Skessuhorn - 22.02.2017, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 20178
Uppfæra
heimasíður
STYKKISH: Ný heimasíða
var nýlega opnuð fyrir Grunn-
skóla Stykkishólms. Í Stykk-
ishólmspóstinum er greint frá
því að síðan sé nú komin nær
kröfum nútímans um útlit og
virkni en sú gamla var komin
til ára sinna. Efnislega er vefur-
inn eins og áður en allt viðmót
hefur tekið stakkaskiptum og er
hann nú talsvert þægilegri yfir-
ferðar. Hægt er að finna fréttir
af skólastarfinu, viðburði, mat-
seðil og fleira á síðunni. „Upp-
lýsingastreymi skólans til for-
eldra er skólanum mikilvægt.
Stefnt hefur verið að því að vef-
ur skólans verði virkari upp-
lýsingamiðill milli heimila og
skóla með áherslu á fréttir af
skólastarfinu og almennar upp-
lýsingar til foreldra, eins og ver-
ið hefur. Sama viðmót og útlit
er á síðunni og nýrri síðu Stykk-
ishólmsbæjar sem tekin var í
notkun sl. haust. Það var Anok
margmiðlun ehf. sem sá um
uppfærslu vefsins, rétt eins og
vef Stykkishólmsbæjar,“ segir í
frétt Stykkishólmspóstsins.
-mm
Vika heilsu
framundan
SNÆFELLSBÆR: Árleg
heilsuvika verður í Snæfellsbæ
dagana 9. - 16. mars nk. Dag-
skráin er óðum að taka á sig
mynd og verður margt fróðlegt
og skemmtilegt í boði fyrir alla.
Nánar er hægt að fylgjast með
dagskránni, og öllu því sem í
boði verður, á síðunni Heilsu-
vika, á Facebook. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
11.-17. febrúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes, 7 bátar.
Heildarlöndun: 71.591 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 36.757
kg í fjórum róðrum.
Arnarstapi, 1 bátur.
Heildarlöndun: 4.039 kg.
Mestur afli: Guðmundur á Hópi
HU: 4.039 kg í einni löndun.
Grundarfjörður, 2 bátar.
Heildarlöndun: 14.179 kg.
Mestur afli: Vinur SH: 8.101 kg
í fimm róðrum.
Ólafsvík, 16 bátar.
Heildarlöndun: 481.787 kg.
Mestur afli: Kristinn SH:
75.883 kg í fimm löndunum.
Rif, 8 bátar.
Heildarlöndun: 216.020 kg.
Mestur afli: Særif SH: 60.630
kg í fimm róðrum.
Stykkishólmur, 4 bátar.
Heildarlöndun: 23.193 kg.
Mestur afli: Haukaberg SH:
13.503 kg í þremur róðrum.
Topp fimm landanir á tíma-
bilinu:
1. Jákup B KG - ÓLA:
33.736 kg. 13. febrúar.
2. Kristinn SH - ÓLA:
20.017 kg. 16. febrúar.
3. Tryggvið Eðvarðs SH - ÓLA:
19.688 kg. 15. febrúar.
4. Kristinn SH - ÓLA:
16.987 kg. 15. febrúar.
5. Særif SH - RIF:
16.350 kg. 13. febrúar.
-kgk
Strætisvagn á suðurleið á aksturs-
leiðinni Akureyri-Reykjavík lenti
út af Þjóðvegi 1 og hafnaði í veg-
skurði á hæðinni skammt ofan við
bæinn Lyngholt í Melasveit laust
fyrir klukkan 10 í gærmorgun. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu voru
sjö í bílnum þegar óhappið varð.
Nokkrir voru fluttur til læknisskoð-
unar og þar af einn með sjúkrabíl
á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi. Strætisvagninn er talsvert
skemmdur.
mm/ Ljósm. ki.
Strætó út í skurð í Melasveit
Konudagsmessa var haldin í Ólafs-
víkurkirkju síðastliðinn sunnu-
dag. Messan var jafnframt fyrsti
viðburður afmælisnefndar vegna
50 ára afmælis kirkjunnar. Verða
fleiri viðburðir út afmælisárið en
afmæli kirkjunnar er 19. nóvem-
ber á þessu ári. Konur í Kvenfé-
lagi Ólafsvíkur tóku virkan þátt í
messunni á sunnudaginn með því
að lesa ritningarlestra og leiða
bænir. Að messu lokinni færðu
félagar úr Lionsklúbbi Ólafsvík-
ur konum rauða rós í tilefni dags-
ins. Kirkjugestum var einnig boð-
ið að þiggja kaffi og konfekt í boði
sóknarnefndar.
þa
Fyrsti viðburðurinn á
afmælisári Ólafsvíkurkirkju
Aðfararnótt fimmtudags í liðinni
viku var brotist inn Neðri-Sýrup-
art, eitt af gömlu uppgerðu hús-
unum á Safnasvæðinu í Görðum
á Akranesi. Þegar starfsfólk kom á
vettvang var aðkoman ljót. Búið var
að stela nokkrum munum úr hús-
inu, eyðileggja aðra og allt var á tjá
og tundri. „Ef einhver hefur orðið
var við mannaferðir á svæði safnsins
eftir kl. 22:30 miðvikudagskvöldið
15. febrúar og þar til næsta morg-
un má gjarnan koma þeim upplýs-
ingum á framfæri við lögregluna á
Akranesi,“ segir í tilkynningu frá
Safnasvæðinu.
Verið er að vinna lista yfir þá
muni sem saknað er úr húsinu. Þá
er samkvæmt heimildum Skessu-
horns verið að efla vöktun á Safn-
asvæðinu með uppsetningu tækni-
búnaðar. mm
Munum stolið og aðrir skemmdir
í innbroti á Safnavæðinu
Héraðsdómur Vesturlands sak-
felldi á dögunum karlmann fyrir
brot gegn valdstjórninni með því
að veitast með ofbeldi að tveimur
lögreglumönnum. Atvikið átti sér
stað á veitingastaðnum Skökkinni á
Akranesi í nóvember 2015. Málsat-
vik voru þau að lögregla var kölluð
á veitingastaðinn vegna manns sem
lét ófriðlega og var æstur vegna þess
að mistök höfðu verið gerð við af-
greiðslu á pöntun hans. Hafði hann
því ekki fengið allt sem hann hafði
pantað og verið var að loka staðn-
um. Þegar lögreglumenn komu á
staðinn báðu þeir manninn um að
róa sig, auk þess sem þeir reyndu
að ná honum út af veitingastaðn-
um. Maðurinn streittist á móti og
er honum í ákæru gefið að sök að
hafa veist að lögreglumönnum
með ofbeldi, gripið í háls annars
þeirra en fellt hinn og slegið hann
hnefahöggum í andlitið. Lögregla
beitti í kjölfarið bæði lögreglu-
kylfu og varnarúða. Nokkru síðar
greip maðurinn kertastjaka og gler-
ílát og gerði sig líklegan til að nota
sem vopn gegn lögreglumönnum.
Nokkru síðar, fyrir utan veitinga-
húsið, segir að maðurinn hafi skvett
heitum vökva í andlit lögreglu-
mannsins sem hann sló áður. Lög-
regla beitti varnarúða og lögreglu-
kylfu þegar maðurinn hlýddi ekki
tilskipunum um að leggjast niður
þegar hann hugðist yfirgefa vett-
vang og var að lokum handjárnað-
ur og færður í fangageymslur lög-
reglustöðvarinnar á Akranesi.
Maðurinn neitaði sök en dómn-
um þótti sannað með framburði
lögreglumanna og myndbandsupp-
tökum úr upptökutækjum á búning-
um þeirra, auk vitnisburðar starfs-
fólks og fleiri á staðnum, að mað-
urinn hefði gerst sekur um það sem
honum var gefið að sök. Með broti
sínu rauf maðurinn skilorð annarrar
refsingar sem hann hafði áður verið
dæmdur til. Héraðsdómur tók því
upp refsingu samkvæmt þeim dómi
og dæmdi með í þessu máli.
Þótti héraðsdómi hæfilega
ákveðin refsing vera fangelsi í sex
mánuði og þótti ekki efni til að
skilorðsbinda þá refsingu. Honum
var einnig gert að greiða útlagðan
sakarkostnað sem og þóknun verj-
anda síns.
kgk
Sex mánaða fangelsi fyrir
brot gegn valdstjórninni