Skessuhorn


Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 26.04.2017, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 201710 Karlakórinn Söngbræður heldur þrenna vortónleika 2017 Í Borgarneskirkju, fimmtudaginn 27.apríl kl. 20:30 Í Dalabúð, laugardaginn 29.apríl kl. 16:00 Í Hólmavíkurkirkju, laugardaginn 29. apríl kl. 20:30 Stjórnandi Viðar Guðmundsson, meðleikari Heimir Klemenzson Aðgangseyrir kr. 2500, posi á staðnum. Fjölbreytt og skemmtileg tónlist. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Vinnuskólinn Sumarvinna fyrir 17 ára unglinga (f. 2000) Leikskólinn Akrasel Leikskólakennarar Tímabundin störf vegna afleysinga Leikskólinn Teigasel Leikskólakennarar Starfsmaður á deild Leikskólinn Vallarsel Deildarstjóri Grundaskóli Deildarstjóri skóladagvistar Íþróttakennari (afleysing) Umsjónakennarar Brekkubæjarskóli Umsjónakennarar Starf kennara, þroskaþjálfa eða iðjuþjálfa í sérdeild Nánari upplýsingar um ofangreind störf og önnur laus störf er að finna á www.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 7 Unnið er á vöktum við framleiðslu á lífrænt vottuðu mjöli. Gerðar eru strangar kröfur um öryggi og gæði. Réttindi og hæfni til að nota vinnuvélar eru kostur. Störfin geta hentað hvort sem er konum eða körlum á öllum aldri. Um Þörungarverksmiðjuna Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem þang og þari eru þurrkuð í mjöl í háum gæðaflokki. Bæði framsleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna vottun. Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum mörkuðum, þar sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og snyrtivöruiðnaði auk framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru. Skaginn 3X hlaut í síðustu viku Út- flutningsverðlaun forseta Íslands, eina fremstu viðurkenningu sem hérlendu fyrirtæki getur hlotnast. Verðlaunin afhenti Guðni Th Jó- hannesson forseti Íslands á Bessa- stöðum. Ingólfur Árnason fram- kvæmdastjóri Skagans 3X veitti verðlaununum viðtöku; „fyrir ár- angursríkt starf að útflutningi á ís- lenskum vörum og þjónustu á er- lendum mörkuðum,“ eins og segir í umsögn. Veiting verðlaunanna tek- ur meðal annars mið af verðmæta- aukningu útflutnings, þjóðhagslegu mikilvægi gjaldeyrisöflunar og al- þjóðlegra viðskipta sem og mark- aðssetningu á nýjum markaði. Skaginn 3X hefur á undanförn- um árum hannað, þróað og smíðað nýjar tæknilausnir fyrir sjávarútveg- inn í samstarfi við íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki og hafa þessar lausnir vakið athygli hér heima og erlend- is. Fyrirtækið er í dag í fararbroddi við innleiðingu nýrra heildarlausna við matvælavinnslu og eru þær þeg- ar farnar að valda straumhvörfum í fiskvinnslu til sjós og lands. Yfirfærð nýtist síðan þessi tækni við vinnslu á kjúklingi, krabbategundum og við aðra matvælavinnslu. Skaginn 3X er í dag með starfsstöðvar á fjór- um stöðum á landinu; á Akranesi, Ísafirði, Akureyri og í Reykjavík og eru starfsmenn alls um 180 talsins. Afköst og gæði færð upp á annað stig „Það er náttúrlega mikill heiður sem okkur er sýndur með þessum verðlaunum sem Útflutningsverð- laun forseta Íslands eru. Síðustu mánuði hefur Skaginn 3X unnið til nokkurra verðlauna, m.a. Sviföld- unnar fyrir framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016 og Nýsköpunarverðlauna Íslands. Við erum stolt og ánægð með þann árangur sem fyrirtækið hefur náð,“ segir Ingólfur Árnason fram- kvæmdastjóri Skagans 3X í sam- tali við Skessuhorn. Þess má geta að fyrirtækið er fyrst til að hljóta bæði Nýsköpunarverðlaun Íslands og Útflutningsverðlaun forseta Ís- lands á sama árinu og er það góður vitnisburður um starf fyrirtækjanna sem að baki vörumerkinu stend- ur. „Tæknin sem Skaginn 3X hef- ur þróað við vinnslu og kælingu á afla færir afköst og gæði upp á ann- að stig en áður hefur þekkst. Það er einnig mjög ánægjulegt á þess- um tímamótum að nefna að marg- ar af lausnum okkar eru þróaðar í virku og nánu samstarfi við íslensk- an sjávarútveg, sem er okkar kröfu- harðasti markaður,“ segir Ingólfur. Fjölmargt vinnst með ofurkælingunni Skaginn 3X hefur eins og kunnugt er náð ótrúlegum árangri í þróun kerfa fyrir vinnslu uppsjávarfisks og er nú að ná viðlíka árangri einnig með vinnslu bolfisks, bæði í landi og um borð í nýjustu og fullkomnustu veiðiskipunum. Nýjasta uppsjávar- kerfið er afar sjálfvirkt. Til dæmis er myndavélakerfi og gervigreind notuð til að greina fiskinn sem til vinnslu kemur, mynda hvern ein- asta fisk sem á færibandið berst og hann stærðarflokkaður, tegunda- greindur og loks pakkað í söluein- ingar. Þannig er afrakstur vinnsl- unnar hámarkaður. Þá er rekjan- leiki afurðanna tryggður með þess- ari nýju tækni kjósi menn svo. Ing- ólfur segir að hver manntími við svo fullkomna vinnslu skili nærri heilu vörubretti af fullpakkaðri vöru. Of- urkælibúnaður er meðal helstu nýj- unga sem Skaginn 3X hefur fundið upp á liðnum árum og er sú tækni notuð við kælingu aflans um borð í nýjustu ferskfiskskipunum. Þá er fiskurinn kældur niður að frost- marki sem bætir meðferð aflans og gæðin til mikilla muna. Fjölmargt fleira sparast auk þess við þessa tækni, svo sem að losna við ísinn úr vinnslunni, sjálf framleiðsla íssins, stórlega dregur úr flutningskostn- aði og um leið eykst það magn sem veiðiskipið nær að koma með að landi úr hverri veiðiferð. Oft samið um hugmynd Það er skammt stórra högga á milli hjá stjórnendum Skagans 3X þessa dagana. Í þessari viku er Ingólf- ur ásamt nokkrum öðrum starfs- mönnum fyrirtækisins á sjávarút- vegssýningunni í Brussel, stærstu einstöku sýningu véla og búnaðar fyrir sjávarútveg í heiminum. Áður en hann hélt utan var hann spurður hvaða þýðingu verðlaun á borð við útflutningsverðlaun forseta Íslands hefðu fyrir fyrirtækið? „Sannast sagna hef ég ekki hugmynd um það, tíminn einn mun leiða það í ljós,“ svarar Ingólfur hreinskilningslega. „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst Skaginn 3X hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands „Við lítum á okkur sem lausnamiðað fyrirtæki“ Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans 3X. Ljósm. mm. Á heimskorti sem hangir uppi á vegg í höfuðstöðvum Skagans á Akranesi má sjá hvar pinnar auðkenna þau verkefni sem Skaginn 3X er að fást við um þessar mundir. Þau skipta tugum. Nokkur þeirra eru á austurströnd Bandaríkjanna. Karlakórinn Söngbræður heldur þrenna vortónleika 2017 Í Borgarneskirkju, fimmtudaginn 27.apríl kl. 20:30 Í Dalabúð, laugardaginn 29.apríl kl. 16:00 Í Hólmavíkurkirkju, laugardaginn 29. apríl kl. 20:30 Stjórnandi Viðar Guðmundsson, meðleikari Heimir Klemenzson Aðgangseyrir kr. 2500, pos á staðnum. Fjölbreytt og skemmtileg tónlist.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.