Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Page 26

Skessuhorn - 22.02.2017, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 201726 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á kross- gátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orða- bók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 82 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Skondinn.“ Vinningshafi er Jón S Ólason, Þórðargötu 2, 310 Borgarnesi. Máls- háttur Tikk Æða Málóð Kven- dýr Óskar Grimm- ur Tákn Málmur Nei Fákur Frægð Ferð Erfitt Hnus Góð Hvílir Vær Skelf- ur Klessa Risi Púka Ham- ingja Iðrun Kenna Þjappa Dramb Stafur Bindur Kögur Ernir Akkeri 2 6 Klæði Bor Staða Gal- gopi Klafi Smá- bitar Mat Pípa Jaðar Spurn Reykur Ánauð 8 Þraut Heiður Atar 10 Hjarir Lang- amma Hvíli Tútta Stöng Tófa Starfið Flan Sk.st. Brakaði Spilið Hreyf- ing Helsi Þvæla Keyrðu Skrugg- an Ramb Skran Gömul Kertis- kveikur 4 Erjur Massinn Suddi Svefn Tónn Svað Ílát 1 Sérhlj. Rödd Ögn Ánægð- ur Fjar- lægð Ugga Liðug 7 Af- sökun Sefaði Sér.hlj. Samhlj. Skor- dýr Fugl Dá Skaði Elfan Múkka Laun Gruna Safinn Rolu- skapur 9 Til Kynleg Öslaði Reifi Æst Ungviði Tónn 3 Öldu- gjálfur Ötul 5 Vand- virkni 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 G L A Ð L E G U R O F Á Ð U R Ó L F L Ó R A S T A L U K A F P Y T T U R N Ö S K T V Ö A L U R S Á D R Ó Ö R Æ R A K R Ú A I Ð A L Ú Ð K U K L S Ó T R U G L I L H Á L S A R F R Ú H A Á K Ú R A R í U S L A R Ú T S É R Æ T T R A L L B A U N T A K l Ð Ö L L R Æ T T K I N N U L L I A N M Á L A U N L Á S K Ó R P R E N T E S V I T T Á L E I G U R G A L L I U M E I Ð I D O U N D I R U M Y S I O K R L Ó N R Ý N A S U K K S K O N D I N N L A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Vísnahorn Það er merkilegt hvað Ís- lendingar þurfa alltaf að flytja inn þó við eigum nóg af sambærilegri vöru. Það er ekki nóg með að við þurfum að flytja kjöt bæði út og inn heldur þurf- um við líka að flytja inn hátíðisdaga. Valentínus- ardagur var til skamms tíma óþekkt fyrirbrigði hér á landi en sumardagurinn fyrsti talinn full- gildur dagur elskenda. Fyrir nú utan alla hina 364 sem fylgdu með alveg gratís. Vestur-Íslendingur- inn Kristján Rósman Casper Steingrímsson orti til konu sinnar eftir langt hjónaband: Leiðst höfum við um lífsins höf lánið fylgdi og blíðan, Ég fékk þig í jólagjöf. Jól eru ávalt síðan. Spurningakeppnir voru lengi og eru raun- ar enn vinsælt efni í fjölmiðlum. Bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þorsteinn Jónasson á Oddsstöðum hlustaði á spurningakeppni og var ein spurningin úr þeim blessuðu boðorðum. Vafðist hún nokkuð fyrir keppendum og varð tilefni þessarar vísu: Þó mikið aukist menntunin mönnum hjá og sprundum, virðast blessuð boðorðin bögglast fyrir stundum. Í öðrum spurningaþætti þar sem áttust við Húnvetningar og Þingeyingar var Ómar Ragn- arsson stjórnandi og spyrill og hafði hagyrðinga fólki til skemmtanastyttingar. Var Óskar í Með- alheimi hagyrðingur Húnvetninga og þegar ljóst var að stefndi í Þingeyskan sigur lokaði Óskar málinu með þessari: Beggja lið að bragði svara býsna vel er Ómar spyr. Þingeyingar eru bara ekki nógu vitlausir. Mörgum þykir athyglisverð hugmynd sam- gönguráðherrans okkar, að láta menn borga sér- stakan skatt fyrir að aka út fyrir höfuðborgar- svæðið. Gæti það orðið drjúgur tekjuauki fyrir ríkissjóð ef ástfangið fólk ætti heima sitt hvor- um megin við gjaldskýlið. Að ekki sé talað um ef vinnandi menn skryppu heim í mat í hádeginu. Fundið fé! Um þetta orti Hjálmar Freysteinsson: Höfuðborgin blaut og grá bakar margan skaðann. Skatturinn er sanngjarn sá sem hann Jón vill leggja á; að menn greiði fyrir að fá -að fara þaðan. Blessaðir stjórnmálamennirnir okkar eru stundum misvitrir. Að mati kjósenda sinna allavega. Frímann Hilmarsson heyrði hátt settan mann vera að barma sér yfir því, að sá sem hann hafði trúað hvað mest á, væri talsvert gallaður og færi heldur versnandi eftir því sem lengur lifði. Um þessi tíðindi orti Frímann: Leyndir gallar sáust seint sem að breyttu vonum. Fjandinn hefur farið beint í forritið á honum. Karl Friðriksson brúarsmiður orti eftirfarandi vísur og þó ég viti ekki glöggt um tilefnið má al- veg heimfæra þær uppá stjórnmálamennina og vonir kjósenda sem við þá eru bundnar: Borgir falla, breytist trú, best þá galla sjáum við sem allir eins og þú yfir fjallið þráum. Margir villast ljóst og leynt lífs í hillingunni sem á milli geta greint guð í spillingunni. Einu sinni voru erfiljóð mjög í tísku svo að ná- lega enginn mátti skilja við lífið án þes um við- komandi væri ort erfiljóð og helst sem lengst. Skipti ekki öllu máli með gæðin ef vísurnar voru nógu margar. Ýmsir munu kannast við þessa vísu: Þórður orti þokuljóð Þorstein eftir séra. Meiningin var máski góð en mátti betri vera. Ekki veit ég betur en eftirfarandi vísa sé eft- ir Jón Ásgeirsson á Þingeyrum eins og margt fleira gott enda ýmislegt sem veröldin gerir sér til dundurs með okkur mannskepnurnar: Veröld svona veltir sér, vafin dularfjöðrum, hún er kona hverflynd mér, hvað sem reynist öðrum. Á stríðsárunum voru tveir Hafnarstrætisrón- ar búnir að betla sér fyrir flösku en hvert sem þeir komu varð endirinn alltaf sá að þeir urðu að hrekjast burt þegar þeir ætluðu að hefja drykkju. Leið þeirra lá loks upp í kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þar rákust þeir á nýtekna gröf og var hún klædd með striga og blómum skreytt. Stigi lá niður í gröfina í öðrum endanum. Þeir tóku því það ráð að setjast þar að enda skjólgott gegn næðingum lífs og veðra. Þarna undu þeir góða stund og kláruðu úr flöskunni. Annar þeirra lét sér síðan renna i brjóst en hinn fór að raula gamla stöku. En fyrr en varði komu líkmenn og ráku þá félaga upp með harðri hendi, því von var á líki eins af góðborgurum bæjarins með göfugu fylgdarliði. Annar Hafnarstrætismanna sagði þá: Um beina ég hef ekki beðið né skart, eða brauð hér í jarðlífs töfinni. En það finnst mér sannlega helvíti hart að hafa ekki frið til að drekka i gröfinni. Svo kemur hér ein eftir Bjarna Jónsson frá Gröf: Ég hef átt mér yndi dátt, ergja fátt mig kunni. Hjá fljóðum sáttur þráði þrátt að þjóna náttúrunni. Ingvar Pálsson frá Balaskarði hitti stúlku, sem hann hafði ekki séð um nokkuð langan tíma og orti: Unga þekkti ég auðargná, en nú vart ég kenni. Farið er að falla á fegurðina á henni. Kunningi Birgis Hartmannssonar fór að gefa auga giftri konu og endaði með því að hún skildi við eiginmanninn og tók upp sambúð með vin- inum. Leið nú nokkur tími svo að hana bar ekki fyrir augu skáldsins en þegar svo bar við ári síðar eða rúmlega það þótti honum sem konan hefði nokkuð látið á sjá og grunaði vin sinn um ógæti- lega brúkun: Menn í grannans garði sjá grös og tekst að ná þeim. -Þau gulna fljótt hin grænu strá gangi maður á þeim. Nú það er jafnsatt að karlkynið lætur einnig á sjá fyrir ellinni enda að sjálfsögðu fullkomið jafnrétti í veröldinni. Gísli Ólafsson orti á sínum seinni árum: Gerast hár á höfði grá, hællinn sár í skónum. Berast árin ótt mér frá. eins og bára á sjónum. Og ekki er svosem bjartara yfir þessari vísu eft- ir Baldvin Jónsson: Æfin þrýtur einskisnýt, eignast eg lítinn seiminn. Á blágrýti eg ganga hlýt gegnum vítis heiminn. Síðasta vísan að þessu sinni er eftir snillinginn Jóhann Guðmundsson frá Stapa: Þegar dagsins dvínar stjá og dofnar staka á munni. Þá er sælt að sofna frá síðstu hendingunni. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þau gulna fljótt hin grænu strá - gangi maður á þeim!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.