Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2017 27
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Árlegt körfuknattleiksþing KKÍ
fór fram á laugardaginn í Íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal. Hannes
S. Jónsson var einn í framboði til
formanns og var hann sjálfkjör-
inn sem og aðrir stjórnarmenn sem
gáfu kost á sér í stað þeirra sem
viku sæti. Reikningar KKÍ voru
samþykktir á þinginu, en á síðasta
starfsári varð 15,5 milljóna króna
tap á rekstri KKÍ. Meðal helstu
mála sem afgreidd voru á þinginu
má nefna að samþykkt var að vísa
til stjórnar tillögu KR-inga um að
stækka úrvalsdeild kvenna í 12 lið.
Tillaga um að fjölga erlendum leik-
mönnum og koma á svokölluðu 3+2
kerfi var felld með jöfnum atkvæð-
um. Loks var samþykkt tillaga um
að fjölga umferðum í 1. deild karla
úr tveimur í þrjár.
Stjórn KKÍ var sjálfkjörin en að
þessu sinni gengu úr henni Guðjón
Þorsteinsson og Bryndís Gunn-
laugsdóttir. Í stað þeirra komu inn
í stjórn þær Birna Lárusdóttir og
Ester Alda Sæmundsdóttir. Stjórn
KKÍ skipa því: Birna Lárusdótt-
ir, Einar Karl Birgisson, Erlingur
Hannesson, Ester Alda Sæmunds-
dóttir, Eyjólfur Þór Guðlaugsson,
Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir,
Hannes S. Jónsson, Lárus Blöndal,
Páll Kolbeinsson og Rúnar Birg-
ir Gíslason til næstu tveggja ára.
Stjórn kom strax saman að loknu
þingi til fundar og skipti með sér
verkum að tillögu formanns. Guð-
björg Norðfjörð Elíasdóttir verður
áfram varaformaður, Eyjólfur Þór
Guðlaugsson verður áfram gjald-
keri og Rúnar Birgir Gíslason verð-
ur áfram ritari. mm
Felldu tillögu um að fjölga
erlendum leikmönnum
Ný stjórn KKÍ 2017-19. Á myndina vantar þá Einar Karl Birgisson og Pál Kolbeins-
son.
Brimrún Eir Óðinsdóttir tryggði sér
annað sætið í flokki unglingsstúlkna
á glæsilegu Bikarmeistaramóti sem
fram fór í Klifurhúsinu um helgina.
Stúlkurnar klifruðu fjórar leiðir og
Brimrún Eir toppaði þrjár leiðir í
fjórum tilraunum. Gabríela Ein-
arsdóttir úr Björkinni toppaði þrjár
leiðir í þremur tilraunum og fór því
með sigur af hólmi. Brimrún Eir
hafði áður tryggt sér annað sætið á
Íslandsmeistaramótaröðinni á eftir
Gabríelu.
Þar með er keppnistímabilinu lok-
ið og útitímabilið farið í gang, en
það hófst formlega á Sumardaginn
fyrsta með útiklifri í Akrafjalli. Þar
mættu klifrarar frá ÍA ásamt gestum
af höfuðborgarsvæðinu og klifruðu
nýjar leiðir og létu örlitla snjókomu
og rok ekki á sig fá. Að sögn Þórð-
ar Sævarssonar formanns félagsins er
framundan hjá ÍA í sumar þátttaka
í samnorrænum æfingabúðum sem
verða haldnar hér á landi. Þar munu
sterkustu klifrarar Norðurlandanna
á aldrinum 12-18 ára hittast og æfa
saman yfir heila viku. mm
Frábær árangur ÍA á
Bikarmóti Íslands í klifri
Brimrún Eir
ásamt Þórði
þjálfara sínum
að móti loknu.
Það var að duga eða drepast fyr-
ir Snæfell í úrslitaviðureigninni
gegn Keflavík þegar liðin mættust
í Stykkishólmi á sunnudag. Gest-
irnir höfðu sigrað tvo leiki en Snæ-
fell engan og því aðeins um eitt að
ræða; Snæfell varð að sigra, elleg-
ar myndu Keflvíkingar hampa Ís-
landsmeistaratitlinum. Eftir mik-
inn og jafnan baráttuleik þar sem
varnarleikur var aðalsmerki lið-
anna var það Snæfell sem fór með
sigur af hólmi, 68-60 og minnk-
ar muninn í úrslitaeinvíginu í 2-1.
Þær þurfa síðan að sigra næsta leik
í Keflavík í kvöld til að knýja fram
oddaleik.
Gangur leiksins
Leikurinn fór fjörlega af stað.
Bæði lið ógnuðu vel og eftir
nokkrar mínútur var staðan orðin
8-8. Gestirnir náðu góðri rispu og
komust í 10-16 en eftir það skellti
Snæfell í lás í vörninni og stað-
an var jöfn að loknum fyrsta leik-
hluta, 17-17.
Mikið jafnræði var með liðunum
framan af öðrum fjórðungi. Þau
skiptust á að leiða og hverri körfu
var svarað. Snæfellskonur komust
á góðan skrið þegar leið á leik-
hlutann. Þær skoruðu ellefu stig
í röð á meðan gestirnir hættu að
safna stigum og fóru að safna vill-
um. Snæfellskonur stálu boltan-
um ítrekað og skoruðu auðveldar
körfur. Á meðan gekk ekkert upp
hjá gestunum, sem skoruðu aðeins
tíu stig í leikhlutanum, og Snæfell
hafði þægilegt forskot í hálfleik,
40-27.
Dæmið snerist síðan algjörlega
við í þriðja leikhluta. Keflavík
byrjaði af krafti og skoraði fyrstu
sjö stig síðari hálfleiks. Þær léku
afar góðan varnarleik í leikhlut-
anum, þjörmuðu svo að Snæfelli
að liðið missti taktinn í sínum leik.
Snæfell skoraði aðeins sjö stig all-
an leikhlutann og á meðan gerðu
gestirnir forskot þeirra að engu.
Staðan var jöfn fyrir lokafjórðung-
inn 47-47.
Eins og búast mátti við var loka-
fjórðungurinn bæði jafn og spenn-
andi. Í upphafi hans gerðist umdeilt
atvik. Birnu Valgerði Benónýsdótt-
ur, leikmanni Keflavíkur, var vísað út
úr húsi eftir að hafa sparkað í bakið
á Gunnhildi Gunnarsdóttur þar sem
þær lágu báðar í gólfinu. Keflvíking-
ar mótmæltu harðlega en dómar-
arnir voru ekki lengi að ráða ráðum
sínum og vísuðu Birnu af velli. Snæ-
fellsliðið virtist eflast við þetta atvik.
Þær fylltust auknu sjálfstrausti og
náðu fimm stiga forskoti skömmu
síðar. Leikurinn var þó langt því frá
að vera búinn og Keflvíkingar jöfn-
uðu í 56-56 þegar fjórar mínútur
lifðu leiks. Þá tók Snæfell öll völd á
vellinum og með afar góðum leik á
lokamínútunum innsigluðu þær átta
stiga sigur, 68-60.
Jafnt á öllum tölum
Nánast jafnt var á öllum tölfræði-
þáttum liðanna og ber það vott um
hve jöfn þau eru. Eini þáttur leiksins
þar sem einhverju munaði var vít-
anýtingin. Snæfellskonur nýttu 90%
vítaskota sinna en Keflvíkingar 67%
og skoruðu Hólmarar átta stigum
fleira af vítalínunni.
Hvað varðar tölfræði einstakra
leikmanna þá fór Aaryn Ellenberg
á kostum í liði Snæfells. Hún skor-
aði 33 stig, tók 11 fráköst og gaf 7
stoðsendingar. Gunnhildur Gunn-
arsdóttir var með 12 stig, Berglind
Gunnarsdóttir 9 stig og 9 fráköst,
Bryndís Guðmundsdóttir 9 stig og
Rebekka Rán Karlsdóttir 5 stig.
Í liði Keflavíkur var Ariana Moo-
rer atkvæðamest með 17 stig en auk
þess reif hún niður 20 fráköst og
Thelma Dís Ágústsdóttir var með
14 stig, 6 fráköst og 6 stoðsending-
ar.
Mæta ákveðin til
leiks á miðvikudag
Með sigrinum minnkaði Snæfell
muninn í einvíginu í 2-1 og eiga enn
möguleika á Íslandsmeistaratitlin-
um. Ingi Þór Steinþórsson, þjálf-
ari Snæfells, var ánægður í leikslok
eins og við var að búast. „Við vorum
staðráðin í því að fara ekki í sum-
arfrí,“ sagði Ingi í samtali við karf-
an.is og hrósaði hugarfari síns liðs.
Hann sagði liðin vera afar jöfn. „Við
gætum verið búin að klára þetta
núna og þær gætu verið búnar að
klára þetta núna. En þær hafa verið
aðeins betri í fyrstu tveimur leikjun-
um og við vorum aðeins betri í dag,“
sagði hann.
Liðin mætast fjórða sinni í Kefla-
vík í kvöld, miðvikudaginn, 26. apríl.
Þar er sama staða uppi og fyrir leik-
inn á sunnudag; með sigri tryggir
Keflavík sér titilinn en Snæfell þarf
að vinna til að knýja fram oddaleik.
„Við komum rosalega ákveðin til
leiks á miðvikudaginn [í dag] til að
koma þessu í oddaleik,“ sagði Ingi
Þór Steinþórsson.
kgk/ Ljósm. sá.
Snæfell sigraði eftir baráttuleik í Hólminum
Keflavík leiðir einvígið 2-1
Snæfellskonur fögnuðu sigrinum innilega í leikslok.
Leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Stykkishólmi þar sem stuðningsmenn
Snæfells létu vel í sér heyra.