Skessuhorn - 10.05.2017, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 23
Tónlistarskólinn
á Akranesi
auglýsir eftir kennurum í eftirtaldar stöður
Sellókennara í 25% stöðu.
Málmblásturskennara í 50% stöðu.
Tréblásturskennara í 60% stöðu.
Tónlistarskólinn var stofnaður árið 1955 og telja nemendur skólans
í dag um það bil 300 og kennarar eru 21. Hlutverk Tónlistarskólans
býr við mjög góðan aðbúnað til tónlistarkennslu.
Menntun á sviði tónlistar er skilyrði.
Til sölu eru átta samliggjandi sumarhúsalóðir á kyrrlátum stað í Borgarfirði
(lóðir 11-18). Landið er hluti skipulags sumarhúsasvæðis sem nefnist
Melabyggð og er úr landi Birkihlíðar í Reykholtsdal. Skipulagið nær yfir alls
40 ha og skiptist í 18 hektara lóðir en 22 ha eru skógræktarsvæði sem nú
er að mestu búið að planta í. Vegur, rafmagn og neysluvatn er komið að
mörkum neðstu lóðar. Hver lóð er um 10.000 fm að stærð (1,0 ha). Engin
hús eru risin á þessum hluta skipulagsins en fimm hús á neðra svæðinu
(á lóðum 1-10). Heimilt er að byggja allt að 100 fm hús á hverri lóð.
Lóðirnar átta bjóðast nú saman fyrir 9,6 milljónir króna, en stakar lóðir
verða ella seldar eftir 24. maí nk. fyrir 1,5 m.kr.
Allar nánari upplýsingar gefur eigandi í síma 894-8998.
Lóðir/land til sölu í Borgarfirði
Hún var ekki hrædd við mannfólkið
maríuerlan sem lék sér á þilfarinu á
Björgunarbátnum Björg frá Rifi á
dögunum. Þessi skemmtilega mynd
náðist þegar Björgin var á heimleið
frá Stykkishólmi síðasta föstudag
þar sem hún hafði verið í slipp. Að
vera úti á sjó eru ekki eðlileg heim-
kynni maríuerlunnar en hún er far-
fugl sem verpir ýmist til sveita, í
þéttbýli, klettum við sjó, við vötn
og ár og víðar á láglendi. Hún er þó
ekki eini fuglinn sem hefur gert sig
heimakominn á bátum í Snæfellsbæ
en frést hefur af að minnsta kosti
tveimur öðrum fuglum. þa
Maríuerla tók sér far
með björgunarskipinu
Styrktarfélag krabbameinssjúkra
barna hefur tekið í sölu armband,
hannað af gullsmiðnum Sigurði
Inga Bjarnasyni (Inga í Sign). Á
armbandinu stendur VON á þrem-
ur tungumálum; íslensku, ensku og
latínu. Félagið hefur undanfarin ár
selt hálsmen og armbönd með sömu
áletrun í fjáröflunarskyni og þegar
farið var að huga að nýrri fjáröflun-
arvöru var ákveðið að leita til Inga
um að hanna gripinn. Útkoman er
eilífðartáknið í leðuról með áletrun-
inni VON - HOPE - SPES.
Armandið er selt á heimasíðu
Styrktarfélagsins krabbameinssjúkra
barna, www.skb.is, og á skrifstofu
félagsins í Hlíðasmára 14. Þar er
opið kl. 9-16 virka daga.
Á ári hverju greinast 10-12 börn
með krabbamein á Íslandi. SKB styð-
ur við bakið á fjölskyldum þessara
barna, bæði fjárhagslega og félags-
lega. Félagið nýtur engra beinna
opinberra styrkja. Það er rekið fyr-
ir sjálfsafla- og gjafafé og reiðir sig
m.a. á afrakstur af sölu minningar-
korta og ýmiss konar varnings, svo
sem eins og armbandsins sem nú fer
í sölu. mm
Armband til stuðnings
krabbameinssjúkum börnum