Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2017, Side 31

Skessuhorn - 22.02.2017, Side 31
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Bæði Snæfell og Skallagrímur léku tvisvar í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik í liðinni viku. Snæfell lagði nýkrýnda bikarmeistara Kefla- víkur að kvöldi miðvikudags en á sama tíma þurftu Skallagrímskonur að sætta sig við tap gegn Val. Vesturlandsliðin tvö mættust síð- an í Borgarnesi á laugardag í stórleik umferðarinnar. Fyrir leikinn voru lið- in jöfn að stigum á toppi deildarinnar, en Skallagrímskonur vermdu topp- sætið á innbyrðis viðureignum. Liðin höfðu mæst þrisvar áður í deildinni og Skallagrímur hafði unnið tvo leiki en Snæfell einn. Þá höfðu Snæfellskonur harma að hefna síðan í undanúrslitum bikarsins í vikunni á undan, en þar sigraði Skallagrímur sem kunnugt er í hádramatískum leik. Fyrirfram var því búist við hörkuleik í Borgarnesi, enda mættust þar tvö af bestu körfu- knattleiksliðum landsins. Sú varð líka raunin og úrslitin réðust ekki fyrr en á lokamínútunum. Fór svo að Snæ- fell hafði betur eftir magnaðan enda- sprett, 61-71 og tyllti sér þar með á toppinn í deildinni. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi og fylgdust að í einu og öllu í upphafsfjórðungnum. Skallagrímur leiddi með einu stigi að honum lokn- um, 18-17. Þær náðu fimm stiga for- skoti í byrjun annars leikhluta og aft- ur um miðbik hans. En Snæfellskonur kláruðu fyrri hálfleikinn með góðum leikkafla sem skilaði þeim fjögurra stiga forskoti í hléinu, 32-36. Snæfell réði ferðinni í upphafi síðari hálfleiks en Skallagrímsliðið átti erfitt uppdráttar. Þegar komið var fram yfir miðjan þriðja leikhluta hafði Snæfell tíu stiga forystu, 46-36. Þá var Skalla- grímskonum nóg boðið. Þær minnk- uðu muninn snarlega í tvö stig og þannig var staðan eftir þrjá leikhluta. Snæfell leiddi með 48 stigum gegn 46. Upphófst þá æsispennandi loka- fjórðungur. Skallagrímur náði þriggja stiga forskoti á fyrstu mínútum hans áður en Snæfell svaraði og komst stigi yfir. Aftur náðu Skallagríms- konur yfirhöndinni og fimm stiga forskoti þegar fjórar mínútur lifðu leiks. En Snæfellskonur voru hvergi á því að gefast upp og þegar tvær mín- útur voru eftir jöfnuðu þær metin í 59-59 með þriggja stiga körfu. Eft- ir það var komið að vörn þeirra, sem náði að halda Skallagrími í skefjum næstu tvær sóknir. Það skilaði Snæ- felli tveimur auðveldum körfum og fjögurra stiga forskoti. Með tveimur þriggja stiga körfum þegar um mín- úta var eftir innsigluðu Snæfellskonur síðan sigurinn með ótrúlegum enda- spretti. Lokatölur í Borgarnesi urðu 61-71, Snæfelli í vil. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var at- kvæðamest leikmanna Skallagríms með 19 stig og tíu fráköst. Tavelyn Tillman var með 15 stig, átta fráköst og fimm stoðsendingar og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði ellefu stig og tók tíu fráköst. Aaryn Ellenberg var iðin við kol- ann í liði Snæfells. Hún lauk leik með 28 stig, tíu fráköst og sjö stoðsending- ar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 20 stig og Bryndís Guðmundsdóttir var með tíu stig, ellefu fráköst og fimm stoðsendingar. Komin í úrslitakeppnina Úrslit leiksins þýða sem fyrr seg- ir að Snæfell tyllir sér á topp Dom- ino‘s deildarinnar með 34 stig eftir 22 leiki. Skallagrímur situr í 3. sæti með 32 stig, jafn mörg stig og Kefla- vík í sætinu fyrir ofan. Þessi þrjú lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni þegar sex umferðir eru eftir af deild- inni. Þar með eru aðeins 12 stig eft- ir í pottinum. Skallagrímur og Kefla- vík eru 14 stigum á undan liðunum í 5. og 6. sæti og því örugg áfram, sem og topplið Snæfells. Það er því ljóst að bæði Vesturlandsliðin munu taka þátt í úrslitakeppninni og gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins í körfu- knattleik. Skallagrímsliðið heldur áfram að endurskrifa sögu félagsins, því þetta er í fyrsta sinn sem Skalla- grímskonur komast í úrslitakeppni síðan hún var sett á laggirnar. Ís- landsmeistarar Snæfells eru aftur á móti á leið í úrslitakeppnina sjöunda árið í röð. Úrslitakeppnin hefst 28. mars næstkomandi en þangað til þurfa lið- in að ljúka deildarkeppninni. Bæði Skallagrímur og Snæfell leika næst á miðvikudaginn, 22. febrúar næst- komandi. Skallagrímur heimsækir Stjörnuna en Snæfell tekur á móti Njarðvík. kgk Snæfell sigraði eftir ótrúlegan endasprett Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og María Björnsdóttir í baráttunni. Ljósm. Skallagrímur. Aaryn Ellenberg lyftir sér upp og setur tvö af 28 stigum sínum í leiknum. Ljósm. Skallagrímur. Snæfell og Skallagrímur léku tvisv- ar í Domino‘s deild karla í liðinni viku. Snæfell tók á móti Tindastóli á fimmtudag og mátti sætta sig við stórt tap. Sama kvöld heimsóttu Skallagrímsmenn lið Keflvíkinga og þurftu einnig að lúta í gras. Skallagrímur og Snæfell mættust síðan í mögnuðum Vesturlandsslag á sunnudagskvöld. Leikið var í Borgar- nesi. Fyrir leikinn voru liðin í 11. og 12. sæti deildarinnar. Skallagrímur hafði 12 stig í næstneðsta sætinu og hefur verið í mikilli baráttu í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar þar sem fá stig skilja fallsæti frá sæti í úr- slitakeppninni. Snæfell var hins vegar fallið fyrir leikinn og höfðu Hólmar- ar því ekki að neinu að keppa. Hins vegar á engin von á öðru en að þeir munu bera höfuðið hátt það sem eft- ir lifir tímabils og það gerðu þeir svo sannarlega í slagnum við nágranna sína á sunnudag. Þeim tókst að knýja fram framlengingu á dramatískan hátt en þar hafði Skallagrímur betur á jafn dramatískan máta. Borgnes- ingar sigruðu með þremur stigum, 122-119 í mögnuðum leik. Skallagrímsmenn mættu mjög ákveðnir til leiks og héldu Snæ- fellingum stigalausum fyrstu þrjár mínúturnar. Í stöðunni 10-0 tóku Hólmarar leikhlé og sneru ákveðn- ir til leiks að því loknu. Eftir upp- hafsfjórðunginn leiddi Skallagrímur 30-21 en Snæfell minnkaði mun- inn í fimm stig snemma annars leik- hluta. Nær komust þeir ekki að sinni því Borgnesingar léku á alls oddi til hálfleiks og höfðu 22 stiga forskot í hléinu, 64-42. Dramatík á ferð Stundum er sagt að körfubolta- leikir vinnist ekki í fyrri hálfleik og það sönnuðu Snæfellingar á sunnu- dag. Þeir mættu mjög ákveðnir og mun einbeittari til leiks eftir hléið. Voru mun skynsamari í sóknarleik sínum og hófu hægt en örugglega að minnka forskot heimamanna. Skömmu eftir miðjan þriðja leik- hluta fékk bekkurinn hjá Snæfelli dæmda á sig sína þriðju tæknivillu og var Inga Þór Steindórssyni þjálf- ara því gert að yfirgefa völlinn. Upp- hófst þá ótrúleg atburðarás. Hann bað um útskýringar á brottvísun- inni en fékk engar, var síðan meinað að taka sér sæti á áhorfendapöllun- um og á endanum vísað úr húsinu. Mikil orka fór í þetta og nokkur tími en það virtist kveikja í Snæfellslið- inu. Þeir minnkuðu muninn í 14 stig áður en leikhlutinn var úti og héldu uppteknum hætti í lokafjórðungn- um. Smám saman minnkaði forskot Skallagríms og þegar tvær mínútur lifðu leiks komst Snæfell yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lokamínúturnar voru æsispenn- andi og dramatískar. Skallagrím- ur leiddi með þremur stigum þegar 12 sekúndur lifðu leiks en hinn ungi Árni Elmar Hrafnsson jafnaði met- in fyrir Snæfell á lokaandartökum leiksins með þriggja stiga skoti og því þurfti að framlengja. Mikið jafnræði var með liðunum í framlengingunni. Skallagrímsmenn náðu tveggja stiga forskoti en Snæ- fellingar fylgdu þeim eins og skugg- inn. Þegar 16 sekúndur voru eftir jafnaði Snæfell metin í 119-119 en Skallagrímsmenn áttu möguleika á að stilla upp í eina sókn enn. Það gerðu þeir og lauk henni með því að reynsluboltinn Magnús Gunn- arsson setti niður þriggja stiga skot með þrjár sekúndur á klukkunni og tryggði Skallagrími dramatískan sig- ur í mögnuðum leik. Frábær þrenna Eyjólfs Eyjólfur Ásberg Halldórsson var frá- bær í liði Skallagríms og steig heldur betur upp seint í leiknum þegar bæði Sigtryggur Arnar Björnsson og Flen- ard Whitfield höfðu verið sendir út af með fimm villur hvor. Hann setti upp myndarlega þrennu, skoraði 27 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoð- sendingar. Flenard átti engu að síð- ur stórleik með 41 stig og 17 fráköst. Magnús Gunnarsson skoraði 21 stig og tók fimm fráköst en áðurnefndur Sigtryggur Arnar skoraði 18 stig og gaf ellefu stoðsendingar áður en hann var rekinn af velli. Stigahæsti leikmaður leiksins var hins vegar Snæfells megin, því Christian Covile átti magnaðan leik með 48 stig, 16 fráköst og fimm stoð- sendingar. Árni Elmar Hrafnsson skoraði 30 stig og tók fimm fráköst, Andrée Fares Michelsson skoraði 13 stig og Viktor Marinó Alexandersson og Þorbergur Helgi Sæþórsson voru með ellefu stig hvor. Með sigrinum lyfti Skallagrímur sér upp um sæti í deildinni og situr nú í því 10. með 14 stig, tveimur stigum á undan Haukum og jafn mörgum á eftir ÍR í sætinu fyrir ofan. Fjögur stig eru síðan í liðin í 6.-8. sæti. Snæfell er eftir sem áður án stiga í botnsæti deildarinnar og fallið, sem fyrr segir. Bæði lið leika næst fimmtudaginn 23. febrúar. Skallagrímur heimsækir Stjörnuna en Snæfell mætir Grinda- vík í Stykkishólmi. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Mikil dramatík í framlengdum Vesturlandsslag Skallagrímsmenn fögnuðu innilega eftir að hafa tryggt sér sigurinn á lokasek- úndum leiksins. Eyjólfur Ásberg Halldórsson sækir að körfu Snæfells. Hann var frábær í leiknum og setti upp myndarlega þrennu. Viktor Marinó Alexandersson einn á auðum sjó og skorar fyrir Snæfell.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.