Skessuhorn


Skessuhorn - 10.05.2017, Side 14

Skessuhorn - 10.05.2017, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 201714 Reynir Sigurðsson er einn af þeim sem býður upp á úðun garða og sumarhúsalóða og er starfssvæði hans Borgarbyggð, Akranes og svæðið sunnan Skarðsheiðar. Reynir er Hafnfirðingur að uppruna en býr nú í sumarhúsi skammt frá Borgar- nesi og ferðast um með pallbíl sinn og efni og tekur að sér garðaúð- un. Hann er gamalreyndur í þess- um geira, hefur úðað garða víða um suðvestanvert landið í aldarfjórð- ung. Reynir segir að birkikemban sé skaðræðisfiðrildi sem nú virðist vera í uppsveiflu hér á landi. Það leggst á laufblöð og étur innan úr þeim þannig að þau verða brún. Trén ná þá ekki að laufgast það árið. Til að koma í veg fyrir tjón segir hann nauðsynlegt að úða gegn birkikembu í maímánuði. Á vef Náttúrustofnun- ar segir að birkikemba sé smávax- ið fiðrildi. Vængirnir liggja eins og þakris yfir afturbolnum. Það sindrar af gylltum framvængjunum. Á hvor- um þeirra er áberandi hvítur blettur sem gerir tegundina auðþekkta frá öðrum sem fljúga á vorin. Reynir segir að með úðun garða og trjágróðurs megi koma í veg fyr- ir trjálús, orma og köngulær. Reyn- ir tekur við pöntunum í garðaúðun í síma 899-0304. mm Nauðsynlegt að úða gegn birkikembu í maí Björgunarsveitin Klakkur í Grund- arfirði hélt aðalfund sinn laugar- daginn 6. maí. Þá voru hefðbund- in aðalfundarstörf ásamt því að ný stjórn var mynduð. Erling Péturs- son gat ekki gefið kost á sér áfram sem formaður þar sem hann er að flytjast búferlum og því þurfti að finna nýjan formann. Ketilbjörn Benediktsson, fyrrverandi formað- ur, var kjörinn formaður á nýj- an leik. Rekstur sveitarinnar hef- ur verið í góðum höndum og mun vera það áfram. tfk Aðalfundur Björgunar- sveitarinnar Klakks Ný stjórn Klakks, frá vinstri: Kári Gunnarsson ritari, Andri Ottó Kristinsson með- stjórnandi, Marinó Ingi Eyþórsson varaformaður og Ketilbjörn Benediktsson formaður. Á myndina vantar Svavar Áslaugsson gjaldkera. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ hélt upp á tíu ára af- mæli sitt síðastliðinn laugardag. Mættu fjölmargir til að fagna afmælinu. Boðið var upp á kræsingar og ræður voru fluttar. Þá fékk Lífsbjörg góðar gjafir sem eiga eftir að koma félaginu að góðum notum í framtíðinni. Áður en Lífsbjörg var stofnuð voru björgunarsveitir starfræktar á Hellissandi og í Ólafsvík. Fyrsti formaður Lífsbjargar, Davíð Óli Axelsson, sagði í ræðu sinni að með stofnun Lífsbjargar hafi verið stigið mikið gæfuspor. „Í dag sjáum við hinn raunverulega árangur, eins og öflugan félagsskap sem er vel búinn tækjum og í glæsilegri björgunarstöð. Það voru ófáar vinnustundir og fundir til þess að koma þessu heim og saman og er óhætt að minnast þeirrar sem á undan komu og byggðu þann trausta grunn sem Lífs- björg er byggð á í dag. Það voru fjölmargir sem störfuðu við miklu erfiðari aðstæður heldur en nú eru bæði hjá Slysavarna- deildinni Björgu, sem var stofnuð árið 1928, og Slysavarna- deildinni Sæbjörgu sem var stofnuð árið 1930. Á það fólk miklar þakkir skyldar fyrir,“ sagði Davíð Óli og bætti því við að saga þeirra mætti aldrei gleymast. af Björgunarsveitin Lífsbjörg fagnaði tíu ára afmæli Þrír formenn Lífsbjargar. Viðar Hafsteinsson, Davíð Axel Ólafsson sem var fyrsti formaðurinn, og svo Halldór Sigurjónsson núverandi formaður. Ljósm. af. Fjórhjólin vöktu athygli. Ljósm. af. Klifurveggurinn var vinsæll meðal barna. Ljósm. af. Unglingadeildin Drekinn tók í notkun nýjar peysur á afmæli Björgunar- sveitarinnar Lífsbjargar á laugardaginn. Nýju peysurnar eru glæsilegar og voru krakkarnir að vonum ánægðir með þær. Krakkarnir í deildinni eru búnir að vera að safna fyrir peysunum í nokkur ár en peysurnar sem þau áttu áður voru orðnar gamlar og þreyttar. Peysurnar nota krakkarnir þegar þau eru í fjáröflun, á mótum eða í öðru starfi sem þau taka þátt í á vegum Drekans. Ljósm. þa. Björgunarstöðin Von í Rifi. Ljósm. af. Þorsteinn Bárðarson, stjórnarformaður Fiskmarkaðar Snæfellsbæjar, afhenti Björgunarsveitinni Lífsbjörgu hjartastuðtæki í tilefni 10 ára afmælis sveitarinnar. Það voru þeir Halldór Sigurjónsson formaður ásamt Patryk Zolobow með- stjórnanda sem tóku við gjöfinni. Ljósm. þa.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.