Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 201722
Leiða má að því líkum að stór hluti
þjóðarinnar, að minnsta kosti þeir
sem hafa aldur til að stjórna öku-
tækjum, hafi kastað kveðju á Þór-
arinn Helgason eftir að hann hef-
ur boðið þeim góðan dag í gjald-
skýli Spalar við Hvalfjarðargöng.
Þar hefur hann starfað í hartnær
19 ár, eða allt frá því göngin voru
opnuð fyrir umferð 11. júlí 1998.
Áður var hann háseti á Akraborg-
inni í tæp 15 ár. „Ég tók síðustu
ferð með Akraborginni frá Reykja-
vík og upp á Skaga um kvöldið og
fór síðan um nóttina á fyrstu vakt-
ina eftir að göngin voru opnuð,“
segir Þórarinn, eða Doddi eins
og hann er jafnan kallaður, í sam-
tali við Skessuhorn. Þar stóð hann
vaktina í gjaldskýli Spalar allt þar
til síðasta föstudag að síðustu vakt-
inni lauk, ef frá er talið tæpt ár þar
sem hann starfaði sem ráðgjafi hjá
SÁÁ.
Heillaðist ungur
af hamskurði
Doddi er kvæntur Margréti Báru
Jósefsdóttur ljósmóður og eru þau
búsett á Akranesi, fluttust þangað
frá Reykjavík árið 1974 þegar Bára
hóf störf á sjúkrahúsinu. Þá starf-
aði Doddi sem hamskeri, en elti
eiginkonuna upp á Akranes. Ham-
skerar eru ekki margir hérlendis
og starfið sérhæft og því að vissu
leyti óvenjulegt að Doddi hafi frá
unga aldri stefnt að því að leggja
fagið fyrir sig. „Ég heillaðist ung-
ur af hamskurði. Þegar ég var lít-
ill strákur fór ég með pabba heitn-
um til hamskera í Reykjavík og
varð alveg heillaður. Ég ákvað að
þetta væri það sem ég vildi gera,
fór í nám í hamskurði til Edin-
borgar 1969. Þá var ekki hægt að
læra hér, hamskerar á Íslandi voru
mjög tregir til að taka nema og
vildu helst hafa greinina út af fyr-
ir sig. En ég fór sem sagt til Ed-
inborgar og var í tvo vetur, með
smá hléi. Að námi loknu kom ég
heim og eftir nokkra mánuði fékk
ég starf við hamskurð á Náttúru-
fræðistofnun,“ segir Doddi. „Síð-
an fékk Bára konan mín starf sem
ljósmóðir á sjúkrahúsinu hér á
Akranesi árið 1974 og ég nennti
ekki að þvælast á milli svo ég hætti
á Náttúrufræðistofnun og hef síð-
an þá verið hér á Akranesi við ýmis
störf,“ segir hann og nefnir sem
dæmi vinnu í Sementsverksmiðj-
unni og við fraktsiglingar.
Mistóku skerið
fyrir hval
„Síðan gerðist það einn daginn
að ég var beðinn um að leysa af á
Akraborginni sem háseti, tvær til
þrjár vaktir. Ég fór ekki frá borði
fyrr en Akraborgin hætti að sigla
15 árum síðar,“ segir Doddi og
brosir. Hann lætur vel af starfinu
um borð. „Þetta er skemmtilegasta
vinna sem ég hef verið í um ævina
og hef ég prófað ýmislegt,“ seg-
ir Doddi. „Mannlegi þátturinn og
þessi fasta rútína átti vel við mig.
Starf háseta fólst fyrst og fremst í
því að losa og lesta, sinna viðhaldi
og öðru tilfallandi. Á meðan sigl-
ingunni stóð gafst tími til að gefa
sig á tal við farþega og spjalla,“
segir hann. „Þegar nálgaðist höfn-
ina á Akranesi fylgdist maður með
túristunum stökkva til með mynda-
vélina og reyna að ná mynd þegar
frussaðist af skerinu Þjóti, því þeir
héldu að þar væri hvalur að blása.
Aldrei hafði ég það í mér að leið-
rétta þennan misskilning,“ segir
Doddi og brosir.
Erilsamt starf
En eftir að Akraborgin hætti sigl-
ingum fór Doddi til starfa hjá
Speli, en starfsfólk Skallagríms hf.,
sem rak Akraborgina, hafði for-
gang um störf hjá Speli eftir að
siglingar lögðust af. Þegar hann
lítur gjaldskýlið og gangnam-
unnann í baksýnisspeglinum seg-
ir hann að í starfinu þar hafi orð-
ið ákveðin þróun undanfarna tvo
áratugi. Ekki hafi hún að öllu leyti
verið til góða. „Fyrir þann sem er
að afgreiða í skýlinu þá hefur áreit-
ið aukist mikið. Ekki hefur starfs-
fólki í afgreiðslunni verið fjölg-
að þó umferðin hafi margfaldast.
Eina undantekningin er þegar við
höfum verið með útirukkanir þeg-
ar umferð er mjög mikil, en það
eru bara stakar vaktir. Að öðrum
kosti eru átta sem skipta með sér
vöktunum, fimm karlar í skýlinu
norðanmegin og þrjár konur sunn-
anmegin,“ segir Doddi. „Starfið
er erilsamt því við sjáum ekki að-
eins um afgreiðslu heldur þarf sá
sem situr í norðurendanum líka að
fylgjast með eftirlitskerfinu. Við
fáum meldingu frá kerfinu ef bíll
stoppar í göngunum. Ef eitthvað
kemur upp á þá þurfum við að fara
niður í göng, til dæmis ef þarf að
draga upp bíl. Sem betur fer hafa
slys verið fátíð og aðeins eitt bana-
slys orðið í göngunum frá því þau
voru opnuð,“ segir hann. „En næt-
urnar eru oft rólegri, en það var
ekki þannig um páskana. Margir
voru seint á ferðinni.“
Oft vitni að
glannaakstri
Spurður hvort hann muni eftir sér-
staklega eftirminnilegu atviki frá
starfi sínu í göngunum svarar hann
því til að fólki hætti til að gleyma því
þegar allt gengur snurðulaust fyrir
sig. Frávikin séu hins vegar minn-
isstæðari. „Ég man eftir því fyrir
nokkrum árum að roskin hollensk
hjón borguðu sig í gegnum göngin
með hjólhýsi í eftirdragi. Ég sá ekki
hjólhýsið fyrr en þau keyrðu af stað
og held það hafi verið allt of stórt
fyrir bílinn. Nema hvað að það slitn-
ar frá þegar þau eru komin niður og
fer þvert fyrir göngin. Það fór bet-
ur en á horfðist, sem betur fer,“ segir
Doddi og bætir því við að banaslys-
ið sé auðvitað minnisstætt. Þá lentu
tveir bílar saman þegar annar þeirra
fór yfir á öfugan vegarhelming og
farþegi annars bílsins lét lífið. „Mið-
að við hvað umferðin er orðin mikil
og þennan árafjölda sem liðinn er frá
opnun þá er með ólíkindum að ekki
hafi orðið fleiri alvarleg slys,“ segir
Doddi; „því oft hefur maður orðið
vitni að glannaakstri í gegnum göng-
in,“ segir hann og tekur dæmi: „Sér-
staklega man ég eftir einu atviki. Þá
var verið að skjóta kvikmyndaatriði
niðri í göngum að næturlagi. Töku-
menn og fleiri voru þar af störfum
með öll tilskilin leyfi og í fylgd lög-
reglu. Ég var á vaktinni í skýlinu og
heyri ískur í dekkjum í hringtorginu
Akranesmegin. Ég hringdi í mennina
og sagði þeim að það væri brjálaður
ökumaður á leiðinni niður í göng-
in. Eftir á sögðu þeir að ef ég hefði
ekki hringt og varað þá við, þá hefði
örugglega farið illa. Bæði lögreglu-
menn og aðrir stóðu úti á veginum
þegar maðurinn brunaði framhjá,“
segir hann. Doddi ítrekar þó að um
undantekningartilvik hafi verið að
ræða, almennt hafi ökumenn verið
tillitsemin uppmáluð og sýnt skiln-
ing ef eitthvað kom upp á.
Vill önnur
Hvalfjarðargöng
Þegar hér er komið við sögu rifjar
Doddi upp að Hvalfjarðargöngin
hafi verið afar umdeild framkvæmd
á sínum tíma. „Ég man að þeg-
ar var orðið ljóst að göngin yrðu
opnuð og Akraborgin hætti sigl-
ingum, þá voru margir fastakúnn-
ar sem komu að máli við mann um
borð og sögðust aldrei ætla að aka
um þessi gögn. Síðan gerðist það
skömmu eftir að göngin voru opn-
uð, að það varð einhver skortur á
áskriftarlyklum, svo margir sem
ferðuðust reglulega suður þurftu
að borga fyrir ferðina í skýlinu.
Þá rakst maður á flesta ef ekki alla
þessa sem aldrei ætluðu sér um
göngin,“ segir Doddi og hlær við.
Hann hefur þó fullan skilning á
því. „Hvalfjarðargöng eru einhver
stærsta samgöngubót á Íslandi fyrr
og síðar, ég er ekki í vafa um það
og nú þarf bara að fara að moka ný
við hliðina á þessum,“ segir hann
og kveðst myndi vilja önnur göng,
svo umferðin sé aðeins í aðra áttina
hverju sinni. „Það myndi auka ör-
yggi gríðarlega ef aðeins væri ekið
í aðra áttina. Göngin eru nú að
nálgast hámarksumferð. Nú fara
daglega um 6500 bílar um göng-
in en leyfileg hámarksumferð, sem
einhverjir bjúrókratar hafa ákveð-
ið, er um 8000 bílar á dag, hvernig
svo sem þeir reikna það út,“ seg-
ir Doddi.
Dregur upp
hamskurðinn
En hvort sem grafin verða ný göng
undir Hvalfjörð eður ei þá er eitt
víst að Doddi mun ekki bjóða veg-
farendum góðan daginn úr gjald-
skýlinu. Hann er sestur í helg-
an stein en ætlar þó ekki að sitja
auðum höndum. Hvað tekur við?
„Það fer eftir því hvað verkefna-
listinn hjá Báru minni er langur,“
segir hann og brosir. „Annars ætla
ég að dunda í skúrnum og draga
upp hamskurðinn að nýju. Ég hef
að mestu lagt hann á hilluna og lít-
ið náð að sinna honum meðfram
vaktavinnunni,“ segir hann. „En
nú er lag og ég ætla að byrja aft-
ur. Ég á útistandandi nokkur verk-
efni sem ég var búinn að lofa en á
eftir að klára. Ég ætla að vinna upp
skussalistann, klára þau áður en
ég fer að taka við pöntunum. En
annars ætla ég bara að taka því ró-
lega og njóta þess að vera með fjöl-
skyldunni,“ segir Doddi að lokum.
kgk
Þórarinn Helgason lætur af störfum eftir 19 ár hjá Speli:
Fór síðustu ferð Akraborgarinnar og
beint á fyrstu vaktina í göngunum
Þórarinn Helgason, eða Doddi eins og hann er jafnan kallaður, afgreiddi í 19 ár í gjaldskýli Hvalfjarðarganganna. Hér gengur
hann áleiðis að bílastæðinu eftir síðustu vaktina.
Doddi í lúgu gjaldskýlisins á síðustu vaktinni. Einn af síðustu ökumönnunum sem Doddi afgreiddi í gegnum göngin.