomandi Sam-
kvæmt útboðsgögnunum
skal verkið hefjast 30. júní
næstkomandi. Framkvæmd-
um á að vera að fullu lokið
1. ágúst og þá á að vera hægt
að taka höllina í notkun á
nýjan leik. Svokallað „FIFA
Quality Pro fieldtest“ próf
skal fara fram á vellinunm
sem fyrst eftir verklok og
eigi síðar en 1. nóvember.
-kgk
Ríkharður Jónsson, fyrrverandi
knattspyrnukappi, málarameist-
ari og heiðursborgari Akraness,
lést 14. febrúar síðastliðinn, 87 ára
að aldri. Ríkharður var fæddur á
Reynisstað á Akranesi 12. nóvem-
ber 1929.
Ríkharður varð strax á unga
aldri goðsögn í íslenskri knatt-
spyrnu og að margra áliti er hann
einn mesti „ambassador” fót-
boltans sem Ísland hefur átt fyrr
og síðar. Hann hóf að leika leika
knattspyrnu barnungur að aldri
og var 16 ára þegar hann lék fyrst
með meistaraflokki ÍA. Hann varð
margoft Íslandsmeistari í knatt-
spyrnu, fyrst með Fram en oft-
ast með Skagamönnum og leiddi
lið sitt margoft til sigurs. Hann
byggði upp hið goðsagnakennda
gullaldarlið Skagamanna en á ár-
unum 1951-1960 vann liðið sex
meistaratitla. Auk þess átti hann
glæstan feril með íslenska lands-
liðinu í knattspyrnu. Um tíma lék
Rikki með Arsenal í Englandi.
Ríkharður rak umsvifamikið fyr-
irtæki á Akranesi en starfaði lengst
sem málarameistari. Auk þess tók
hann að sér ýmis félagsstörf, sat
m.a. í bæjarstjórn Akraneskaup-
staðar 1978-1982, var í stjórn
Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar
Akraness í tæp 30 ár og þar af for-
maður stjórnar í tíu ár og var for-
maður Íþróttabandalags Akraness.
Hann var sæmdur íslensku fálka-
orðunni árið 2002, hlaut æðstu
heiðursmerki ÍSÍ og KSÍ, var heið-
ursfélagi Knattspyrnufélags ÍA
og var gerður að heiðursborgara
Akranesbæjar árið 2008.
Ríkharður var mikill fjölskyldu-
maður, glaðbeittur og hreinskipt-
inn. Eiginkona hans var Hallbera
Leósdóttir sem lést 9. janúar síð-
astliðinn. Börn þeirra eru fimm og
í aldursröð; Ragnheiður, Hrönn,
Ingunn, Sigrún og Jón Leó.
mm
Andlát:
Ríkharður Jónsson
heiðursborgari Akraness
Ríkharður Jónsson.
Ungir leiddu gamla til leiks í Akraneshöllinni.
Að athöfn lokinni þegar Ríkharður var gerður að heiðursborgara Akranes-
kaupstaðar haustið 2008 var stillt upp til myndatöku. Í fremstu röð eru hjónin
Hallbera og Ríkharður heiðursborgari, forsetahjónin Dorrit og Ólafur Ragnar
og Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar lengst til hægri. Í efri röð eru börn
þeirra Hallberu og Ríkharðs. Frá vinstri: Ingunn, Jón Leó, Ragnheiður, Hrönn og
Sigrún. Ljósm. mm.
Ríkharður var einn fremsti knattspyrnumaður
þjóðarinnar fyrr og síðar.