Skessuhorn - 10.05.2017, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 9
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Tökum að okkur jarðvegsvinnu
t.d. húsgrunna, drenun, niðursetningu rotþróa, múrbrot,
niðurrif, garðavinnu og vegavinnu.
Við erum með kranabíl, gámabíla, traktorsgröfu, 16t hjólagröfu, 2t, 6t og 21t beltavélar, vatnstank.
Hafið samband í síma 862-1717
Stauraborun fyrir sumarhús og sólpalla.
Erum með vatnstank fyrir
heitt/kalt vatn og rykbindingu.
Bíla-/vélaflutningar og kranavinna.
Gámaleiga.
Fellum tré og fjarlægum.
Útvegum mold og möl.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
450 Fasteignasala hefur nú feng-
ið til sölu veitingaskálann Bauluna
í Stafholtstungum í Borgarfirði.
Hjónin Kristberg Jónsson og Sig-
rún Tómasdóttir hafa undanfar-
in 18 ár átt og rekið Bauluna og
staðið þar vaktina flesta daga, en
undanfarin ár hafa sonur þeirra og
tengdadóttir starfað með þeim við
reksturinn. Boðinn er til sölu allur
rekstur Baulunnar sem og 406 fm
fasteign og tveggja hektara land.
Þjónustan samanstendur af sölu
eldsneytis, veitingasölu og smá-
söluverslun. Í auglýsingu kemur
fram að ýmsir möguleikar séu til
stækkunar og breytinga. Ekki er
uppgefið verð í auglýsingu fast-
eignasalans, en óskað tilboða.
„Þetta er bara komið fínt. Okkur
var sagt að við værum hetjur ef við
dygðum í áratug í svona rekstri, en
nú eru þeir að verða tveir. Við telj-
um þetta vera komið gott hjá okk-
ur. Konan mín er komin á sjötugs-
aldurinn. Pabbi minn kenndi mér
að vera góður við gamalmenni og
minnimáttar! Það er ekki leggj-
andi á hana að standa í þessu kom-
in á þennan aldur,“ segir Kristberg
í léttum tón, en sjálfur fyllir hann
reyndar sex tugina í nóvember
næstkomandi. „Við erum að vona
að þetta sé rétti tíminn til að selja.
Það hefur verið gríðarleg aukn-
ing í sölu á síðustu árum og allt
upp á við í augnablikinu og því er
augljóslega kauptækifæri fyrir þá
sem vilja taka við. Hér er allavega
hægt að gera helling. Til dæmis að
byggja upp gistiaðstöðu eða ann-
að og nýta landið. Yngra fólk er
líklegra til að ráðast í slíkar fram-
kvæmdir,“ segir Kristberg og bæt-
ir við að þau séu búin að stórbæta
aðstöðuna frá því þau tóku við, en
engu að síður sé ýmislegt hægt að
gera til viðbótar. „Það ánægjulega
er að við höfum enn bæði gam-
an að þessu hjónin. Þetta starf er
lifandi og skemmtilegt. Hingað
kemur gríðarlegur fjöldi fólks og
oft er glatt á hjalla,“ segir Krist-
berg.
Aðspurður segist hann ekki ætla
að hætta að vinna þótt þau selji
Bauluna. „En fyrst er að selja og
síðan leggur maður drög að næsta
verkefni,“ segir Kibbi í Baulunni
að endingu.
mm
Baulan boðin til sölu
Sigrún og Kristberg í Baulunni.
Í kaupmannstíð þeirra hjóna hafa þau bæði stækkað húsið og bætt aðstöðu í
verslun og á veitingastaðnum.
Snæfellsbær
Laus staða aðstoðar -og sérkennslu-
stjóra við leikskóla Snæfellsbæjar
Starfstöð: Kríuból/Hellisandi.
Í Snæfellsbæ er einn leikskóli með tvær starfsstöðvar. Starfsstöð er á
Hellisandi og hin er í Ólafsvík. Leikskólinn vinnur með stærðfræði/
numicon, læsisstefnu leikskóla Snæfellsbæjar og umhverfismennt.
Við erum einnig með í vináttuverkefni Barnaheilla. Við óskum
sérstaklega eftir aðstoðar- og sérkennslustjóra á Kríuból á Hellisandi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Leyfisbréf leikskólakennara.•
Stjórnunarreynsla æskileg og hæfni í mannlegum samskiptum.•
Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veitir Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri leikskóla
Snæfellsbæjar 4336925/26. Umsóknir sendist til: Kríuból við
Naustabúð 17, 360 Snæfellsbær eða á netfangið leikskolar@snb.is
Umsóknarfrestur til 19. maí og mun viðkomandi byrja mánudaginn
14. Ágúst 2017.
„Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla/grunnskóla einstakling sem hlotið hefur
refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal
liggja fyrir sakavottorð eða heimild skólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7