Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 20176 Úr dagbók lögreglunnar VESTURLAND: Alls voru 77 ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Þeir sem hrað- ast óku voru mældir á 129 km/klst þar sem hámarks- hraði er 90 km/klst. Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir og sektaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við akstur og tveir til voru teknir fyrir að aka án ökuréttinda. Þá voru tveir stöðvaðir fyrir að nota farsíma án handrjáls búnað- ar við akstur bifreiðar. Þrjú umferðaróhöpp urðu í um- dæminu í liðinni viku en öll minniháttar. Sluppu öku- menn og farþegar lítið eða ekkert slasaðir frá þeim. -kgk Þriðjungur bíla á of slitnum dekkjum LANDIÐ: Rúmlega þriðj- ungur þeirra hundrað tjóna- bíla sem tryggingafélag- ið VÍS skoðaði í febrúar og mars síðastliðnum voru á of slitnum dekkjum. Sam- kvæmt reglugerð frá árinu 2014 skal dekkjamynstur vera að lágmarki 3 mm að dýpt frá 1. nóvember til og með 14. apríl. Yfir sumar- tímann er aftur á móti sam- kvæmt reglugerðinni nægj- anlegt að mynstursdýptin sé að lágmarki 1,6 mm. Þetta er í fimmta sinn sem VÍS gerir könnun sem þessa, síðast árið 2015 en þá voru 65% öku- tækja á of slitnum dekkjum. „Ánægjulegt er að sjá þessa þróun og má vænta að aukn- ar kröfur reglugerðarinnar skili þessum árangri. Þrátt fyrir þróun í rétta átt er ekki ásættanlegt að enn sé þriðj- ungur tjónabíla með of litla mynstursdýpt að vetri til,“ segir Sigrún Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi VÍS. -mm Hægt að til- nefna bæjar- listamann AKRANES: Ár hvert út- nefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn og nú óskar menningar- og safnanefnd eftir tillögum almennings um bæjarlista- mann Akraness árið 2017. Hægt er að skila inn tilnefn- ingu rafrænt á Akranes.is til sunnudagsins 14. maí næst- komandi. Nefndin mun síð- an fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á þjóðhátíðardag- inn 17. júní við hátíðlega at- höfn. Bæjarlistamaður Akra- ness 2016 var þjóðlagasveitin Slitnir Strengir og árið áður var það myndhöggvarinn Gyða L. Jónsdóttir Wells, en fyrsti bæjarlistamaður Akra- ness var Hreinn Elíasson myndhöggvari, en hann var útnefndur árið 1992. -kgk Borgnesingar leiða í briddsinu VESTURLAND: Opna Borgarfjarðarmótið í tví- menningi í bridds, sem jafnframt er Vesturlands- keppnin, er nú langt kom- ið, tveimur kvöldum af þremur lokið. Spilað er á níu borðum með þátt- töku átján para. Fram til þessa hefur verið spilað í Logalandi en úrslitakvöld- ið fer fram annað kvöld, fimmtudag, á Akranesi. Heimamenn í uppsveitun- um voru sérlega gestrisn- ir síðastliðinn mánudag og gáfu eftir þá forystu sem þeir náðu í upphafi móts. Að loknum tveimur um- ferðum eru Borgesing- arnir Rúnar Ragnarsson og Unnsteinn Arason nú með þægilega stöðu, eða 59,7% skor. Skagamenn- irnir Guðmundur Sigur- jónsson og Magnús Magn- ússon á Vesturgötunni eru í öðru sæti með 58,8% og nágrannar þeirra úr Hval- fjarðarsveitinni; Guð- mundur Ólafsson og Hall- grímur Rögnvaldsson þriðju með 58,1%. Fjórðu eru svo vestanmennirnir Gísli Þórðarson og Ólafur Sigvaldason með 55,1%. Loks í fimmta sæti eru Jón H Einarsson og Ingimund- ur Jónsson með 54,1%. -mm Bændur víða um land undirbúa nú að flýta göngum og réttum í haust. Það er gert að ósk sláturleyfishafa sem mælast til þess að geta byrjað sláturtíð fyrr í haust en tíðkast hefur. Ástæður þessa er mikil birgðastaða lambakjöts og sú staðreynd að kjöt, einkum læri, af stærstu dilkunum er það sem helst myndar birgðirnar. Fram hefur komið að sláturleyfishaf- ar áætla að um 1400 tonn verði óseld af kjöti við upphaf næstu sláturtíðar. Nú skal freista þess að fá lömb fyrr til slátrunar og draga um leið úr fall- þunga og innvegnu kjötmagni. Boðað er til a.m.k. tveggja funda með bændum í Borgarfirði í þess- ari viku þar sem ræða á afréttarmál. Annars vegar heldur stjórn Fjallskila- sjóðs Rauðsgilsréttar fund í Loga- landi klukkan 20:30 í kvöld, miðviku- daginn 26. apríl. Að sögn Jóns Eyj- ólfssonar á Kópareykjum verður rætt um göngur í haust en einnig tekin fyrir beiðni ábúenda á Hesti í Anda- kíl sem hafa beðið um að fá að reka fé á Arnarvatnsheiði í sumar. Hins vegar hefur fjallskilanefnd Borgar- byggðar boðað til opins fundar með bændum sem eiga upprekstrur á Oddsstaðaafrétti. Fer sá fundur fram í félagsheimilinu Brún föstudaginn 28. apríl klukkan 20:00. Boðað er til fundarins að beiðni Búnaðarfélags Lunddæla og lögð fram tillaga um að flýta göngum og réttum í haust um eina viku til að koma megi til móts við beiðni sláturleyfishafa. Þá verður göngum flýtt um eina viku á afrétti Þverhlíðinga, Tungna- manna og Hvítsíðunga. Að sögn Jóns Eyjólfssonar á Kópareykjum kemur það sér vel fyrir bændur í uppsveitun- um að smölun á afrétti þar sem rek- ið er til Þverárréttar verði flýtt þann- ig að bændur í Hálsasveit og Reyk- holtsdal smali Arnarvatnsheiðina sömu dagana og smalað er á Holta- vörðuheiði. Girðingu á Lambatung- um hefur ekki verið haldið við á liðn- um árum og því getur féð runnið á milli hólfa. Með því að flýta göng- um verður Þverárrétt því mánudag- inn 11. september en Fljótstungu- rétt laugardag og sunnudag 9. og 10. september. mm Göngur og réttir verða sums staðar færðar fram um viku Að kvöldi síðasta vetrardags voru afar erfiðar aðstæður til aksturs á fjallveg- um á norðvestanverðu landinu. Á Holtavörðuheiði þurfti til að mynda fjöldi björgunarsveitarmanna að að- stoða vegfarendur. Þar fór flutninga- bíll útaf veginum og var bílstjóri hans fluttur á sjúkrabíl til Reykjavíkur. Var heiðinni að endingu lokað fyrir um- ferð og ökumönnum beint að aka um Laxárdalsheiði og Bröttubrekku. Síðar þetta sama kvöld fór svo fólks- bíll útaf á Bröttubrekku. Á Klett- shálsi varð alvarlegasta óhappið um níuleitið um kvöldið. Þá fór vörubíll með fiskkör útaf veginum og valt um fimmtíu metra niður snarbratta hlíð. Tveir voru í bílnum og þurfti að beita klippum tækjabíls úr Búðardal á stýrishús flutningabílsins til að ná mönnunum út. Viðbragðsaðilar frá Reykhólum, Búðardal og Patreks- firði voru kallaðir til vegna slyssins. Fólkið í bílunum var ekki talið alvar- lega slasað en var flutt með tveimur sjúkrabílum frá Búðardal á sjúkrahús í Reykjavík. Að sögn viðbragðsaðila voru afar slæmar aðstæður til akst- urs á Klettshálsi þetta kvöld; hríð og krapi á veginum. Lán í ólani var að bíllinn stoppaði þessa fimmtíu metra neðan við veginn því nokkru neð- ar tók við enn meira fall niður snar- bratta hlíð. mm Óhöpp í umferðinni að kvöldi síðasta vetrardags Meðfylgjandi mynd var tekin um nóttina og sýnir aðstæður á Klettshálsi. Glittir í bílinn um fimmtíu metra neðan við veginn og fjöldi fiskkara á víð og dreif. Bíllinn flutti afskurð úr laxavinnslu og var á leið í Borgarnes. Ljósm. Villi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.