Skessuhorn - 10.05.2017, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 7
Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Akraneskaupstaður veitir 10,9 milljónum til íþrótta- og
tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styðja virk
íþrótta- og tómstundafélög á Akranesi til að halda uppi
öflugu íþrótta-, félags- og tómstundastarfi fyrir börn og
unglinga. Styrkir þessir eru veittir til þjálfunar og leiðsagnar
barna og unglinga 3 - 18 ára. Skilyrði er að félagið hafi
starfað í a.m.k. 2 ár og staðið skil á lögformlegum skyldum
sínum. Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar
eða í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð.
Styrktímabil er 1. janúar - 31. desember 2016.
Umsóknarfrestur er til 29. maí 2017. Nánari upplýsingar veitir
skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar í síma 433 1000
eða með tölvupóst á netfangið skoliogfristund@akranes.is
Styrkir til íþrótta- og
æskulýðsfélaga á Akranesi
Í síðasta tölublaði Skessuhorns var
greint frá hvar könnunarviðræður
milli sveitarfélaga á norðanverðu
Snæfellsnesi standa. Viðræður
þessar hafa staðið yfir milli íbúa í
Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit
og Grundarfjarðarbæ og verður
framhaldið á þessu ári og stefnt að
íbúakosningu fyrir árslok. Sveitar-
stjórn Snæfellsbæjar vildi ekki taka
þátt í undirbúningi hugsanlegrar
sameiningar og sveitarstjórn Eyja-
og Miklaholtshrepps samþykkti í
ljósi þess að lýsa sig frá slíkum við-
ræðum, þar sem hún taldi að öll
sveitarfélögin á Snæfellsnesi hefðu
þurft að taka þátt ef vænta skyldi
árangurs. Hópur íbúa í Eyja- og
Miklaholtshreppi hefur hins veg-
ar lengi haft áhuga á að sveitarfé-
lagið tæki þátt í þeim viðræðum.
Dagana 30. apríl til 3. maí síðast-
liðinn var í gangi undirskriftasöfn-
un í Eyja- og Miklaholtshreppi
meðal áhugasamra aðila um þátt-
töku sveitarstjórnar í þessum við-
ræðum. Þeir Valgarð S Halldórs-
son í Gröf og Gísli Guðmunds-
son í Hömluholti stóðu fyrir söfn-
un undirskrifta og segja þeir söfn-
unina hafa gengið vel.
Áskorunin hljóðaði þannig:
„Eftirtaldir aðilar óska eftir að
sveitarstjórn Eyja- og Miklaholts-
hrepps taki þátt í greiningarvinnu
um sameiningu/samstarf sveitar-
félaga sem nágrannasveitarfélögin,
Stykkishólmsbær, Grundarfjarð-
arbær og Helgafellssveit, eru að
hefja, um sameiginleg hagsmuna-
mál. Viðræður sem mögulega gætu
leitt til sameiningar sveitarfélag-
anna. Engin sameining á sér stað
án undangenginna íbúakosninga.“
Þeir Valgarð og Gísli segja að
afar góð þátttaka hafi verið í und-
irskriftasöfnuninni, þar sem allir
bæir í sveitinni hafi verið heim-
sóttir, en eingöngu var leitað eftir
stuðningi kosningabærra íbúa. „Af
84 kosningabærum íbúum skrifuðu
47 undir áskorun til sveitarfélags-
ins um þátttöku í þeirri greiningar-
vinnu - eða um 56% íbúa og fleiri
sýndu áhuga án þess að vilja láta
nafns síns getið. Það er von okk-
ar að sveitarstjórn verði við óskum
okkar um þátttöku í þeirri vinnu
sem nú er að hefjast - hver sem
niðurstaðan yrði í kosningu um
sameiningu sveitarfélaganna. Við
sem að söfnuninni stóðum viljum
koma á framfæri bestu þökkum til
þeirra sem veittu málinu stuðning,
án ykkar hefði þessi góði árangur
ekki náðst,“ segja þeir Valgarð og
Gísli.
Boðað verður til
borgarafundar
Á hreppsnefndarfundi í Eyja- og
Miklaholtshreppi 4. maí síðastlið-
inn var undirskriftalistinn lagður
fram. Einnig var lagður fram und-
irskriftalisti frá 18 íbúum dagsettur
2. maí um að boðað verði til borg-
arafundar um stöðu sveitarfélagsins
í ýmsum málum og verkflokkum
með tilliti til sameiningarviðræðna
við önnur sveitarfélög. Í fundar-
gerð segir að; „Eins og fram kem-
ur í sveitarstjórnarlögum gr. 108
verður sveitarstjórn að verða við
ósk um borgarafund ef yfir 10%
íbúa á kjörskrá óska eftir því. Odd-
viti leggur því til að haldinn verði
borgarafundur eins fljótt og hægt
er þar sem m.a verður rætt samstarf
við önnur sveitarfélög / sameining-
ar. Jafnframt leggur oddviti til að
afgreiðslu erindis Gísla og Valgarðs
fyrir hönd áhugafólks um samein-
ingu / samstarf sveitarfélaga verði
frestað þangað til íbúar hafa kom-
ið saman og rætt málin á borgara-
fundi.“ Var tillagan samþykkt með
þremur atkvæðum gegn tveim-
ur. Þau Halldór Jónsson og Harpa
Jónsdóttir lögðu fram bókun þar
sem segir: „Undirritaðir hrepps-
nefndarmenn harma að ekki hefur
verið tekið tillit til vilja þeirra íbúa
sveitafélagsins sem vilja að sveit-
arstjórn taki þátt í þeirri greining-
arvinnu sem nú er að hefjast milli
Helgafellsveitar, Grundarfjarðar-
bæjar og Stykkishólmsbæjar um
sameiningu / samstarf sveitarfélag-
anna. Greiningarvinnu sem hefði
varpað skýrara ljósi á kosti og galla
sameiningar fyrir Eyja- og Mikla-
holtshrepp. Íbúar sveitarfélagsins
hefðu alltaf haft síðasta orðið um
þá framvindu.“
Þá lagði Eggert Kjartansson
fram eftirfarandi bókun. „Að mati
oddvita er mikilvægt að gefa öllum
íbúum kost á að koma skoðunum
sínum á framfæri á jafn viðkvæmu
máli og sameiningarmál sveitarfé-
laga eru. Besta og lýðræðislegasta
leiðin til þess er að gefa öllum færi
á að koma á framfæri sjónarmiðum
sínum á borgarafundi.“
mm/ Ljósm. Mats Wibe Lund.
Meirihluti íbúa vill viðræður um
sameiningu á Snæfellsnesi
Boðað verður til íbúafundar í Eyja- og Miklaholtshreppi
Hlíðasmára 11 201 Kópavogur
Sími: 534 9600 Netfang: heyrn@heyrn.is
Aldrei
hefur verið
auðveldara
að heyra
Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær
Sími 525 6700 • mos@mos.is • www.mos.is
VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
LEIKSKÓLINN HLAÐHAMRAR Í MOSFELLSBÆR
AUGLÝSIR EFTIR DEILDARSTJÓRA Á
ELSTU DEILD LEIKSKÓLANS.
Hlaðhamrar er um 80 barna leikskóli, sem skipt er í 4 deildir. Leikskólinn
vinnur í anda „Reggio“ stefnunnar en sú stefna leggur áherslu á gæði í
samskiptum og skapandi starf. Fjölbreytt og skemmtilegt starf er unnið
með börnunum í fallegu umhverfi leikskólans í nálægð við náttúruna.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing,
jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu
starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Leikskólakennaramenntun.
Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum.
Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður er skilyrði
Starfið krefst mikillar færni í samskiptum
Sjálfstæði, lausnamiðuð hugsun og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí 2017.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu
umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið
hlad@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sveinbjörg Davíðsdóttir,
leikskólastjóri Hlaðhamra eða María Birna aðstoðarleikskólastjóri í símum
566-6351 eða 661-9581. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum
verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum
kynjum til að sækja um starfið.