Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Page 6

Skessuhorn - 10.05.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 20176 Aðalfundur HB Granda RVK:Aðalfundur var hald- inn í HB Granda síðastlið- inn föstudag. Í stjórn voru kjörin Anna G. Sverrisdóttir, Halldór Teitsson, Hanna Ás- geirsdóttir, Kristján Lofts- son og Rannveig Rist. Fund- urinn samþykkti greiðslu arðs upp á rúmlega 1,8 millj- arð króna vegna ársins 2016, en sú upphæð jafngildir einni krónu á hlut í félaginu. -mm Í hafvillu í þokunni BREIÐAFJ: Berserkir, björgunarsveit Slysavarna- félagsins Landsbjargar í Stykkishólmi, var kölluð út um klukkan hálf níu að kvöld laugardags til að aðstoða bát sem var í hafvillu vegna þoku á Breiðafirði. Greiðlega gekk að finna bátinn sem björgun- arsveitamenn fylgdu til hafn- ar í Skarðsstöð á Skarðs- strönd. -mm Jákvæðar horfur hjá OR SV-LAND: Matsfyrirtæk- ið Reitun hefur breytt horf- um í lánshæfismati á Orku- veitu Reykjavíkur úr stöðug- um í jákvæðar. Matseinkunn- in er áfram AA3. Í tilkynn- ingu um matið segir meðal annars: „Planinu, aðgerðar- áætlun vegna fjárhagsvanda OR 2011 – 2016 er lok- ið og árangurinn er umtals- vert betri en þau markmið sem sett voru. Stjórnendur hafa undanfarin ár náð mikl- um árangri í að byggja upp fjárhagslegan styrk Orku- veitunnar. Dregið hefur úr skuldsetningu og markaðs- áhættu, fyrirtækið starfar í talsvert betra rekstrarum- hverfi og fjárhagskennitöl- ur hafa batnað til muna.“ Þá segir að til að bæta lánshæfi fyrirtækisins enn frekar þurfi OR að halda áfram á sömu braut; að lækka skuldir, draga úr markaðsáhættu og styrkja lausafjárstöðuna. Standa þurfi við þau arðgreiðslu- skilyrði sem fyrirtækið hef- ur sett sér og tryggja áfram- haldandi aðgengi að fjár- málamörkuðum. -mm Atvinnuleysi það minnsta í áratug LANDIÐ: Atvinnuleysi nú reiknast til að vera 1,7% af vinnufærum mannafla og hef- ur ekki mælst jafn lágt í Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands síðan í nóvember 2007 þegar atvinnuleysi mældist 1,3%. Samkvæmt vinnumark- aðsrannsókn nú voru að jafn- aði 202.800 manns á aldrin- um 16–74 ára á vinnumarkaði í mars síðastliðnum, sem jafn- gildir 84,9% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 199.300 starfandi og 3.400 án vinnu og í atvinnu- leit. Hlutfall starfandi af mann- fjölda var 83,4% og hlutfall at- vinnulausra af vinnuafli var 1,7%. Samanburður mælinga fyrir mars 2016 og 2017 sýn- ir að atvinnuþátttaka jókst um 3,1 prósentustig. Fjöldi starf- andi jókst um 15.500 manns og hlutfall starfandi af mannfjölda um 4,7 stig. Atvinnulausum fækkaði um 3.800 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 2,1 stig. -mm Mynduðu hross með dróna SNÆFELLSNES: Lögreglu- menn af Vesturlandi, sem ný- verið voru á leiðinni í verkefni á Snæfellsnesi, komu að er- lendum ferðamönnum þar sem þeir voru að mynda hrossastóð með dróna. „Voru hestarnir á hlaupum undan drónanum. Gátu lögreglumennirnir ekki annað en stoppað hjá fólkinu og gert þeim grein fyrir því að þessi háttsemi væri ekki í lagi. Lofuðu ferðamennirnir öllu fögru og sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir því að þetta væri bannað,“ segir í frétt frá LVL. -mm Akranes bar sigur af liði Hafnar- fjarðar í fyrri undanúrslitaþætti Útsvars, spurningakeppni sveit- arfélaganna, sl. föstudag. Athygli vakti að Skagamenn tefldu fram breyttu liði frá fyrri viðureignum. Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir hafði verið stödd á Ísafirði fyrr um daginn og lenti í því að flugi sem hún ætlaði að taka til Reykjavík- ur var frestað vegna þoku. Vilborg fékk far frá Ísafirði og komst á áfangastað rétt áður en útsending- in hófst og mátti sjá henni bregða fyrir meðal áhorfenda í sjónvarps- sal. Hún var þó ekki nógu tím- anlega fyrir smink og undirbún- ing. Í aðdraganda keppninnar var varamaðurinn Valgarður Lyngdal Jónsson því ræstur út og keppti í undanúrslitunum ásamt Erni Arn- arsyni og Gerði Jóhönnu Jóhanns- dóttur. Mannabreytingar á síð- ustu stundu komu þó ekki að sök því Akranes sigraði með 65 stig- um gegn 46 stigum Hafnarfjarðar. Skagamenn sóttu í sig veðrið í síð- ari hluta keppninnar og innsigluðu sigurinn í stóru spurningunum í lokin. Akranes mætir annað hvort Fjarðarbyggð eða Grindavík í úr- slitaviðureigninni sem fram fer 26. maí næstkomandi. kgk Akranes í úrslit Útsvars Útsvarslið Akraness eins og það var skipað sl. föstudag. F.v. Örn Arnarson, Valgarður Lyngdal Jónsson sem hljóp í skarðið fyrir Vilborgu Þórunni Guðbjarts- dóttur, og Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir. Ljósm. RÚV. Um liðna helgi var meiri umgangur um gömlu E deild sjúkrahússins á Akranesi en alla jafnan. Fjölmennt tökulið ásamt leikurum, leikstjórum og öllu tilheyrandi vann um helgina við tökur á þáttaröð um lögfræð- inginn Stellu Blómkvist. Sagafilm framleiðir þættina og verða þeir sex talsins. Sýningar á þáttunum hefj- ast í haust og hefur sýningarréttur þeirra jafnframt verið seldur víða erlendis. Heiða Rún Sigurðardótt- ir, eða Heida Reed, fer með hlut- verk Stellu, en hún er þekkt af hlut- verki sínu í hinum bresku Poldark þáttum. Skessuhorn hitti Þorstein Guð- mundsson leikara að máli fyrir utan sjúkrahúsið á Akranesi í hádegis- hléi tökuliðsins á laugardag. Hann sagði tökurnar ganga vel og upp- lýsti að nokkuð væri vikið frá sögu- þræði bókanna í þáttunum. Þeir væru hins vegar álíka blautlegir og bækurnar og Stella Blómkvist sem birtist á skjánum væri sú sama og lesendur bókanna þekkja; dularfull- ur lögræðingur sem sefur hjá hverj- um sem er og gerir ýmislegt til að fá sínu framgengt. kgk Stella Blómkvist á Skaganum Hluti tökuliðsins nýtti hádegishléið til að njóta blíðviðrisins á Akranesi um helgina.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.