Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Qupperneq 11

Skessuhorn - 10.05.2017, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 11 Verslunin Samkaup Strax Búðardal leitar að öflugum starfskröftum í eftirtalin störf • Vaktstjóra • Starfsmenn í sumarafleysingar • Starfsmenn í vaktavinnu Áhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna. Umsóknir sendist á budardalur@samkaupstrax.is Umsóknarfrestur er til 21. maí nk. Allar nánari upplýsingar veitir: Ingvar Kristján Bæringsson verslunarstjóri á staðnum eða í síma 861-5462 SAMKAUP STRAX BÚÐARDAL VAKTSTJÓRI OG SUMARAFLEYSINGAR LÆKNA R MÆLA MEÐ HUSK! NÁTTÚRULYF Á SÉRLYFJASKRÁ Náttúrulegar trefjar sem halda meltingunni í góðu formi ehb@ebridde.is, www.ebridde.is HUSK fæst í apótekum, heilsubúðum og Fjarðarkaupum Óskum eftir að ráða næturvörð og starfsfólk í sal sem fyrst Umsóknir ásamt upplýsingum sendist á netfangið info@hotelborgarnes.is ATVINNA SK ES SU H O R N 2 01 7 Síðastliðinn fimmtudag var fjórum byggingalóðum úthlutað í Bjargs- landi í Borgarnesi. Það er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að vegna fjölda umsókna þurfti að varpa upp hlutkesti hverj- ir hlytu þrjár þessara lóða. Að und- anförnu hefur fasteignaverð verið á hraðri uppleið í Borgarbyggð og nú er eftir hlé í rúman áratug aft- ur kominn skriður á nýbyggingar bæði af hálfu einstaklinga og fyrir- tækja. Á það við helstu þéttbýlis- staði í sveitarfélaginu. Af þess- um sökum er mikil eftirspurn eft- ir lausum byggingalóðum. Á fundi byggðarráðs var fulltrúi sýslu- manns kallaður til og var hann viðstaddur þegar krónu var kast- að til að skera úr um hverjum yrði úthlutað þremur lausum lóðum við Stöðulsholt, íbúðagötuna næst húsi Kaupfélags Borgfirðinga. Að sögn Geirlaugar Jóhanns- dóttur formanns byggðarráðs er mikill stígandi í lóðaúthlutun í sveitarfélaginu. Þessi þróun hófst í rauninni með því að Magnús B Jónsson fékk úthlutað lóð fyrir einbýlishús við Lóuflöt á Hvann- eyri, sem nú er búið að byggja, og eftir það má segja að boltinn hafi tekið að rúlla. „Nú er búið að út- hluta nokkrum lóðum til viðbótar á Hvanneyri. Þá úthlutuðum við nýverið lóðum við Brákarsund í Borgarnesi þar sem samtals verða byggðar átta íbúðir. Nú er verið að skipuleggja fjölbýlishúsalóðir í Bjargslandi í Borgarnesi en auk þess er deiliskipulagsvinna á loka- metrunumm fyrir blandaða byggð einbýlishúsa, raðhúsa og fjölbýlis- húsa. Sveitarfélagið á nú tilbúnar íbúðarhúsalóðir á Hvanneyri, Varmalandi, Bæjarsveit og í Borg- arnesi, ýmist fyrir einbýlis- par-, rað- eða fjölbýlishús,“ segir Geir- laug. Hún segir fasteignamarkað- inn heldur betur hafa tekið við sér að undanförnu og í mörgum tilfell- um hefur verið umfram eftirspurn eftir fasteignum og nú lóðum, samanber lóðaúthlutun byggðar- ráðs sl. fimmtudag. „Menn eru að fá tilboð í húseignir sem þeir bjóða til sölu, jafnvel samdægurs og fá gjarnan uppsett verð. Allt er þetta mjög jákvætt,“ segir Geirlaug. Þá segir Geirlaug að sveitarfé- lagið eigi alls 20 lausar iðnaðarlóð- ir til úthlutunar, bæði á Hvanneyri en flestar á iðnaðarsvæðinu með- fram þjóðveginum ofan við Borg- arnes. Nýverið var iðnaðarlóð út- hlutað í Sólabakka í Borgarnesi til nokkurra iðnaðarmanna, auk þess sem björgunarsveitin Brák fékk niðurfelld lóðagjöld við Fitja, ofan við Borgarnes, í tilefni 150 ára af- mælis Borgarness. mm Krónu kastað. Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri og Jón Einarsson fulltrúi sýslu- manns fylgist með að öllum reglum sé fylgt þegar hlutkesti réði hverjir hlytu þrjár lausar lóðir við Stöðulsholt í Borgarnesi. Ljósm. gj. Hlutkesti réði hverjir fengju lausar lóðir í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.