Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 15
ir meira að segja oft með konunum
í mæðraskoðunum, það hefði nú
þótt skrítið í þá daga! Það er hálf-
gerð hringekja í þessu öllu, nú eru
konur aftur að fæða heima, eins og
systir mín gerði, og mömmur okkar
margra gerðu í „gamla“ daga.“
Slökun mikilvæg
Þegar Helga hóf störf tileinkaði hún
sér fjótt ákveðin vinnubrögð. Henni
hefur alla tíð þótt slökun í fæðingu
mikilvægur þáttur og hefur því kynnt
sér ýmsar aðferðir við að ná þeirri
slökun fram. „Þegar ég byrjaði las ég
bókina hennar Huldu Jensdóttur ljós-
móður. Hún var mikill frumkvöðull í
slökunartækni fæðandi kvenna og ég
gerði mér fljótt grein fyrir því hvað
öndunin væri mikilvæg, ásamt því að
ég nuddaði konurnar. Lét þær slaka á
og anda,“ útskýrir Helga. Hún lærði
slökunarnudd, ásamt öðrum ljós-
mæðrum á sjúkrahúsinu og hefur
notað það mikið. Helga hefur einn-
ig lokið tveimur námskeiðum í nála-
stungum. „Ég nota nuddið mikið og
eftir að hafa kynnt mér nálastung-
urnar fannst mér þær mjög áhuga-
verðar. Þetta er 3000 ára gömul að-
ferð, það er ekkert verið að finna upp
hjólið þar. Þær hafa reynst vel, sér-
staklega við grindarverkjum.“
Helga Ragnheiður hefur ekki ein-
ungis tekið á móti börnum í starfi
sínu sem ljósmóðir. Hún var einnig
í mæðravernd í mörg ár. „Mér hefur
alltaf þótt svo skemmtileg þessi sam-
fella, að kynnast konunum í með-
göngu og taka svo á móti hjá þeim
líka. Tvö sumur réði ég mig í sum-
arfríinu mínu á Sjúkrahúsið í Nes-
kaupstað, það voru sumrin 1996 og
1997. Þá var ég þar í tvær og þrjár
vikur í senn. Það var skemmtileg til-
breyting, þar var ég í öllu; fæðingum,
mæðravernd og í ungbarnaeftirlit-
inu.“
Varð að standa sig
Ein af erfiðustu en jafnframt eftir-
minnilegustu fæðingum Helgu var
þegar hún tók á móti barni systur
sinnar 1975 og með hennar leyfi
er þetta nefnt hér. „Barnið fæddist
með galla á kvið, sem ekki var vit-
að um. Þetta var fyrir tíma sónar-
skoðana og því ekkert vitað af þessu
fyrirfram.“ Barnið var flutt beint
með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar
sem það gekkst undir aðgerð strax
og allt tókst vel. Þetta tók þó á ljós-
móðurina. „Þetta var mikill skóli
en ég varð að standa mig. Þetta var
samt hrikalega erfitt, ekki síst vegna
skyldleikans. Þessi frænka mín sem
þarna fæddist, er í dag gift þriggja
barna móðir og hún á alltaf sérstak-
an stað í hjarta mínu. Nú í dag með
tilkomu sónartækninnar hefði þessi
galli verið greindur og hægt hefði
verið að undirbúa foreldrana, fyr-
ir fæðingu, um það sem framund-
an væri,“ segir hún. Helga segist þó
hafa verið einstaklega lánsöm ljós-
móðir. „Hver fæðing er einstök og
ég fæ alltaf svona hlýtt í hjartað
þegar barnið grætur.“
69 ferðir á fjallið í fyrra
Helga hefur alla tíð hugsað vel um
heilsuna. Hún þakkar föður sín-
um það. „Pabbi synti daglega og var
mikill útivistarmaður. Hann hugsaði
vel um heilsuna enda komst hann að
því hversu dýrmæt hún var, þegar
hann veiktist af berklum ungur. Eftir
það hreyfði hann sig mikið og varð
langlífur, 91 árs.“ Helga stundaði
frjálsar íþróttir sem unglingur og var
í alls konar leikfimi lengi vel, eftir að
börnin fæddust. Hún byrjaði svo að
skokka þegar hún var komin á full-
orðinsárin. „Þar eignaðist ég góðan
vinkonuhóp. Við hittumst alltaf mjög
reglulega og nokkrar af þeim eru líka
með mér í sjósundi og fjallaklifri, en
flestar eru hættar að skokka. Ég byrj-
aði að skokka markvisst um 1992 og
gerði það í ein tíu ár. Ég hljóp nokkr-
um sinnum tíu kílómetra hlaup víða
um landið, en fór aldrei í langhlaup-
in.“ Helga hætti að hlaupa þegar hún
byrjaði að finna til í hnjánum. Þá fór
hún að stunda göngur, og síðar fjall-
göngur af kappi, enda mikil keppnis-
manneska. „Ég reyndi að hlaupa aft-
ur en það gekk ekki, en á fjallið get
ég gengið og ég fæ ekkert í hnén,“
segir hún og á við Akrafjall sem hún
gengur reglulega á. „Í fyrra fór ég
69 ferðir á Háahnjúk, jafn margar
og aldurinn sagði til um og er mark-
mið þessa árs 70 ferðir. Við sjáum til
hvort það tekst,“ segir Helga, sem
ætlaði með nokkrum vinum sínum á
Háahnjúk á afmælisdaginn, sem var
Sumardagurinn fyrsti. „En vegna
veðurs urðum við að fresta ferðinni,
svona er Ísland.“
Syndir í sjónum
Helga stundar einnig sjósund og
hefur gert síðastliðin fimm ár. Hún
fór fyrst í sjóinn í júlí 2012. „Þegar
sjósundsfélagið var stofnað haust-
ið áður, var ég oft að labba með-
fram sjónum á sama tíma og þau
voru að synda og mér fannst þau
sko létt klikkuð! En ég fór svo að
gera mér far um að fara í göngu-
túra á þeim tíma sem ég vissi að þau
voru í sjónum. Þetta var harður vet-
ur og ég hugsaði með mér að þetta
gæti ég aldrei! Svo kom sumarið
og þann 17. júlí hringdi ég í hana
Báru [Jósepsdóttur, innsk. blaða-
manns] ljósmóður og spurði hvort
við ættum að fara saman í sjóinn.
Eftir það var ekki aftur snúið, þetta
er eins og innhverf íhugun,“ segir
Helga. Hún segist þó ekki vera mik-
il sundmanneskja í eðli sínu. „En ef
það er gott í sjóinn, þá syndi ég á
milli stiganna, það eru 300 metrar
á milli þeirra.“ Auk útivistarinnar
hefur Helga áhuga á handavinnu en
hún bæði prjónar, heklar og saumar.
„Við erum sex saman í bútaklúbbi
sem hefur verið starfandi í 25 ár,
allar í klúbbnum eru núverandi eða
fyrrverandi starfsfélagar á Sjúkra-
húsinu. Ég hef saumað töluvert en
gefið megnið af þessu. Það er ferm-
ingagjöfin, barnabörnin hafa öll
fengið bútasaumsteppi.“
Lífið er núna
Fimmtudagurinn 27. apríl verður
formlega síðasti vinnudagur Helgu
á fæðingadeildinni. Hún hefur
starfað sem ljósmóðir í 46 ár og 7
mánuði, allan tímann á Akranesi,
fyrir utan sumrin á Norðfirði. Hún
kveður vinnustaðinn og vinnufé-
lagana með miklu þakklæti. „Þetta
hefur verið ómetanlegur tími fyr-
ir mig og ég hef hlakkað til hvers
einasta vinnudags. Þessi vinnustað-
ur er frábær og allt þetta dásam-
lega fólk sem ég hef unnið með
hefur reynst mér mikil gæfa.“ Hún
kvíðir ekki framhaldinu, ætlar að
halda áfram að rækta sjálfa sig, fjöl-
skyldu og vini, hér eftir sem hingað
til. „Svo stefni ég auðvitað áfram á
göngutúra, fjallgöngur og sjósund-
ið, hver veit nema ég fari á skrið-
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Útboð nr. 20534 -Skólaakstur
við Laugargerðisskóla
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Ríkiskaup, fyrir hönd Eyja- og Miklaholtshrepps, óska eftir
tilboðum í skólaakstur með nemendur Laugargerðisskóla
og leikskólabörn við leikskóladeild Laugargerðisskóla.
Um er að ræða eina (1) akstursleið og er áætlaður
akstur á dag um 124 km alls. Nánari upplýsingar í
útboðsgögnum á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 9. maí 2017 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum,
Borgartúni 7c, 105 Reykajvík.
Sjá þessa og aðrar útboðstilkynningar á utbodsvefur.is
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Stykkishólmur 2017
Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu
Dekk & Smur, Nesvegi 5
Miðvikudagur 3. maí
Fimmtudagur 4. maí
Föstudagur 5. maí
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 438 – 1385
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
7
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Starfskraftur óskast í golfskála Golfklúbbs
Borgarness í sumar við matseld og afgreiðslu.
Unnið er aðra hverja viku, 10-12 tíma í senn.
Hæfniskröfur:
18 ára og eldri•
Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg•
Jákvætt viðmót og hæfni til að vinna með • fólki
Stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð•
Íslenskukunnátta skilyrði•
Umsóknir berist á tölvupóstfang: hamar@icehotels.is
sundsnámskeið í framtíðinni.“ Hún
segist þó fyrst og fremst ætla að lifa
lífinu. „Mottóið hjá mér er núið.
Ég hef unnið svolítið með núið og
reyni að flækja ekkert hlutina. Lífið
er núna,“ segir Helga Ragnheiður
Höskuldsdóttir að endingu.
grþ
Helga og Guðmundur á Spáni en
þangað hafa þau farið á hverju hausti
í 14 ár.
Helga og Guðmundur ásamt börnum og barnabörnum í apríl 2017. Helga og Guðmundur á göngu í Kerlingafjöllum fyrir nokkrum árum.
Helga með yngsta barnabarnið, Tinnu
Kristínu, nýfædda í ágúst 2012.
Helga tók á móti Sævari Þráinssyni
bæjarstjóra á Akranesi í júní 1971. Hér
eru þau saman á aðalfundi Hollvina-
samtaka HVE 1. apríl síðastliðinn.