Skessuhorn - 10.05.2017, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 19
Eftir að hafa lent í vinnuslysi fyrir
þremur árum stóð fyrrum sjómað-
urinn Elí Þór Þórisson á krossgöt-
um. Hann hafði starfað sem sjó-
maður í 17 ár þegar slysið varð en
fljótlega varð honum ljóst að sjó-
mannsferlinum var lokið. Með að-
stoð Virk komst Elí í gegnum áfall-
ið og í dag er hann í iðnnámi, líkar
það vel og horfir björtum augum
til framtíðar.
„Ég var á frystitogaranum
Helgu Maríu í tíu ár, sem háseti
og badermaður til skiptis, og líkaði
það mjög vel,“ segir Elí Þór í sam-
tali við Skessuhorn. Um páskana
2014 breyttist líf hans þegar hann
slasaðist um borð og neyddist til
að fara í land og hætta á sjónum.
Hann fékk slink á handlegginn
með þeim afleiðingum að sinar og
vöðvafestingar slitnuðu í vinstri
handlegg. „Við vorum á síðasta
sólarhring túrsins, þannig að ég
var áfram um borð og hélt upp-
runalega að ég hefði bara tognað
illa. Læknarnir hér á sjúkrahúsinu
héldu það líka en trúnaðarlæknir
HB Granda sendi mig í segulómun
þar sem þetta kom í ljós,“ útskýrir
Elí. Í framhaldinu var hann send-
ur í skurðaðgerð. „Þar var þetta
skrúfað ofan í beinið en ég hef
aldrei náð mér alveg. Þeir halda að
einhverjar taugar séu í sundur.“
Eina í stöðunni
Elí er kvæntur Kristínu Birnu
Gísladóttur og eiga þau þrjú börn.
Hjónin fluttust á Akranes árið
1991 en upprunalega er Elí úr
Kópavogi. Þegar slysið varð var
hann 43 ára. Hann segir það hafa
verið mikið áfall að komast að því
að hann kæmist ekki aftur á sjó.
Eftir aðgerðina fór Elí í sjúkra-
þjálfun og eftir eitt ár benti sjúkra-
þjálfarinn honum á nýjar leiðir.
„Ég var í pattstöðu. Ég vissi fyrst
ekkert hvað myndi gerast og var
bara að bíða eftir að komast aftur
á sjóinn en svo var það ekki hægt.
Georg sjúkraþjálfari benti mér þá
á að fara í Virk, sem er snilldar
apparat,“ segir Elí. Í framhaldinu
fór Elí til námsráðgjafa og IÐAN
setur býður honum að fara í raun-
færnimat. „Ég hafði áður unnið í
fimm ár við vélsmíði og náði 32
einingum í raunfærnimatinu, sem
styttir námið um heilt ár.“ Hann
ákvað í framhaldinu að setjast á
skólabekk á fimmtugsaldri. „Ég
hefði aldrei getað haldið heimili
eða neitt, þetta var það eina í stöð-
unni,“ segir hann. Eftir nokkra
umhugsun varð rennismíði fyr-
ir valinu. „Ég hef lítið þol í hand-
leggnum og þurfti að taka það inn
í myndina. En þetta er eitthvað
sem ég get unnið við.“
Kom sjálfum sér á óvart
Í byrjun árs í fyrra byrjaði Elí í
náminu og stefnir hann á að ljúka
því næsta vor. „Þetta eru sex ann-
ir í heildina, fjórar í grunndeild
málmiðna og svo restin í renni-
smíði.“ Elí er að læra bæði í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
og í Tækniskóla Íslands í Reykja-
vík. Hann mun útskrifast sem vél-
virki frá FVA og sem rennismið-
ur úr Tækniskólanum. „Þetta eru
nefnilega mikið til sömu fög sem
eru kennd í þessu og ég ákvað að
gera þetta svona til að minnka
keyrsluna í bæinn. Ég þurfti bara
að bæta við mig þremur áföngum
í rennismíði í bænum með því að
gera þetta svona.“ Elí segir að það
hafi verið þung skref að setjast aft-
ur á skólabekk eftir svona lang-
an tíma, eftir tæp 30 ár á vinnu-
markaði. „Fyrstu vikurnar voru
erfiðar, alveg hræðilegar. Það var
til dæmis erfið tilhugsun að þurfa
að tala dönsku fyrir framan aðra.
En svo var þetta bara gaman þeg-
ar maður var byrjaður í þessu. Við
yngsta stelpan mín erum sam-
an í skólanum hérna og miðstrák-
urinn minn er með mér í skóla í
bænum.“ Hann segir jafnframt að
framvindan í skólanum hafi kom-
ið á óvart. „Ég hef aðallega kom-
ið sjálfum mér á óvart. Ég hélt að
ég gæti ekki einbeitt mér að námi.
Það er mikil stærðfræði í þessu,
sem liggur vel fyrir mér og þetta
hefur gengið mjög vel.“
Ánægður með Virk
Elí Þór er ánægður með þjón-
ustuna sem hann fékk hjá Virk á
sínum tíma og mælir með því að
fólk sem ekki veit hvað það á að
gera leiti til þeirra eftir aðstoð.
„Fólk sem hefur farið í gegnum
Virk er almennt ánægt með þjón-
ustuna. Það er mikið til af fólki
sem veit ekki hvað það getur far-
ið að gera. En þeir hjálpa fólki að
fara í nám eða á vinnumarkaðinn,
einmitt fólki sem til dæmis hefur
lent í áföllum. Ég fékk töluverða
aðstoð hjá þeim, fór til dæmis í
verkjaskóla til að læra að lifa með
verkjum og fékk sálfræðiaðstoð,
sem var ómetanlegt. Það er rosa-
legt áfall að vera kippt svona út af
vinnumarkaðinum,“ segir hann.
En nú stefnir Elí ótrauður á að
ljúka náminu og finna svo vinnu í
framhaldinu. „Maður þarf að finna
sér vinnustað og spá vel í því hvar
maður getur fengið framtíðarstarf.
Ég held að það sé vöntun á renni-
smiðum og er vongóður,“ segir Elí
Þór bjartsýnn að endingu.
grþ
Settist á skólabekk eftir vinnuslys
Elí Þór Þórisson þurfti að hætta á sjónum eftir slysið. Iðnneminn Elí Þór lærir fyrir vorpróf.
Stúlkur í strandhreinsun. Ljósm. rs.
Hluti þess sem kom úr höfninni í
Stykkishólmi. Ljósm. rs.
Hvíldarstund við hreinsunarstarf. Ljósm. rs.
Norski sendiherrann tíndi plast í Þjóðgarðinum. Ljósm. rs.
Boðið var
til veislu í
Breiðabliki
þar sem um
200 manns
mættu.
Ljósm. rs.Birna verkefnisstjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness með dálaglega hrúgu af
rusli í Hólminum. Ljósm. rs.
Tekið til hendinni í Skógarnesi. Ljósm. rs.
Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra tók virkan þátt í hreinsuninni. Hér í fjörunni
við Skógarnes. Ljósm. rs.