Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Side 14

Skessuhorn - 22.02.2017, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201714 Jón Gunnarsson alþingismaður Suð- vesturkjördæmis hefur setið á þingi síðan 2007 fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann tók í fyrsta skipti í janúar sæti í ríkisstjórn þegar hann tók við ráðu- neyti samgöngu- og sveitarstjórnar- mála. Nú þegar hefur hann varpað fram hugmynd sem óhætt er að segja að sé í senn byltingarkennd hér á landi en um leið umdeild, eins og bú- ast mátti við. Hugmyndin snýst um að leggja á veggjöld á öllum stofn- vegum að og frá höfuðborginni og að þau muni verða látin standa und- ir nauðsynlegum nýframkvæmdum á þessum stofnvegum næstu árin. Um leið gæti ríkissjóður lagt meira fjár- magn í aðrar brýnar samgöngubæt- ur. Þarna er Jón að tala um stór- átak í vega-, brúa- og gangagerð um Reykjanesbrautina, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá auk Vesturlandsvegar allt upp í Borgarnes. Í þeirri framkvæmd yrði gert ráð fyrir Sundabraut, tvöföld- un Vesturlandsvegar og nýjum Hval- fjarðargöngum. Talið er að stutt sé í að núverandi jarðgöng uppfylli ekki lengur öryggisviðmið vegna aukinn- ar umferðar. Skessuhorn ræddi við Jón um þess- ar hugmyndir og kallaði einnig eftir skýringum á því að nú hefur verið fall- ið frá öllum stærri vegaframkvæmd- um á Vesturlandi sem gert hafði verið ráð fyrir í samgönguáætlun til næstu fjögurra ára sem samþykkt var á Alþingi í haust. Meðal þeirra fram- kvæmda er byrjun á lagfæringum á hættulegum vegi um Skógarströnd, framhald vegagerðar um Uxahryggi, vegagerð í Skorradal, byrjun fram- kvæmda á Vesturlandsvegi um Kjalar- nes og ýmis smærri verk. Samkvæmt tillögum ráðherrans verður ekki ráð- ist í neinar stórar vegaframkvæmdir á Vesturlandi á þessu ári. Tíu milljarða vantar upp í samgönguáætlun Jón segir að ástæðan fyrir því að ekk- ert verður af ýmsum framkvæmd- um á Vesturlandi sem Alþingi sam- þykkti 12. október síðastliðinn sé sú að þeirri samgönguáætlun fylgdi ekki fjármögnun. Hann hvorki neit- ar því né játar að um hafi verið að ræða áætlun sem mörkuð var af því að þingkosningar voru þá handan við hornið, eða svokölluð innantóm kosningaloforð. „Samgönguáætlun fyrir árið 2017 var einfaldlega van- fjármögnuð og ég sem ráðherra sit nú uppi með þá staðreynd en verð um leið að spila úr því sem til skipt- anna er. Í stað þess að 14 milljarðar króna færu í hinar ýmsu vegafram- kvæmdir á þessu ári, eins og áætlað var í samgönguáætlun, fáum við 4,5 milljarða til að spila úr. Því þarf ég að forgangsraða þeim peningum sem úr er að spila. Þau verkefni sem byrjað er á og samningar hafa verið undir- ritaðir um, svo sem Dýrafjarðargöng, fara í forgang sem og ýmis viðhald- svinna við núverandi vegakerfi eink- um til að bæta umferðaröryggi. Ætli tveir til tveir og hálfur milljarðar króna fari ekki í aukið viðhald vega og bættar vegmerkingar bæði á veg- um með slitlagi og án. Vegna vanfjár- mögnunar í samgönguáætlun er okk- ur nauðugur sá kostur að fresta ýms- um verkefnum út um allt land sem samþykkt voru fyrir kosningar,“ segir Jón. Meðal þeirra verka eru vegabæt- ur á Uxahryggjaleið, Skógarströnd og byrjun á framkvæmdum við Vest- urlandsveg. Þá nefnir hann að í stað þess að 800 milljónir fari í Detti- fossveg séu einungis 320 milljónir til framkvæmda í ár. Jón segir að stöð- ugt sé sótt að ríkissjóði um að auka fjárveitingar í hina ýmsu málaflokka, svo sem heilbrigðis- og menntamál. „Við þurfum að forgangsraða því sem við höfum úr að spila en jafnframt að skoða þær leiðir sem hægt er að fara til tekjuöflunar. Af þeim sökum kýs ég að leggja fram þessa hugmynd um stórátak í vegagerð sem yrði kost- að með innheimtu sértekna líkt og landsmenn þekkja úr Hvalfjarðar- göngum.“ Höfum ekki efni á að skoða ekki alla kosti Jón hefur nú skipað starfshóp í ráðu- neytinu sem á í síðasta lagi í maí í vor að skila af sér fyrstu hugmynd- um um útfærslu stórátaks í vegagerð á suðvesturhorni landsins sem fjár- magnaðar verða með veggjöldum. „Það verður byrjað á að skilgreina verkefnið og þessar hugmyndir, svo sem framkvæmdaröð, áætla kostn- að og slíkt. Við erum hér að tala um stærra átak í vegagerð en Íslendingar þekkja í áratugi. Raunar er verið að tala um grundvallarbreytingu. Þessi leið er engu að síður vel þekkt í lönd- unum í kringum okkur og raunar í þeim flestum, að notendur veganna greiði fyrir að aka um þá. Við verð- um hins vegar að skilgreina verkefnið betur og ræða útfærslur þess áður en nokkur ákvörðun verður tekin. Ég sé til dæmis fyrir mér að hægt væri að ráðast í tvöföldun vegarins um Kjal- arnes með skömmum fyrirvara, en að lagning Sundabrautar sé fjær í tíma. En vissulega er ég meðvitaður um að þetta er einungis hugmynd sem eftir er að afla brautargengis. Ef andstað- an við að hefja stórátak í vegagerð með þessum hætti verður mikil, þá mun ég ekki slást fyrir málinu leng- ur en skynsamlegt er. Ég vil hins veg- ar að nú verði farið í upplýsingaöfl- un og valkostir allir skilgreindir til að hægt verði að taka upplýsta ákvörð- un. Við höfum einfaldlega ekki efni á því Íslendingar að skoða ekki alla valkosti í ljósi þess að uppbygging samgöngukerfisins hefur setið eftir. Því tel ég eðlilegt og rétt að leggja þessa valkosti inn í umræðuna,“ segir Jón og bætir við að veggjöld séu víða innheimt í vegakerfinu í Evrópu og standi slík tekjuöflun undir stórfram- kvæmdum. Það þekki Íslendingar vel af ferðum sínum erlendis. Ekki má mismuna Aðspurður um upphæðir veggjalda fyrir að aka fyrrgreinda stofnvegi seg- ir Jón of snemmt að nefna upphæð- ir. „Auðvitað munu stórnotendur, Ís- lendingar sjálfir, fá mestan afslátt þeg- ar þeir aka þessa vegi, en ferðamenn og þeir sem sjaldan fara greiða hærra gjald.“ Þegar þarna er komið er Jón spurður hvort ekki væri skilvirkari leið að innheimta einfaldlega komu- gjöld af öllum flugfarþegum sem til landsins koma? Þá myndu ferðamenn standa straum af þeirri uppbyggingu vega og annarra innviða sem augljós- lega þarf að ráðast í vegna fjölgunar þeirra hér á landi. Skortir ríkisstjórn- ina kjark, eða hvað hamlar slíkri út- færslu? „Að setja á komugjöld er mun flóknari leið en menn ætla. Við á Ís- landi lútum samevrópskum reglum sem kveða skýrt á um að ekki megi mismuna með slíkri gjaldheimtu. Við yrðum þá samhliða slíkum sköttum að leggja skatt á ferjusiglingar og inn- anlandsflug, því annars værum við að brjóta reglur um jafnræði.“ Jón segir að raunar sé ekkert ósanngjarnt við að notendur þjónustu greiði fyrir hana. „Þannig hefur til dæmis verið skoðað að gistináttaskattur sem ég vildi frem- ur skilgreina sem umhverfisgjald, eða náttúruverndargjald, sé sanngjörn skattheimta svo fremi sem hún sé út- færð þannig að allir sem gista á hót- elum eða skemmtiferðaskipum, svo dæmi séu nefnd, greiði fyrir sig. Slík gjaldtaka yrði greiðsla til að verja við- kvæma náttúru. Þá hefur verið rætt um bílastæðagjöld en reglum um þau er nauðsynlegt að breyta til að sveit- arfélög í dreifbýli og þéttbýli sitji við sama borð. Í dag mega sveitarfélög í þéttbýli tæknilega innheimta bíla- stæðagjöld ef þau vilja, en fæst þeirra nýta það sem tekjuöflun. En sveitar- félög í strjálbýli mega það hins vegar ekki. Þessu þarf að breyta en fyrst og fremst þannig að allar þessar leiðir til tekjuöflunar og innviðauppbyggingar verði sanngjarnar og brjóti ekki gegn jafnræði þegnanna,“ segir Jón Gunn- arsson að endingu. mm Leggur til stórátak í uppbyggingu stofnvega á suðvesturhorni landsins Rætt við Jón Gunnarsson samgönguráðherra Jón Gunnarsson tók við embætti ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála í janúar síðastliðnum. Ljósm. VB/Haraldur Guðjónsson. Vaxandi umferð ferðafólks á stærstan þátt í að núverandi stofnvegir í allar áttir frá höfuðborgarsvæðinu eru nú vanbúnir til að taka við þeirri aukningu. Myndin er af röð bíla skammt sunnan við Borgarfjarðarbrú. Ljósm. gj. Víða erlendis eru lagði skattar á umferð smábíla sem aka stofnbrautir, meðal annars í Austurríki þaðan sem þessi mynd er.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.