Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 201726 Hvað er uppáhalds fótboltaliðið þitt? Spurning vikunnar (Spurt í Borgarnesi og á Akranesi) Árni Hrafn Gíslason: Íslenska karlalandsliðið Daníel Þorfinnur Gíslason: Liverpool Egill Fannar Andrason: Manchester United Grímar Dagur Axelsson: ÍA Hinrik Valur Hlynsson: Haukar Víkingur Ari Hlynsson: FH Knattspyrnufélag ÍA hefur samið við pólska sóknarmanninn Patryk Stefanski og mun hann leika með liðinu í Pepsi deild karla í sumar. Patryk kom á reynslu til ÍA á með- an liðið var í æfingaferð á Spáni nú í vor. Spilaði hann æfingaleik gegn HK í ferðinni þar sem hann skoraði og sýndi að þar fer geysilega vinnu- samur leikmaður og hraður. Patryk er 27 ára og kemur frá hinu sögu- fræga liði Ruch Chorzów, sem leik- ur í pólsku úrvalsdeildinni Ekstrak- lasa. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, er ánægður með nýjasta leik- mann liðsins. „Við erum sáttir með að það bæta inn sóknarmanni áður en tímabilið hefst og auka þar með breiddina í sóknarleik liðsins. Pat- ryk kemur með mikinn kraft inní okkar leik. Hann hefur góðan hraða og er jafnfættur og eykur að sjálfsögðu alla samkeppni í sókn- arlínu okkar,“ segir hann. Patryk sjálfur kveðst spenntur að hefja leik með ÍA í sumar. „Þetta eru frábær- ir strákar og flott umgjörð utan um allt hér á Skaganum, ég hlakka til að stipmla mig inn í íslenska fót- boltann.“ kgk Sóknarmaður til liðs við ÍA Patryk Stefanski. Ljósm. KFÍA. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnu- kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni, hafnaði í 53. sæti á Estrella Damm mótinu á Spáni sem lauk á sunnu- daginn. Mótið er hluti af LET Evr- ópumótaröðinni, sterkustu móta- röð Evrópu. Valdís byrjaði frekar illa á fyrsta hring síðastliðinn mið- vikudag og var á fjórum höggum yfir pari eftir átta holur. Eftir það sneri hún heldur betur við blaðinu og lék frábært golf. Lauk hún leik á þremur undir pari og sat í 8. sæti eftir fyrsta hringinn. Annan hringinn lék hún á höggi yfir pari og var enn í toppbaráttunni að honum loknum. Þriðja hringinn fór Valdís á 73 höggum, eða tveim- ur yfir pari og við það féll hún nið- ur í 38. sætið fyrir lokahringinn. Hann lék hún á jafnmörgum högg- um og þann þriðja, 73 eða tveimur yfir pari. Við það féll hún niður í 53. sæti á mótinu. Næst keppir Valdís í byrjun júní, en þá tekur hún þátt í úrtökumóti fyrir Evian meistaramótið sem er eitt af fimm risamótum ársins á LET/LPGA mótaröðunum. Næsta mót á LET mótaröðinni fer síðan fram um miðjan júní í Tyrklandi. kgk Valdís Þóra í 53. sæti á Spáni Valdís Þóra Jónsdóttir slær af teig. Ljósm. LET. Körfuknattleiks- maðurinn Sig- tryggur Arnar Björnsson hef- ur kvatt Skalla- grím og sam- ið við Tindastól og mun því leika með Sauðkræk- ingum í Dom- ino‘s deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili. Feykir greinir frá. S i g t r y g g u r, sem er 24 ára gamall bakvörð- ur, hefur leikið með Skallagrími frá árinu 2015 en áður á mála hjá Tindastóli. Hann skoraði 18 stig, tók 5,8 fráköst og gaf 5,3 stoðsend- ingar að meðaltali í leik með Skalla- grími í Domino‘s deildinni síð- asta vetur. Borgnesingar féllu sem kunnugt er úr efstu deild og munu leika í 1. deild á næsta vetri. „Mér líst mjög vel á að vera kom- inn aftur á Krókinn og hlakka til komandi tímabils. Það voru nokk- ur önnur lið búin að hafa samband við mig en mér leist best á að koma aftur í Tindastól. Ástæðan fyrir því er sú að mér líst mjög vel á bæði liðið og þjálfarann og stemninguna í kringum körfuboltann á Sauðár- króki. Ég held að Israel Martin sé einn besti þjálfarinn á landinu og held að við eigum séns á að gera stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Sigtryggur Arnar í samtali við Feyki á mánudag. kgk Íslandsmeistaramótið í kraftlyft- ingum í opnum og aldurstengdum flokkum fór fram í Kópavogi síð- asta laugardag. Mótið var fámennt að þessu sinni, að því er fram kemur á heimasíðu Kraftlyftingasambands Íslands, en engu að síður voru þó- nokkur met slegin. Einar Örn Guðnason keppti fyr- ir hönd Kraftlyftingafélags Akraness og stóð uppi sem sigurvegari í 105 kg flokki. Hann lyfti 350 kg í hné- beygju, 250,5 kg í bekkpressu og 290 kg í réttstöðulyftu. Gera það 890,5 kg samanlagt sem er nýtt Ís- landsmet í samanlögðu. Skilaði það Einari Íslandsmeistaratitlinum í sín- um flokki og öðru sæti í stigakeppni mótsins óháð flokkum með 533,2 Wilksstig. kgk Meistaraflokkur karla Víkings Ólafsvíkur var eitt af 32 meistara- flokksliðum sem fóru erlendis í æf- ingaferð fyrir Íslandsmótið í sumar. Í hópnum sem fór til Pinatar á Spáni dagana 9. til 19. apríl voru rúmlega 20 leikmenn, þjálfarar og fararstjór- ar. Hópurinn tók þó smá breyting- um á meðan á ferðinni stóð. Hilm- ar Hauksson og kona hans Sigur- björg Jónsdóttir hófu leik sem farar- stjórar en Gunnar Helgi Baldursson kom og tók við því hlutverki þegar ferðin var hálfnuð. Þorsteinn Már Ragnarsson eignaðist stúlku nokkr- um dögum fyrir áætlaða brottför og kom hann því seinna til móts við hópinn á Spáni. Einnig mætti kunn- uglegt andlit á svæðið, Alexis Egea en hann mun spila með Víkingi í sumar. Þessu til viðbótar voru svo þrír spænskir leikmenn til skoðunar í ferðinni og fengu þeir að spreyta sig bæði á æfingum og í leikjum liðsins. Stóðu þeir sig með prýði og mögu- lega fá einhverjir þeirra að sýna sig á Ólafsvíkurvelli í sumar. Uppleggið í ferðinni var hefð- bundið, æft einu sinni til tvisvar á dag flesta daga. Uppistaðan í æfing- um ferðarinnar var taktík og leik- skipulag og var það kærkomið bæði fyrir þjálfara og leikmenn að hafa allan hópinn saman til æfinga. Auk þess lék liðið tvo leiki, þann fyrri gegn Stjörnunni og endaði hann 0-0. Seinni leikurinn var gegn Kefla- vík og hann sigraði Víkingur 3-1. Þar sem um tíu daga ferð var að ræða gafst örlítið svigrúm til slök- unar. Fengu leikmenn nokkrum sinnum frí frá æfingum og nýttu þeir þann tíma vel á ströndinni, við sundlaugarbakkann eða í mollinu. Það voru sælir og sólbrúnir leik- menn Víkings Ó. sem sneru til baka úr vel heppnaðri æfingaferð fullir tilhlökkunar fyrir átök sumarsins og það styttist í þau. Víkingur Ólafsvík hefur leik í Pepsi deildinni sunnu- daginn 30. apríl þegar þeir mæta Val á Valsvelli í Reykjavík. þa Vel heppnuð æfinga- ferð Víkings Ólafsvík Sigtryggur Arnar kveður Skallagrím Sigtryggur Arnar fer hér illa með leikmann Tindastóls í leik með Skallagrími í vetur. Ljósm. Skallagrímur. Einar Örn setti Íslandsmet Íslandsmeistarinn og Íslandsmethafinn Einar Örn Guðnason. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.