Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Side 11

Skessuhorn - 22.02.2017, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 11 Snæfellsbær Hjúkrunarfræðingur óskast við Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 80-100% starf. Um er að ræða framtíðarstarf. Á Jaðri eru nú 22 heimilismenn. Heimilið var nýlega stækkað og allt tekið í gegn. Þar er vinnuaðstaða með því besta sem gerist. Aðstoðum við útvegun húsnæðis. Nánari upplýsingar veitir Inga Kristinsdóttir forstöðumaður í síma 857-6605 eða á jadar@snb.is Umsóknir berist forstöðumanni Jaðars fyrir 10. mars n.k. Ólafsvík er einn af þremur þéttbýliskjörnum sem mynda sveitarfélagið Snæfellsbæ. Snæfellsbær er ungt sveitarfélag sem vefur sig utan um Snæfellsjökul: Staðarsveit, Búðir, Breiðuvík, Arnarstapi, Hellnar, Hellissandur, Rif, Ólafsvík og Fróðárhreppur. Í góðu veðri er Ólafsvík í tveggja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík - og veðrið er að sjálfsögðu alltaf gott undir Jökli! Hér býr gott fólk sem er alltaf tilbúið að bjóða nýja Snæfellsbæinga velkomna. Í Snæfellsbæ er sérstaklega fallegt umhverfi þar sem Snæfellsjökul ber hæst, enda býður bæjarfélagið upp á alla flóru landsins þegar kemur að landslagi, fugla- og dýralífi. Útivist og íþróttir er hægt að stunda hvenær sem er ársins, skíði og snjóbretti, gönguferðir, golf, hestamennsku, sund og margt fleira. Nýtt glæsilegt íþróttahús er í Ólafsvík. Öflugt tónlistarlíf er í sveitarfélaginu og félagastarfsemi með miklum blóma. SK ES SU H O R N 2 01 7 Talsverð umræða hefur að undan- förnu verið í fjölmiðlum um launa- kjör starfsfólks í sveitum, eða svo- kallaðra sjálfboðaliða sem ráða sig til vinnu á sveitabæjum án þess að fá greidd laun. Þetta er umdeilt enda vissulega verið dæmi um að brotið hafi verið alvarlega á rétt- indum og starfskjörum slíkra sjálf- boðaliða, eða vinnufólks. Nú hafa fulltrúar Bændasamtaka Íslands og Starfsgreinasambands Íslands skrif- að undir sameiginlega yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða á vinnumark- aði. Bændasamtökin vilja árétta að það er andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starf- semi fyrirtækja og lögbýla. Bæði Starfsgreinasambandið og Bænda- samtökin eru einhuga um mikil- vægi þess að fara eftir leikreglum á vinnumarkaði en ekki eru gerð- ar athugasemdir við þau störf sjálf- boðaliða sem byggja á langri venju og sátt hefur verið um, svo sem um störf í smalamennskum og réttum. Í yfirlýsingu SGS og BÍ segir m.a.: „Samtök á vinnumarkaði hafa axlað sameiginlega ábyrgð á uppbygg- ingu vinnumarkaðarins og rétt- indum og skyldum sem þar gilda. Markmið samtaka atvinnurekenda og launafólks er að tryggja áfram samkeppnishæfan vinnumarkað þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um laun og önnur starfskjör í kjara- samningum.“ mm Sjálfboðaliðar mega ekki ganga í almenn störf Drífa Snædal framkvæmdastjóri SGS, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri BÍ, Björn Snæbjörnsson formaður SGS og Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ, undirrita yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða. Ljósm. Snorri Már Skúlason. Innheimtufulltrúi óskast Hæfni og menntunarkröfur • • • • • Starfssvið • • • • • • • Síðastliðinn mánudagsmorgun stóð yfir löndun í Ólafsvíkurhöfn úr fær- eyska línuveiðiskipinu Sandshavið SA 492. Það var Fiskmarkaður Íslands sem sá um löndun og sölu á aflanum sem var rúm 60 tonn eða yfir þúsund togarakassar, að mestu þorskur og ýsa. Aflann fengu þeir um 50 sjómílur vestur af Snæfellsnesi. Í svona löndun þarf margar hendur og voru því all- ir sem vettlingi geta valdið frá Fisk- markaði Íslands, þar á meðal fram- kvæmdastjórinn Aron Baldursson, komnir í löndun. Koma þurfti aflan- um í hefðbundin fiskkör áður en hon- um var ekið inn á markað. Sandsha- við er frá Sandi í Færeyjum og er í sinni fyrstu löndun á Íslandi á þessari vertíð. Skipið landaði meðal annars í Grindavík í fyrra. þa Landað úr Sandshavinu „Aflabrögð hér á Snæfellsnesi hafa verið alveg milljón,“ sagði Pétur Bogason, hafnarvörður í Ólafsvík, í samtali við fréttaritara Skessuhorns þegar hann var spurður um afla- brögð báta sem lönduðu í liðinni viku. „Það hefur bara enginn bátur verið með undir tíu tonnin á dag. Sjómenn veiða bara eins og þeir treysta sér til og jafnvel rúmlega það,“ sagði Pétur glettinn. Þann- ig hefur t.d. Bárður SH mokfiskað í netin ásamt Katrínu SH og Arnari SH. Línubáturinn Tryggvi Eðvarðs SH landaði yfir 20 tonnum í einum róðri og aðrir mokfiskuðu einnig, að sögn Péturs. Jóhannes Jóhannesson, eða Dúddi útgerðarmaður og skipstjóri á línubátnum Ingibjörg SH, sagði í samtali við Skessuhorn að það væri mokafli á Breiðafirði og í Faxaflóa. „Það hefur mjög góður fiskur verið að fást á línuna. Ég var með 28 bala í sjó og fékk yfir átta tonn á þá af stórum og flottum fiski. Þetta eru búin að vera ævintýraleg aflabrögð hjá okkur en þegar vel aflast geng- ur reyndar hressilega á kvótann,“ sagði Dúddi. af Aflabrögð alveg milljón Dúddi við löndun ásamt Degi Ævari Jónssyni barnabarni sínu. Björg Guðlaugsdóttir eiginkona Dúdda er hér við löndun, en hún beitir einnig ásamt því að sjá um löndun úr bátnum. Guðbjartur SH-45 kemur hér að landi í Rifi með tæplega 15 tonn á 50 bala.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.