Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 25
Heimilisþrif
Óska eftir vandvirkri og áreiðanlegri
manneskju til að þrífa einbýlishús á efri
Skaganum, 4 klst. á viku. Vinsamlegast
hafið samband í síma 861-7410 eða
sendið tölvupóst á netfangið thri-
fakranes@gmail.com
Heiðarbraut, 8 herbergi
Til leigu húsið Heiðarbraut 57 á
Akranesi, húsið er kjallari, hæð og
ris og skipst í allt að 8 herbergi, tvö
baðherbergi, eldhús og þvottaher-
bergi. Laust strax. Upplýsingar hjá
Geir í síma 775-3939. Hentar vel fyrir
verktaka.
Óskum eftir húsnæði
Hjón með 3 börn óska eftir húsnæði
til leigu í Borgarnesi. Anna 865-1873.
Sammi 892-2944.
Tveir líffræðingar (par) sem eru ólmir í
að ganga í rannsóknarstörf í Ólafsvík
leita að leiguhúsnæði
Við erum tveir líffræðingar (par), Jóhann
og Jónína, sem störfum hjá Hafrannsók-
nastofnun og erum búsett í Reykjavík.
Við komum til með að hefja störf í
starfstöðinni í Ólafsvík um leið og okkur
hefur tekist að finna hentugt leiguhús-
næði. Við erum reyklaus og róleg og
mikið útivistarfólk. Við erum barnlaus
enn sem komið er og þurfum því ekki
mikið pláss en erum opin fyrir öllum
möguleikum. Vonin er að finna húsnæði
í Ólafsvík en við erum einnig tilbúin að
skoða möguleika fyrir utan bæjarfélagið
ef einhverjir eru. Það má ná í okkur í síma
866-7092/848-7023 eða með tölvupóst
jonina.herdis.olafsdottir@hafogvatn.is
Antik sófi frá ca. 1920 mjög
glæsilegur til sölu
Antik sófi frá ca. 1920, ný bólstraður
og eikar tréverk fallega útskorið og sér
ekki á. Málin á sófanum: 200 cm (L) x
87 cm (B) x 77 cm (H). Hægt að taka
bak af vegna flutninga. Verð 90 þús. og
upplýsingar í síma 696-2334.
Kerra til sölu
Til sölu jeppakerra. Gæti t.d. rúmað
þrjá snjósleða. Upplýsingar í síma
892-1525.
Markaðstorg Vesturlands
ATVINNA
Borgarnes - fimmtudagur 27. apríl
Tónleikar Söngbræðra í Borgarneskirkju
klukkan 20:30.
Snæfellsbær –
fimmtudagur 27. apríl
Danssýningin FUBAR í Frystiklefanum
í Rifi kl. 18. Sýningin er eftir grímuverð-
launahafann Siggu Soffíu með frum-
samdri tónlist eftir Jónas Sen. FUBAR
er glæsileg danssýning sem sýnd hefur
verið um allt land við einróma lof bæði
gesta og gagnrýnenda. Ekki láta þig
vanta.
Borgarbyggð –
laugardagur 29. apríl
150 ára verslunarafmæli Borgar-
ness. Afmælishátíð vegna 150 ára
verslunarafmælis Borgarness, haldin í
Hjálmakletti milli kl. 15 og 17.
Dalir - laugardagur 29. apríl
Karlakórinn Söngbræður syngur á
Fellsenda klukkan 14. Klukkan 16:00
verða tónleikar í Dalabúð í Búðardal.
Borgarbyggð –
laugardagur 29. apríl
Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ
heldur tónleika í Reykholtskirkju kl. 16.
Lagavalið er fjölbreytt og má nefna
m.a. lög eftir Oddgeir Kristjánsson og
Sigfús Halldórsson. Auk þess verða
sungin skemmtileg þjóðlög frá ýmsum
löndum, hugljúf lög eins og Sefur sól
hjá ægi, Nú sefur jörðin og Anna Lára.
Stórsöngvarinn Þór Breiðfjörð lætur ljós
sitt skína á þessum vortónleikunum.
Stjórnandi: Sigrún Þorgeirsdóttir.
Meðleikari: Vignir Þór Stefánsson. Ein-
söngvari: Þór Breiðfjörð.
Borgarbyggð –
sunnudagur 30. apríl
Eftirherman & Orginalinn láta gamminn
geysa. Magnað sagnakvöld með þjóð-
sögum og eftirhermum í Landnámssetr-
inu, Borgarnesi. Jóhannes Kristjánsson
og Guðni Ágústsson koma fram saman
og skemmta kl. 19. Miðaverð 3.500 kr
Tilboð til hópa 10+ 3.000 kr.
Borgarbyggð –
þriðjudagur 2. maí
Borgfirðinga sögur – rætur reifaðar og
tengsl toguð. Óskar Guðmundsson
rithöfundur í Véum flytur fyrirlestra
með hefðbundnu sniði – og efnt er
til umræðna meðal þátttakenda. Þótt
sögurnar séu ekki meðal þekktustu
Íslendingasagna, þá búa þær allar yfir
sögulegum þokka - og hafa að sviði hið
víðfeðma goðaveldi Snorra Sturlusonar.
Engu að síður eru sögurnar innbyrðis
ólíkar. Nú verður tekin fyrir Heiðavíga
saga og Gísls þáttur Illugasonar, kl. 20 í
Snorrastofu.
Nýfæddir VestlendingarÁ döfinni
25. apríl. Stúlka. Þyngd 4.298.
Lengd 53 sm. Foreldrar Guðrún
Halldórsdóttir og Björgvin
Þór Heiðarsson, Hafnarfirði.
Ljósmóðir Ásthildur Gestsdóttir.
25. apríl. Drengur. Þyngd 3.448
gr. Lengd 50 sm. Foreldrar:
Marta Wiszniewska og Atli
Freyr Friðriksson, Grundarfirði.
Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir.
TIL SÖLU
Getir þú barn þá birtist það
hér, þ.e.a.s. barnið!
www.skessuhorn.is
24. apríl. Stúlka. Þyngd 3.776 gr.
Lengd 51 sm. Foreldrar: Sandra
Dögg Björnsdóttir og Kristófer
Helgi Sigurðsson, Borgarnesi.
Ljósmóðir: Hrafnhildur
Ólafsdóttir.
24. apríl. Drengur. Þyngd 3.692
gr. Lengd 51 sm. Foreldrar:
Sigríður Ása Guðmundsdóttir og
Gunnar Reynisson, Hvanneyri.
Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir.
Grunnskólakennari óskast í 100% starf í Laugargerðisskóla.
Hluti af starfinu er íþróttakennsla, þar með talin sundkennsla.
Laugargerðisskóli er lítill skóli þar sem samkennsla er mikil.
Kennarinn þarf að geta kennt sem flestar námsgreinar og vera
tilbúinn í samstarf. Skólinn er heilsueflandi skóli á grænni grein
og vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi.
Leikskólakennari óskast til starfa á leikskóladeild
Laugargerðisskóla.
Starfað er í nánu samstarfi við grunnskólann undir stjórn skóla-
stjóra Laugargerðisskóla. Starfshlutfallið er 80% unnið 4 daga
vikunnar. Starfstíminn er frá 15. ágúst - 31. maí ár hvert.
Tónmenntakennari óskast til starfa í 40% starf. Mesti hluti
starfsins er kennsla á hljóðfæri sem nemendur velja sér. Auk þess
eru 3-4 tímar almenn tónmenntakennsla í leik og grunnskóla.
Starfað er í nánu samstarfi við grunnskólann undir stjórn skóla-
stjóra Laugargerðisskóla.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi hvers stéttarfélags.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og
umsagnaraðila sendist til Kristínar Bjarkar Guðmundsdóttur skóla-
stjóra á laugarg@ismennt.is, hreint sakavottorð þarf að fylgja.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 435-6600 eða
894-4600. Umsóknarfrestur er til 21. maí.
Lausar stöður í Laugargerðisskóla
Eyja- og Miklaholtshrepp
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn-
ar – græns framboðs hefur lagt fram
þingsályktunartillögu sem lýtur að
því að sett verði lög um keðjuábyrgð,
þ.e. ábyrgð verktaka á því að undir-
verktakar hans standi skil á samn-
ingsbundnum launum, greiði opinber
gjöld og hagi starfsemi sinni almennt
samkvæmt lögum og reglum íslensks
vinnumarkaðar.
Ástæða þess að VG lagði fyrrnefnt
þingmál fram er að misferli á vinnu-
markaði hefur farið vaxandi undanfar-
ið og birtist það meðal annars í brot-
um gegn skattalöggjöf og félagslegum
undirboðum sem beinast sérstaklega
að útlendingum og ungu fólki.
Með lögum um keðjuábyrgð verk-
taka yrði leitast við að koma í veg fyr-
ir undirboð á vinnumarkaði, brotum
á ákvæðum kjarasamninga og vinnu-
löggjöf, félagslegum undirboðum og
ýmsum tegundum af skattsvikum og
jafnvel mansali en allt eru þetta af-
leiðingar þess ábyrgðarleysis sem hef-
ur einkennt hluta íslensks vinnumark-
aðar undanfarin ár. Svört starfsemi
sem þessi felur vitaskuld í sér brot
gegn starfsfólkinu sem verður fyrir
því að fá ekki laun sín greidd og sam-
félaginu öllu sem ekki fær sín rétt-
mætu gjöld og hún grefur jafnframt
undan samkeppnisstöðu þeirra fyrir-
tækja sem rekin eru á eðlilegum for-
sendum og virða lög og kjarasamn-
inga. Hert lagaumgjörð sem treystir
veiku hlekkina í ábyrgðarkeðjunni er
öflugasta vopnið gegn félagslegum
undirboðum og kennitöluflakki og
fyrrnefnt þingmál VG stuðlar að því
að því verði beitt.
Jákvæðar umsagnir enda
mikið í húfi
Þær umsagnir sem hafa komið um
mál okkar Vinstri grænna um keðjuá-
byrgð taka nær allar undir það sjón-
armið að nauðsynlegt sé að innleiða
keðjuábyrgð og tryggja þurfi að und-
irverktakar greiði þau opinberu gjöld
sem þeim ber að inna af hendi og virði
lög og kjarasamninga.
Í umsögn embættis Skattrannsókn-
arstjóra kemur fram að 22 verktaka-
félög séu nú til rannsóknar hjá emb-
ættinu vegna gruns um að þau hafi
reynt að komast undan lögbundn-
um skattgreiðslum með því að koma
ábyrgð á greiðslum skatta yfir á undir-
verktaka. Samanlögð upphæð þessara
mála nemur 2 milljörðum sem sýnir
hversu mikið er í húfi og hvað sam-
félagið getur verið að tapa miklum
tekjum til sameiginlegra verkefna fyr-
ir utan svikin við launafólk.
Er veikur hlekkur í
stjórnkerfinu?
Eina neikvæða umsögnin um mál
okkar Vinstri grænna um keðjuá-
byrgð barst frá Samtökum atvinnu-
lífsins. Þau töldu ekki rétt að lögbinda
keðjuábyrgð og álíta að þeim vanda
sem hún beinist gegn væri hægt að
mæta með öðrum hætti. Fyrrver-
andi framkvæmdastjóri SA er nú orð-
inn félagsmálaráðherra. Hann ætti að
þekkja vel til þessara mála en velur þó
að taka málið lausatökum í nýju frum-
varpi sem hann lagði fram á dögunum
um keðjuábyrgð, en það nær eingöngu
til erlendrar verktakastarfsemi hér á
landi en ekki til alls vinnumarkaðar-
ins. Þetta hefir ASÍ gagnrýnt og telur
að samkomulag hafi verið um að hægt
væri að taka aðra aðila á vinnumarkaði
inn án lagabreytinga. Að sjálfsögðu á
allur vinnumarkaðurinn að vera und-
ir og víða í Evrópu hefur keðjuábyrgð
verið innleidd enda ekki vanþörf á í
vinnuumhverfi þar sem félagsleg und-
irboð eru mikið vandamál.
Skýr krafa um ábyrga
starfshætti og óslitna keðju
Nokkrir stórir verkkaupar hér á landi
hafa þegar sett ákvæði um keðjuá-
byrgð í samninga sína við verktaka,
meðal annars Landsvirkjun, Ríkis-
kaup, Reykjavíkurborg og Akureyrar-
bær og viðurkennt þannig mikilvægi
og nauðsyn ábyrgðarkeðjunnar. Málið
hefur og verið tekið upp í kjarasamn-
ingum á almennum vinnumarkaði
enda ólíðandi að félagsleg undirboð
og skattastuldur eigi sér stað án þess
að samfélagið komi vörnum við.
Við eigum öll heimtingu á því að
hvert og eitt þeirra fyrirtækja sem
eru með starfsemi hér á landi, hvort
sem þau eru innlend eða erlend, virði
kjarasamninga, greiði laun í sam-
ræmi við þá og haldi í heiðri þau rétt-
indi sem launafólk hefur öðlast með
kjarabaráttu sinni. Þingmál VG um
keðjuábyrgð stuðlar að þessu og yrði
bæði launafólki og sómakærum at-
vinnurekendum hagur í að það hlyti
samþykki.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höf. er alþingismaður Vinstri grænna
í NV-kjördæmi.
Ábyrgðarkeðjan má ekki rofna
Keðjuábyrgð til höfuðs brotastarfsemi
Pennagrein
LEIGUMARKAÐUR