Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 13
Fjársterkir aðilar hafa að undan-
förnu boðið í húseignir í Brákarey í
Borgarnesi. Um er að ræða húsakost
sem upphaflega var byggður fyrir
Bifreiða- og trésmiðju Borgarness,
BTB. Húsið er nú í eigu sjö aðskildra
eigenda sem hver um sig stendur fyr-
ir ólíkri atvinnustarfsemi í húsinu.
Samkvæmt heimildum Skessuhorns
hafa eigendur almennt tekið jákvætt
í sölu eignarhluta sinna en í einhverj-
um tilfellum vantar annað húsnæði
til að starfsemi þeirra geti flust ann-
að. mm
Boðið í húseignir í Brákarey
Háskólinn á Bifröst verður með op-
inn dag í háskólaþorpinu laugardag-
inn 29. apríl, milli klukkan 14 og 17.
Á opna deginum verður sem fyrr
námsframboð háskólans kynnt og
nemendur bjóða gestum í göngu-
ferðir um svæðið og skólann. Einn-
ig verður skemmtidagskrá fyrir alla
fjölskylduna.
Við Háskólann á Bifröst er í boði
framsækið nám í viðskipta-, laga-
og félagsvísindadeild sem miðar að
því að undirbúa nemendur sem best
undir atvinnulífið með hagnýtum
verkefnum og hópavinnu. Í grunn-
námi við viðskiptadeild Háskólans á
Bifröst er t.a.m. í boði viðskiptafræði
með áherslu á ferðaþjónustu og við-
skiptafræði með áherslu á mark-
aðssamskipti. Frá og með hausti
verður í boði nýtt meistaranám við
deildina, annars vegar í forystu og
stjórnun með áherslu á mannauðs-
stjórnun og hins vegar í markaðs-
fræði. Háskólinn á Bifröst var fyrsti
íslenski háskólinn til að bjóða nem-
endum BS í viðskiptalögfræði og
frá vorönn 2017 hefur einnig ver-
ið í boði MBL, meistaranám í við-
skiptalögfræði. Við félagsvísinda-
deild háskólans er í boði BA í heim-
speki- hagfræði og stjórnmálafræði
(HHS) og BA í miðlun og almanna-
tengslum og meistaranám í menn-
ingarstjórnun. Þá er Háskólagátt
fyrir þá sem vilja ljúka aðfaranámi í
háskóla og er góður undirbúningur
fyrir háskólanám.
Á opnum degi verður einnig
glæsileg skemmtidagskrá í boði fyr-
ir alla fjölskylduna. Alda Dís og Ei-
ríkur Hafdal halda tvenna tónleika í
Hriflu klukkan 14:30 og 16:15. Þá
verður Leikhópurinn Lotta með
sýningu fyrir yngstu kynslóðina kl.
15 og andlitsmálning verður í boði.
Árlegt vöfflukaffi verður einnig á
sínum stað í hátíðarsal skólans á
vegum Kvenfélags Stafholtstungna.
Loks má benda á að umsóknar-
frestur í meistaranám er til 15. maí
næstkomandi og í grunnnám til 15.
júní.
mm
Háskóladagur á Bifröst
næstkomandi laugardag
Fyrsta hjónavígslan í Akranesvita
fór fram 18. apríl síðastliðin þeg-
ar hin þýsku Tanja og Markus létu
gefa sig saman í fjörunni fyrir neðan
vitann. Sá sýslumaðurinn á Vestur-
landi um vígsluna. Tanja og Mark-
us komu til Íslands á vegum ferða-
skrifstofunnar Katla Travel, sem sá
um skipulag og undirbúning ferðar-
innar. Fyrirtækið hefur meðal ann-
ars auglýst Akranesvita sem tilval-
inn stað fyrir hjónavígslur. Að lok-
inni athöfn ætluðu Tanja og Mark-
us að ferðast um og skoða Ísland,
en þetta er fyrsta heimsókn þeirra
hingað til lands. kgk
Hjónavígsla í Akranesvita
Við leitum að jákvæðum, handlögnum og samskiptaliprum rafvirkjum í ört vaxandi hóp
skemmtilegra vinnufélaga sem hjálpast að við að leggja Ljósleiðarann inn í heimahús á
höfuðborgarsvæðinu, Vestur- og Suðurlandi.
Þú heimsækir fólk á hverjum degi:
• tekur þátt í gefandi samskiptum við þakkláta viðskiptavini
• finnur bestu lagnaleiðir og tengir ljósleiðarabox
• virkjar þjónustu heimila: net, sjónvarp og síma
• og lýkur hverri heimsókn með bros á vör – án pappírsvinnu!
Til að sinna starfinu vel þarftu að hafa menntun í rafiðnaði. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Viltu vinna með okkur?
Við bjóðum þér góð laun, stöðugan vinnustað, reglulegan vinnutíma og góða starfsþjálfun fyrir
fjölbreytt starf. Einnig bjóðum við stuðning við þá sem vilja ljúka sveinsprófi í rafvirkjun.
Við höfum frábæra vinnuaðstöðu, gott mötuneyti og aðstöðu til líkamsræktar. Við útvegum
starfsmönnum allt sem þarf: bíl á vinnutíma, fatnað, verkfæri, fartölvu, heimatengingu, farsíma og
spjaldtölvu. Við skipuleggjum allar þínar heimsóknir þannig að þú getur notið þess að heimsækja
viðskiptavini og aðstoðað þá við að komast á Ljósleiðarann.
Þú getur sótt um starfið á ráðningasíðu okkar: starf.or.is/ljosleidarinn/. Umsóknarfrestur er
til og með 3. maí 2017. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ernstsdóttir mannauðsráðgjafi í
netfanginu starf@ljosleidarinn.is.
Finndu okkur á Facebook.com/Ljosleidarinn
Ljósleiðarinn er í eigu Gagnaveita Reykjavíkur. Við erum fjölbreyttur vinnustaður þar
sem um 60 starfsmenn auk ótal verktaka vinna saman að því að veita íslenskum heimilum
og fyrirtækjum aðgengi að hágæða þjónustu á opnu aðgangsneti Ljósleiðarans. Hjá
okkur er fagmennska og góður starfsandi í fyrirrúmi, við leitumst við að vera í fremstu
röð hvað varðar jafnrétti, öryggi, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu
og fjölskylduábyrgð.
VILTU KOMA FÓLKI Í
SAMBAND VIÐ FRAMTÍÐINA�
—— RAFVIRKI
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is