Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 1
Sú áhugaverða staða er nú uppi að eigendur og rekstraraðilar fjögurra bestu veitingastaða Reykjavíkur, sam- kvæmt ferðavefnum Tripadvisor, eru ýmist Borgnesingar, Mýramenn eða tengdasynir af svæðinu. Þessa staði flokka gestir eftir upplifun sinni um gæði en á lista Tripadvisor eru 344 veitingastaðir í Reykjavík. Besta veit- ingastað Reykjavíkur meta gest- ir veitingastaðinn Restó við Rauðar- árstíg og byggir sá dómur á umsögn ríflega 800 gesta. Restó er í eigu og rekinn af Jóhanni Helga Jóhannes- syni frá Krossnesi á Mýrum, en hann er sonur Jóhannesar Þórðarsonar og Guðnýjar Grendal Magnúsdóttur. Þriðji besti veitingastaður borgar- innar á lista Tripadvisor er Ostabúðin við Skólavörðustíg. Sá staður er í eigu frænda og nafna Jóa á Restó; Jóhanns Jónssonar, en faðir hans er Jón Eggert fyrrum kaupmaður við Skallagríms- götu í Borgarnesi og móðir Guðrún Þórðardóttir frá Krossnesi. Fjórði besti veitingastaður Reykja- víkur er Messinn við Lækjargötu sem er í eigu Borgnesingsins Jóns Mýrdal, sem er sonur Harðar Jóhannssonar, Hölla á dekkjaverkstæðinu, og Þur- íðar Mýrdal. Loks má bæta því við að einn af eigendum Matarkjallarans við Aðal- stræti, sem er í öðru sæti á þessari þekktustu ferðamannavefsíðu heims, er Gústav Axel Gunnlaugsson, en tengdaforeldrar hans eru Borgnes- ingarnir Hallgeir Pálmason smiður og Helga Jakobsdóttir. mm FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 17. tbl. 20. árg. 26. apríl 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? TILBOÐSDAGAR 20% afsláttur af öllum og Gildir til og með 6. maí. dömu- og herrafatnaði. www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Í nýjasta tölublaði vísindarits- ins Agricultural Science er greint frá því að ný plöntutegund hef- ur numið land á Íslandi og fund- ist við Deildartunguhver í Borg- arfirði. Latneska heiti þessarar plöntu er Arabidopsis thaliana en í íslenskra þýðingu hefur hún ver- ið nefnd gæsamatur. Plantan spír- ar að hausti og setur blóm að vori. Líftími hennar er fremur stuttur og er plantan því gjarnan notuð við hvers kyns rannsóknir. Í vísindaritinu er greint frá því að þessi nýja planta hafi fundist vorið 2015 á jarðhitasvæðinu við hverinn. Í ljósi þess að mikill fjöldi ferðamanna frá ýmsum heimsálf- um kemur til að skoða Deildar- tunguhver má leiða að því líkum að fræ plöntunnar hafi borist hing- að með skófatnaði. mm Gæsamatur nemur land Í gær á degi umhverfisins hófst nýtt átak Landverndar: „Hreinsum Ís- land“. Dagana 25. apríl - 7. maí er vak- in athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Vonast samtökin til að sem flestir leggi hönd á plóg og taki þátt í að minnka plastmengun. „Hvetjum við fólk til að nota minna plast, kaupa minna og auka endur- vinnslu. Hægt er að skipuleggja sína eigin strandhreinsun og veitir Land- vernd góð ráð á síðunni hreinsumisl- and.is,“ segir í tilkynningu. Meðal viðburða í átakinu má nefna að laugardaginn 6. maí fer á Snæfells- nesi fram Norræni strandhreinsunar- dagurinn. Að honum standa Land- vernd og nokkur umhverfisverndar- samtök á Norðurlöndum auk ann- arra skipuleggjenda á Íslandi sem eru Svæðisgarðurinn Snæfellsnes, Eart- hCheck Snæfellsnesi, Lionshreyfing- in á Íslandi og Blái herinn. Hreins- aðar verða þrjár strendur á Snæfells- nesi og fer samtímis fram strand- hreinsun á öllum Norðurlöndunum. Auk fjölda sjálfboðaliða mun Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindar- áðherra taka þátt í Strandhreinsun á Snæfellsnesi. „Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Árlega eru 300 milljón tonn af plasti framleidd í heimum, en það jafngildir 300 milljón fílum. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meirihluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaðu , eða endar í hafinu. Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við,“ en nú er jafnvel talið að það verði meira af plasti en fiski í sjón- um árið 2050,“ segir í kynningu frá Landvernd. mm Óttast að meira verði af plasti en fiski í hafinu árið 2050 Svartbakur með krók og spotta í hálsi. Ljósm. Róbert Arnar Stefánsson. Borgnesingar og Mýramenn gera það gott í veitingarekstri Jóhann Helgi Jóhannesson kokkur og kona hans Ragnheiður Helen Eðvarð- sdóttir reka veitingastaðinn Restó við Rauðarárstíg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.