Skessuhorn - 10.05.2017, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2017 31
Fjórir leiki voru spilaðir í 2. umferð
Pepsi deildar karla í knattspyrnu á
mánudagskvöld. Á Akranesi tók ÍA
á móti Val. Gestirnir báru sigurorð
af Víkingi Ó. í fyrsta leik sumarsins
en ÍA tapaði 2-4 gegn fyrir Íslands-
meisturum FH. Sú markatala birt-
ist aftur á stöðutöflu Akranesvallar
á mánudaginn, því Valur sigraði 2-4
eftir að hafa haft yfirhöndina nær all-
an leikinn.
Eftir tíu mínútna leik munaði litlu
að Tryggvi Hrafn Haraldsson kæm-
ist einn á móti marki eftir góða send-
ingu innfyrir en Anton Ari Einars-
son, markvörður Vals, rétt náði að
koma fæti í boltann. Að öðrum kosti
voru það Valsmenn sem stjórnuðu
gangi leiksins. Þeir voru mun spræk-
ari í upphafi leiks, áttu hverja sókn-
ina á fætur annarri, fengu ágætis
sénsa en tókst ekki að gera sér mat úr
þeim. Á 21. mínútu fengu Valsmenn
víti. Arnar Már Guðjónsson átti lé-
lega tæklingu og braut á Sigurði Agli
Lárussyni í jaðri vítateigsins og víta-
spyrna umsvifalaust dæmd. Sigurður
Egill fór sjálfur á punktinn og skor-
aði af miklu öryggi framhjá Ing-
vari Þór Kale í marki Skagamanna.
Valsmenn voru áfram sterkari eftir
markið og komust í 0-2 á 34. mín-
útu. Varnarmönnum ÍA voru mis-
lagðir fætur og tókst ekki að hreinsa
boltann frá. Boltinn barst á Guðjón
Pétur Lýðsson sem skoraði laglega.
Fimm mínútum síðar minnkuðu
Skagamenn muninn með marki af
dýrari gerðinni. Þórður Þorsteinn
Þórðarson tók aukaspyrnu úti á kanti
vinstra megin. Boltinn sveif yfir alla
í teignum og small í horninu fjær, al-
veg uppi við samskeytin. Stórglæsi-
legt mark og staðan 1-2 í hálfleik.
Valsmenn voru mun sterkari fram-
an af síðari hálfleik og juku forskotið
í 1-3 á 58. mínútu. Eftir góða sókn
áttu Valsmenn skot af stuttu færi sem
Ingvar varði glæsilega í horn. Horn-
spyrnan barst fyrir markið og Hauk-
ur Páll Sigurðsson skallaði boltann í
bláhornið.
Skagamenn minnkuðu muninn
að nýju á 75. mínútu. Aftur var það
Þórður sem tók aukaspyrnu af vinstri
kantinum. Hann skrúfaði boltann
fyrir markið og af Robert Menzel fór
hann og í netið. Staðan 2-3 og þá var
eins og lifnaði yfir Skagamönnum.
Þeir voru sprækari eftir markið og
engu munaði að Garðar Gunnlaugs-
son jafnaði skömmu síðar eftir góða
fyrirgjöf frá Þórði en skotið rétt yfir
markið. Þegar fimm mínútur lifðu
leiks voru Skagamenn aftur nálægt
því að jafna. Hafþór Pétursson átti
hörkuskalla að marki eftir horn en
Anton Ari varði stórkostlega í marki
Vals.
Hart var barist síðustu mínúturn-
ar en í uppbótartíma gerðu Vals-
menn endanlega út um leikinn.
Nikolaj Hansen komst inn í teig
Skagamanna vinstra megin og lagði
boltann undir Ingvar í markinu og
tryggði Valsmönnum sigur, 2-4.
Skagamenn hafa því tapað fyrstu
tveimur leikjum sumarsins, báðum
2-4 og eru því án stiga. Næst leikur
ÍA sunnudaginn 14. maí næstkom-
andi þegar liðið mætir erkifjend-
um sínum í KR. Sá leikur fer fram
í Frostaskjólinu í Vesturbæ Reykja-
víkur.
kgk/ Ljósm. gbh.
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Víkingur Ó. mætti KR í annarri
umferð Pepsi deildar karla í knatt-
spyrnu á sunnudagskvöldið. Leikið
var í Ólafsvík og úrslitin réðust ekki
fyrr en á lokasekúndum leiksins.
Fyrri hálfleikur var fremur tíð-
indalítill og einkenndist af mik-
illi baráttu. Víkingar fengu ágætis
tækifæri á 25. mínútu eftir góðan
samleik Kenan Turudija og Nacho
Heras. Kenan bar boltann langt upp
völlinn, kom honum á Nacho sem
fann Kenan aftur en skot hans hátt
yfir markið. Besta færi fyrri hálf-
leiks var hins vegar KR-inga og það
kom á 39. mínútu. Kennie Chop-
art fékk þá sendingu innfyrir vörn
Víkinga og var kominn í dauðafæri
en Christian Martinez varði vel í
markinu. Kennie fékk boltann aft-
ur en setti hann framhjá.
Staðan í hálfeik 0-0 en það átti
eftir að breytast skömmu eftir að
flautað var til síðari hálfleiks. Á
46. mínútu leiksins fékk Pape Ma-
madou Faye boltann á vítateigs-
boganum. Hann sneri á punktinum
og smellti boltanum í fjærhornið.
Glæsilegt mark og Víkingar komn-
ir yfir, 1-0.
KR-ingar sóttu í sig veðrið eftir
markið og náðu að jafna á 56. mín-
útu. Óskar Örn Hauksson sendi þá
góða sendingu fyrir markið á Skúla
Jón Friðgeirsson sem stangaði bolt-
ann í netið. Víkingar fengu stór-
hættulegt færi skömmu eftir jöfn-
unarmarkið. Guðmundur Steinn
Hafsteinsson fann Pape með mikið
pláss vinstra megin. Móttaka hans
var ekki alveg nægilega góð og
þrengdi það færið. Pape kom hins
vegar skoti á markið sem Stefán
Logi Magnússon varði vel í marki
KR-inga.
Eftir þetta datt leikurinn dálítið
niður. KR-ingar voru ívið sterkari
en Víkingar féllu mjög aftarlega á
völlinn. Gestirnir héldu áfram að
liggja á heimamönnum og á loka-
mínútunum voru allir leikmenn
Víkings fyrir aftan boltann nema
Þorsteinn Már Ragnarsson. Upp-
bótartíminn einkenndist af því að
KR-ingar sendu boltann inn í teig-
inn og Víkingar komu honum frá.
KR fékk hornspyrnu á þriðju og
síðustu mínútu uppbótartímans og
boltinn sendur fyrir. Eftir mikinn
atgang í teignum, þar sem Christian
varði tvisvar vel með fótunum, tókst
KR-ingum á endanum að koma
boltanum yfir línuna og tryggja sér
sigur með síðustu spyrnu leiksins,
1-2. Víkingar mátt hins vegar sætta
sig við grátlegt tap.
Víkingur Ó. hefur tapað fyrstu
tveimur leikjum sumarsins og er því
án stiga enn sem komið er. Næst
mætir liðið nýliðum Grindavíkur á
útivelli sunnudaginn 14. maí. kgk
Grátlegt tap Víkings gegn
Vesturbæjarliðinu
Pape Mamadou Faye í baráttunni. Hann átti góðan leik á móti KR, skoraði eina
mark Víkings Ó. en það dugði ekki til. Ljósm. af.
Dregið var í 32 liða úrslitum Borg-
unarbikars karla í knattspyrnu á mið-
vikudaginn var, en liðin í Pepsi deild
karla koma inn í pottinn í 32 liða úr-
slitum. Þrjú lið af Vesturlandi voru í
pottinum; ÍA, Víkingur Ó. og Kári,
þar sem bæði Skallagrímur og sam-
eiginlegt lið Snæfells/UDN féllu úr
leik í fyrstu umferð bikarsins.
Drátturinn fór á þá leið að að-
eins ein viðureign milli Pepsi deild-
ar liða verður í 32 liða úrslitum bik-
arkeppninnar, en Víkingur Ó. dróst
á móti Val, ríkjandi bikarmeistara.
Viðureign liðanna fer fram í Ólafs-
vík fimmtudaginn 18. maí næstkom-
andi.
ÍA mætir 1. deildar liði Fram á
Akranesvelli miðvikudaginn 17. maí
en daginn fyrir, þriðjudaginn 16.
maí, mætir Kári liði Selfoss á úti-
velli. Kári leikur í 3. deild en Selfoss
í 1. deild.
Viðureignir 32 liða úrslita má sjá í
heild sinni á heimasíðu KSÍ. kgk
Dregið í bikarkeppni karla
Skagamenn fagna marki í bikarkeppn-
inni síðasta sumar. Ljósm. úr safni/ gbh.
Víkingur Ó. mætti Þrótti R. í fyrstu
umferð Borgunarbikars kvenna í
knattspyrnu laugardaginn 6. maí síð-
astliðinn. Leikið var á Ólafsvíkurvelli
og máttu Víkingskonur sætta sig við
tap með einu marki gegn engu.
Eftir markalausan fyrri hálfleik
skoraði Sóley María Steinarsdóttir
eina mark leiksins á 70. mínútu og
dugði það Þrótti til sigurs, 0-1. Því
er ljóst að ungt og efnilegt lið Vík-
ings Ó. hefur lokið þátttöku sinni í
Borgunarbikar kvenna þetta árið.
kgk
Víkingskonur töpuðu í bikarnum
ÍA tapaði fyrir sprækum Valsmönnum
Skagamenn horfa á eftir aukaspyrnu Þórðar Þorsteinn
Þórðarsonar svífa í markhornið. Áhorfendur fagna í
baksýn.
Þórður
Þorsteinn
fagnar
marki sínu.
Garðar Gunnlaugsson kom inn
á sem varamaður í hálfleik, en
hann hefur glímt við smá meiðsli
undanfarið. Eftir innkomu hans
mátti sjá nokkur batamerki á
sóknarleik Skagamanna.