Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 201718 Félagar í Karlakórnum Söngbræðr- um ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að æf- ingum og aðstoð við raddþjálfun. Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari hefur í vetur hitt kórfélaga og kennt þeim sitthvað varðandi radd- beitingu, öndun og fleira sem flokka verður sem undirstöðu fágaðs söngs. Blaðamaður Skessuhorns leit við á æfingu hjá kórnum á Bifröst síðast- liðið föstudagskvöld en þá var ver- ið að leggja lokahönd á undirbún- ing síðustu tónleika kórsins fyrir lok vetrarvertíðarinnar. Tónleikar verða í Borganeskirkju nú á fimmtudags- kvöldið klukkan 20:30. Á laugardag- inn verður stór dagur, en þá verður fyrst sungið fyrir vistmenn og starfs- fólk á Fellsenda í Dölum klukk- an 14, klukkan 16 verða opnir tón- leikar í Dalabúð í Búðardal en dag- skránni lýkur um kvöldið í Hólma- víkurkirkju með tónleikum klukkan 20:30. Eftir það fer kórinn í sum- arfrí. Landsbyggðarkórar að verða betri Kristján Jóhannsson sagði í samtali við blaðamann að Söngbræðrakór- inn væri býsna góður og gaf hann þeim afar jákvæða umsögn. „Hjarta mitt slær til karlakóra og reyndar kóra yfirleitt allt frá því ég var ung- ur maður norður á Akureyri og kom að þjálfun og söng með söngfélag- inu Gígjunni og fleiri kórum,“ sagði Kristján. Sjálfur kveðst hann hafa komið að þjálfun karlakórs Hreppa- manna, Fóstbræðra og Þrasta að undanförnu, en er nú að kynnast körlunum í Söngbræðrum í fyrsta sinn. „Þetta er býsna áhugaverður kór og hefur fallegan hljóm. Mér finnst almennt að kórar úti á landi séu betri en þeir kórar sem enn eru starfandi í þéttbýlinu. Líklega helg- ast það af því að söngfólk úti á landi gefur sér betri tíma til æfinga og tónleikahalds en kórarnir í þéttbýl- inu, sem margir hverjir eru orðnir ansi fámennir. Úti á landi er minna sem truflar. Hér læra menn bet- ur textana. Nýlega var ég til dæmis að þjálfa Hreppamenn og þar tóku menn aldrei upp blað, sungu allt nótna- og blaðalaust, kunnu allt. Þá verður söngurinn um leið betri en ef menn eru að rýna í nóturnar. Í sveit- inni gefa menn sér tíma til æfinga, bændur syngja í traktornum eða úti í fjósi eða í bílnum á leiðinni á æfingar. Í þéttbýlinu hins vegar er svo margt sem glepur og menn láta trufla kór- starfið.“ Kristján nefnir sem dæmi að á Akureyri hafi lengi verið tveir kórar starfandi með 50 til 60 manns í hvorum. Nú sé þar einn samein- aður kór sem samanstandi af þrem- ur tugum. „Kórar í þéttbýlinu og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu búa auk þess við ákveðið vandamál. Þar er sett niður of þétt dagskrá, sér- staklega í kringum jólin. Svo þegar til kemur er svo mikið framboð af allskonar tónlist í kringum hátíðirn- ar að sumt fellur um sjálft sig vegna dræmrar aðsóknar.“ Láti aðra um poppið Kristján segir að kórar þurfi að halda sig við þá tónlist sem þeim sé eðlislægt að flytja. „Mér hefur allt- af þótt hálf hallærislegt þegar kór- ar eru að reyna að syngja popplög, kannski gamlir karlar. Slíkt einhvern veginn hentar ekki og kemur illa út. Kórar eiga hins vegar að setja háar kröfur um gæði. Þó að auðvitað eigi að vera „bara gaman“ á æfingum og við undirbúning tónleika, verður að leggja mikla áherslu á að vanda til verka. Menn þurfa að að setja eins háan standard og mögulegt er.“ Sjálfur segist Kristján Jóhannsson vera að syngja víða um heim þótt kominn sé af léttasta skeiði. Auk jólatónleika í haust hefur hann svo tekið að sér að syngja aðalhlutverk- ið í Toska sem Íslenska óparan mun flytja í Hörpunni. „Ég held áfram að syngja meðan heilsan er góð og röddin svíkur ekki. Þetta er einfald- lega svo svakalega gaman að ég hætti ekki fyrr en í fulla hnefana.“ „Hugsið ykkur fallega konu“ Þegar þarna var komið í spjallinu voru félagar í Söngbræðrum flest- ir mættir í hátíðarsalinn Hriflu á Bifröst. Kristján settist við píanó- ið og kórfélagar röðuðu sér í hálf- hring og hófu að taka leiðsögn stór- söngvarans. Drjúgum tíma varði hann til að kenna upphitun raddar- innar, og beitingu tungunnar, önd- un með aðstoð þindarinnar og ekki síst að menn gefi einatt bæði hjart- að og sálina í sönginn. Mikilvægt sé að þjálfa rétta öndun, innprenta rétta hugarfarið og tjá einlægar til- finningar í söngnum líkt og krakk- ar að leik í sandkassa. „Hugsið ykk- ur fallega konu áður en þið byrjið að syngja,“ sagði Kristján við karlana þegar hann hvatti þá til rétta hugar- farsins; „nú eða fallegan læk sem líð- ur niður hlíðina, þið sem eruð ekki nógu rómantískir!“ Ekki var laust við að það hafi hentað ágætlega að einungis karlar voru í kennslustund hjá stórtenórnum, því vissulega væri nokkrum sinnum farið niður fyrir beltisstað í gamanmálunum. Haldið var áfram og rennt mjúklega í hin- ar ýmsu tónæfingar. Söngmenn luku svo æfingu með að fara yfir nokkur þeirra laga sem hljóma munu á tón- leikum í Borgarnesi, Dölum og á Ströndum síðar í vikunni áður en þeim verður sjálfum hleypt út í vor- ið. mm Söngbræður fengu þekktan óperusöngvara til að slípa raddirnar „Tjáið ætíð einlægar tilfinningar í söngnum líkt og krakkar að leik í sandkassa.“ Öndun og raddþjálfun hjá Kristjáni áður en sönglagaflutningur hófst. Skeifudagurinn, keppni nem- enda í hrossarækt III við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvann- eyri, fór fram á Mið-Fossum fyrsta dag sumars. Að hátíðinni stend- ur sem fyrr Hestamannafélagið Grani á Hvanneyri og fór dagur- inn vel fram í alla staði. Að lokinni keppni var kaffihlaðboð í Ásgarði á Hvanneyri þar sem hið vinsæla folatollahappdrætti fór fram. Þar er í vinning gjafabréf til að leiða hryssur undir hina ýmsu stóðhesta og búa til framtíðargæðinga. Um 300 miðar seldust enda til mikils að vinna fyrir áhugasama hrossarækt- endur. Aðstandendur að keppninni voru ánægðir með daginn en í ár var hann haldinn í 61. sinn. Bryndís Karen vann fjórganginn Gunnarsbikarinn er gefinn til minningar um Gunnar Bjarna- son, fyrrum hrossaræktarráðunaut, en nemendur keppa í fjórgangi. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Bryndís Karen Pálsdóttir 2. sæti Sigurður Kristmundsson 3. sæti Hugrún Björt Hermanns- dóttir 4. sæti Þráinn Ingólfsson 5. sæti Kristján Valur Sigurjóns- son. Eiðfaxabikar og fram- faraverðlaun Reynis Félag tamningamanna gefur verð- laun þeim nemanda sem þykir sitja hest sinn best og þau verð- laun hlaut Bryndís Karen Páls- dóttir. Eiðfaxabikarinn hlutu Sig- ríður Linda Hyström og Alex Rafn Elfarsson en hann er veittur þeim nemanda sem hlýtur hæstu ein- kunn í bóklegum áfanga í hesta- fræði. Sigríður og Alex voru jöfn með hæstu einkunn. Framfaraverðlaun Reynis eru veitt þeim nemanda sem sýnt hef- ur hvað mestan áhuga, ástundun og tekið hvað mestum framförum í Reiðmennsku. Þau verðlaun hlaut Þráinn Ingólfsson. Harpa Björk hlaut Morgunblaðsskeifuna Morgunblaðsskeifuna hlaut Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað í Reyk- hólasveit, en önnur sæti skip- uðu: 2. sæti Kristján Valur Sigurjónsson 3. sæti Bryndís Karen Pálsdóttir 4. sæti Þráinn Ingólfsson 5. sæti Sigurður Kristmundsson. Reynisbikarinn Skeifudagurinn er jafnframt út- skriftardagur nemenda í nám- skeiðinu Reiðmaðurinn sem er tveggja ára starfsmenntanám ætlað þeim sem vilja bæta reiðmennsku sína. Reiðmannsnemendur keppa um Reynisbikarinn sem gefinn er ef fjölskyldu Reynis Aðalsteins- sonar, upphafsmanns Reiðmanns- námskeiðsins. Úrslitin urðu þessi: 1. sæti Maja Vilstrup á Forsjá frá Túnsbergi 2. sæti Jenny Eriksson 3. sæti Gunnar Jónsson 4. sæti Bragi Viðar Gunnarsson 5. sæti Matthildur María Guð- mundsdóttir mm/bss/ Ljósm. Auður Ósk Sig- þórsdóttir Skeifudagurinn er uppskeruhátíð reiðmennsku við LbhÍ Fánareið í upphafi keppni. Með nemendum er Heiða Dís Fjeldsted kennari. Búfræðinemendur í Hrossarækt III við LbhÍ. Maja Vilstrup hlaut hæstu einkunn í Reiðmanninum. Harpa Björk Eiríksdóttir frá Stað í Reykhólasveit er handhafi 61. Morgunblaðsskeifunnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.