Skessuhorn - 22.02.2017, Qupperneq 18
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201718
Leikfélagið Sv1 í Menntaskóla
Borgarfjarðar frumsýndi á föstu-
daginn hið sígilda leikrit Astrid
Lindgren um Línu Langsokk.
Önnur sýning var síðan á sunnu-
daginn að viðstöddum Guðna
Th Jóhannessyni forseta Íslands,
Elizu Reid eiginkonu hans og
tveimur yngstu börnum þeirra
hjóna.
Óhætt er að segja að uppfærsla
leikfélagsins Sv1 sé með sóma,
hvert sem litið er. Það verður að
teljast líklegt að frumraun Geirs
Konráðs Theódórssonar í leik-
stjórn muni leiða hann áfram á
listabrautinni, en sjálfur er hann
þessa dagana að sýna Svarta Gald-
ur í Landnámssetri Íslands milli
þess sem hann vinnur að uppfinn-
ingum og hönnun í Hugheimum.
Geir Konráð hefur náð vel til unga
fólksins því leikur, tónlist, dans og
tæknivinnsla gekk eins og smurð
vél og úr varð hin besta skemmt-
un. Slíkt tekst ekki nema borin
sé virðing fyrir leikstjóranum og
hann fyrir samstarfsfólki sínu.
Grunnskólakennara í
Grundarfirði
Dag ur í lífi...
Nafn: Ingibjörg Eyrún Bergvin-
sdóttir
Fjölskylduhagir/búseta: Í
sambúð með Runólfi Jóhan-
ni Kristjánssyni, á tvo drengi;
Kristján Pétur fjögurra ára og
Hilmar Örn tveggja ára. Búsett
í Grundarfirði.
Starfsheiti/fyrirtæki: Kennari í
Grunnskóla Grundarfjarðar.
Áhugamál: Ferðalög, vera með
fjölskyldunni og hreyfing.
Dagurinn: Fimmtudagurinn
16. febrúar 2017
Klukkan hvað vaknaðirðu og
hvað var það fyrsta sem þú
gerðir? Vaknaði kl. 7:10, fór á
klósettið og klæddi mig í föt.
Hvað borðaðirðu í morgun-
mat? Kornfleks.
Hvenær fórstu til vinnu og
hvernig? Um 8 leytið, á bíl.
Fyrstu verk í vinnunni:
Draga frá glugganum og kíkja
inn á tölvupóstinn og Mentor.
Hvað varstu að gera klukkan
10? Kenna 5. bekk náttúru-
fræði.
Hvað gerðirðu í hádeginu?
Borðaði hádegismat á kaffi-
stofunni, flatkökur og hleðslu.
Hvað varstu að gera klukkan
14? Fara yfir próf.
Hvenær hætt og það síðas-
ta sem þú gerðir í vinnunni?
Hætti kl. 15:50 og endaði á að
ganga frá í stofunni.
Hvað gerðirðu eftir vinnu?
Fór á ketilbjölluæfingu og svo
heim að elda.
Hvað var í kvöldmat og
hver eldaði? Ég sá um elda-
mennskuna, en það var lasagna
í matinn.
Hvernig var kvöldið? Svæfði
strákana, þreif bílinn að innan
og fundur með foreldraráði
leikskólans. Endaði á að horfa á
einn þátt fyrir svefninn.
Hvenær fórstu að sofa? um
ellefu leytið.
Hvað var það síðasta sem þú
gerðir áður en þú fórst að
hátta? Horfa á einn þátt.
Hvað stendur uppúr eftir
daginn? Góður dagur. Skemm-
tileg ketilbjölluæfing.
Eitthvað að lokum? Lifðu í
núinu og njóttu þess.
Lína Langsokkur í Hjálmakletti
Nemendur menntaskólans voru
svo elskulegir að bjóða ungmenn-
um úr tíunda bekk Grunnskóla
Borgarness að taka þátt í upp-
færslunni. Það var góð ákvörðun
því í þeim hópi reyndist aðalleik-
konan Íris Líf Stefánsdóttir. Að
öðrum leikurum ólöstuðum glans-
aði Íris í hlutverki sínu og túlkun
á Línu Langsokk, hinni frjálslegu
og munaðarlausu stúlku sem sett-
ist að á Sjónarhóli barnavernd-
aryfirvöldum til mikillar mæðu.
Henni fylgdu húsdýrin Herra
Níels og hesturinn Litli Karl, sem
voru prýðilega túlkuð og leikin af
þeim Phoeby Grey Angco Gines
og Nicollo Carrivale. Unga fólkið
sem tók þátt í þessari sýningu má
vissulega vera stolt og ánægt með
frábæra sýningu. Það hefur not-
ið aðstoðar víða úr samfélaginu,
hvort sem litið er til búninga og
leikmuna, upptökum á tónlist og
annarra þátta sem fyglja uppfærslu
af þessari stærð. Fölskvalaus gleði
og fagmannleg vinnubrögð unga
fólksins skilar frábærri sýningu.
Þegar leikgleðin skilar sér fram
í sal til áhorfenda er takmarkinu
náð.
Börn forseta Íslands skemmtu
sér konunglega á sýningunni og
það gerðu foreldrar þeirra einnig.
„Mikið má þetta unga fólk vera
stolt af því sem það er að gera.
Við fjölskyldan skemmtum okkur
konunglega og ég óska leikfélag-
inu til hamingju,“ sagði Guðni
Th Jóhannesson forseti að lokinni
sýningu.
mm
Forsetahjónin og börn þeirra, leikstjóri og hópurinn sem stendur að sýningunni á Línu.
Til að allir gestir sjái sem best er yngstu börnunum boðið að sitja á dýnum framan
við fremsta bekk. Alveg upplagt fyrirkomulag. Þarna eru Lína, Herra Níels, Anna
og Tommi í atriði inni á Sjónarhóli. Haldið til hafs á ný.
Í einu af lokaatriðunum er Eiríkur Langsokkur skipstjóri og áhöfn hans mætt.