Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Side 13

Skessuhorn - 10.05.2017, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 13 Íbúafundur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð SK ES SU H O R N 2 01 7 Í tilefni af því að Borgarbyggð er að verða heilsueflandi samfélag er boðað til íbúafundar fimmtudaginn 18. maí kl. 20:00 í Hjálmakletti Dagskrá: o Allt til alls – í heimabyggð – Íris Grönfeldt o Áfram Borgarbyggð! – Magnús Scheving o Samningur undirritaður – Héðinn Svarfdal Björnsson, Embætti landlæknis o Umræður í hópum um helstu þætti heilsueflandi samfélags: Hreyfing – Næring – Líðan – Lífsgæði o Helstu niðurstöður og næstu skref Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðu um heilsueflandi aðgerðir í Borgarbyggð Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð Kristján Andrésson húsasmíða- meistari á Hvanneyri fagnaði í liðn- um mánuði sextugsafmæli sínu. Líkt og gjarnan við slík tækifæri fá menn fallega pakka, blóm og frómar ósk- ir. Ein gjöfin var þó sýnu umfangs- mest, en hana gaf Kristján sjálfum sér. Það var eitt stykki slökkviliðs- bíll. Bíll þessi þjónaði upphaflega Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli þar sem hann var fyrsti útkallsbíll á vellinum. Bíllinn þjónaði á Kefla- víkurflugvelli til 1983 en fer árið 1985 í eigu Landsvirkjunar sem hafði hann til taks í Búrfellsvirkj- un. Eins og títt er um slökkvibíla er bíll þessi lítið ekinn, 15.000 mílur, eða um 22 þúsund kílómetra. Það gafngildir 423 kílómetra meðal- akstri á ári. Bíllinn er amerískur að gerð, framleiddur af Americ- an - LaFrance sem er sérhæft fyr- irtæki í framleiðslu á tækjum fyrir slökkvilið. Kristján segir að bíllinn sé byggður á International grind en Landsvirkjun lét þegar fyrirtækið eignaðist hann setja í hann Weapon framdrif. Kristján starfar sjálfur í Slökkvi- liði Borgarbyggðar og er jafnframt í stjórn Fornbílafjelags Borgarfjarð- ar, en hann ráðgerir að koma bíln- um þar til geymslu. „Bíllinn átti að fara til geymslu í Slökkviliðsminja- safninu í Keflavík. Nú er hins vegar það safn að missa húsnæðið og verð- ur tekið niður og því stóð jafnvel til að henda bílnum. Það þótti mér al- veg glatað, svo ég ákvað að kaupa hann, skrá á mitt nafn og leigja svo húsnæði undir hann á safninu okkar í Brákarey. Þetta verður skemmti- leg viðbót við safnið og eykur fjöl- breytileikann þar,“ segir Kristján. Bíllinn verður frumsýndur í Brák- arey næstkomandi laugardag þeg- ar hin árlega Bifhjóla- og fornbíla- sýning Raftanna og Fornbílafjelags Borgarfjarðar verður haldin. Kristján hélt á sunnudaginn sér- staka forsýningu á bílnum fyr- ir áhugasöm börn á Hvanneyri og mætti fullt af fólki. „Krakkarnir höfðu sérlega gaman að fá að máta bílinn og skoða hann. Reyndar var Sveinn Hallgrímsson sem kom í lokin einna áhugasamastur gesta og bókstaflega ljómaði þegar hann skoðaði gripinn,“ sagði Kristján. mm/ Ljósm. úr einkasafni. Dellan tekin alla leið þegar afmælisbarnið fékk sér slökkvibíl Amercan LaFrance í hlaðinu á Hvanneyri heima hjá Kristjáni og Rósu Marinósdóttur eiginkonu hans. Börnin ljómuðu þegar þau fengu að setjast undir stýri. Sveinn Hallgrímsson var afar áhugasamur um bílinn. Kristján með afmælisköku, en hann fagnaði sex tugum í liðnum mánuði. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2017 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudagur 11. maí Föstudagur 12. maí Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 7 Innritun stendur yfir fyrir skólaárið 2017-2018. Umsóknarfrestur er til 1. júní. Innritun fer fram rafrænt á heimasíðu skólans, toska.is, undir flipanum „Umsókn“ Athugið að núverandi nemendur þurfa að staðfesta áframhaldandi nám með umsókn. Einnig þarf að endurnýja umsóknir þeirra sem eru á biðlista. Vakin er athygli á því að tómstundastyrkur Akraneskaupstaðar gildir vegna náms við Tónlistarskólann. Upplýsingar á skrifstofu skólans mán-fim 12-16 og fös 9-13, sími 433-1900. Skólastjóri S K E S S U H O R N 2 01 7 Innritun og staðfesting á námi Tónlistarskólinn á Akranesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.