Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 19 Stykkishólmsbær Hafnargötu 3 340 Stykkishólmur Sími: 433-8100 netfang: stykkisholmur@stykkisholmur.is KT.: 620269-7009 SK ES SU H O R N 2 01 7 Dvalarheimili aldraðra auglýsir eftir starfsfólki Óskum eftir starfsfólki í aðhlynningu frá og með 1. september 2017. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Um er að ræða vaktavinnu, morgun- og kvöldvaktir. Sameiginlegt eldhús Dvalarheimilisins og HVE óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús í 60-80% starf frá og með 1. júlí 2017. Allar nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í s: 433-8165 virka daga eða á krishan@stykkisholmur.is. Kristín Hannesdóttir Forstöðumaður Dvalarheimilis Stykkishólms Atvinna í boði Búnaðarsamtök Vesturlands auglýsir eftir starfsmanni til að sjá um klaufsnyrtingu á kúm á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands, sem nær frá Kjalarnesi og yfir til Vestarða. Búnaðarsamtökin leggja til bíl og klaufskurðarbás. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og vera vanur að umgangast búfé. Umsóknir sendast til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið gsig@bondi.is. Umsóknarfrestur er til 20. maí 2017. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vestur- lands, sími 437-1215 eða hjá Guðmundi Sigurðssyni í síma 892-0659. SK ES SU H O R N 2 01 7 Stjórnvöld gera ráð fyrir að verja 700 milljónum króna til að breikka Vesturlandsveg frá Kollafirði að Hvalfjarðargöngum í „2+1“ veg á næsta ári. Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar samgönguráð- herra við fyrirspurn Bjarna Jónsson- ar varaþingmanns Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi um vegabætur á Vesturlandsvegi og kostnað þar að lútandi. Svarið var birt á vef Alþing- is í gær. Í því kemur fram að áætlað- ur kostnaður við að breikka Vestur- landsveg á þessum kafla er um þrír milljarðar króna. Í þingsályktunartil- lögu að samgönguáætlun 2015-2026 er gert ráð fyrir að breikkuninni verði lokið á öðru tímabili áætlunar- innar 2019-2022. Í svari ráðherra kemur einnig fram að áætlaður kostnaður við að breikka Vesturlandsveg frá Hvalfjarðar- göngum að Borgarfjarðarbraut sé á bilinu 7-10 milljarðar króna, en veg- arkaflinn er tæplega 32 km að lengd. Fram kemur í svarinu að ekki liggi fyrir hvenær ráðist verður í þá fram- kvæmd en hún er ekki á dagskrá í þingsályktunartillögu að samgön- guáætlun 2015-2026. hlh Byggðarráð Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum 12. apríl síð- astliðinn að úthluta tveimur lóð- um við götuna Brákarsund í gamla bænum í Borgarnesi til félags- ins Fylkis ehf. Umræddar lóðir eru Brákarsund 1 og 3 en að auki keypti Fylkir ehf. byggingarrétt á lóðinni Brákarsundi 5. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir íbúðarhúsum af sama toga og nú eru á öðrum lóðum við Brák- arsund og göturnar Skúlagötu og Brákarbraut. Skipulagið gerir ráð fyrir tveggja hæða húsum með risi á lóðunum en í hverju húsi verða fjórar íbúðir. Fylkir sótti einnig um lóðirnar Brákarsund 2 og 4 en byggðarráð ályktaði að ekki væri vilji til að úthluta þeim. Borgarbyggð áformaði að breyta deiliskipulagi við Brákar- sund og aðrar götur í gamla bæn- um í Borgarnesi árið 2014 og sam- þykkti sveitarstjórn tillögu þess efnis til auglýsingar 18. júní það ár. Í því skipulagi var m.a. gert ráð fyrir lágreistari húsum á lóðunum Brákarsundi 1-3. Nokkrar athuga- semdir bárust við skipulagið sem aldrei tók gildi. hlh Lóðum úthlutað við Brákarsund Horft í átt að götunni Brákarsundi. Lóðirnar Brákarsund 1 og 3 er í forgrunni, þaktar lituðum steinum. Skjáskot af götukorti ja.is af gamla bænum í Borgarnesi. Þar má sjá lóðarnúmer við Brákarsund. Hefja framkvæmdir við 2+1 á Vesturlandsvegi á næsta ári Frá Vesturlandsvegi við Hafnarfjall.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.