Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Page 4

Skessuhorn - 21.06.2017, Page 4
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 20174 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Björn Þór Björnsson bjorn@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Veitt og ekki sleppt í vikunni sem leið brugðum við hjónakornin undir okkur betri bílnum og ókum sem leið lá norður fyrir heiðar með gamla fellihýsið í eftirdragi. Það er svona vagn sem segja má að sé lúxusútgáfa af gömlu Seglagerðar tjöld- unum. Fellihýsi eru hins vegar framleidd í þeim tilgangi að þeir sem þau nota geta í stórum dráttum tekið með sér sýnishorn af því helsta sem ein- mitt er verið að fjarlægjast heima fyrir þegar haldið er í útilegu. í þessu er búnaður og hægt að stinga í samband við raforkukerfið og einnig gas sem kyndir ísskáp sem er einkar mikilvægur búnaður af ónefndum ásæðum, nú eða til að kynda grillið þegar SS pylsurnar eru steiktar. Svo er í þessu eintaki af fellihýsi vatnssalerni, sem við reyndar notum aldrei, enda ekkert annað en vesen sem fylgir slíkri notkun. Þar að auki eru öll alvöru tjaldstæði með innifalinni náðhúsanotkun. Þar sem við erum í eðli okkar hópsálir gistum við á viðurkenndum tjaldsvæðum. Þannig aðgreinum við okkur talsvert frá útlendingum sem láta sig hafa það að leigja ódýra sendibíla fyrir hátt verð sem þeir leggja svo að kveldi í yfirgefinni malarnámu eða á leikskólalóð. Þar kosta stæði ekkert, enda náðhús á slíkum stöðum jafn frumstæð og á tím- um Ingólfs Arnarsonar. Nú, í ferð þessari um miðhluta Norðurlands fórum við nokkuð víða á tæplega þriggja daga ferðalagi. Við settum okkur niður í tjaldbúðum í fyrr- um blómlegu útgerðarþorpi, en nú einungis blómlegu, og heitir Hofsós. Þar er falleg höfn, tveir bátar en engin skip. Hofsós er afskaplega vinalegur staður þar sem lítið hefur verið reynt að planta hríslum sem þar af leiðandi skerða ekki útsýnið til fjalla eða til sjávar. Á Hofsósi er auk þess besta sund- laug hér á landi og þótt víðar væri leitað. Frá Hofsósi fórum við svo í mis- langar ökuferðir. Meðal annars um Fljótin, til Siglufjarðar og um þessi fínu göng yfir til Ólafsfjarðar og þaðan aftur í minna fín göng til Dalvíkur. Þess- ir bæir eru almennt séð afar snyrtilegir og gaman að koma þangað. En það sem stóð uppúr í upplifun okkar úr þessar ferð voru tveir Þjóð- verjar. Þetta voru roskin hjón, komin upp undir starfslokaaldur og ferðast nú um landið á dýrari gerðinni af húsbíl. Þau áðu líkt og við ofan við ós Héraðsvatna gegnt höfuðvígi skagfirska efnahagsveldisins. Þar stendur af- skaplega fallegt minnismerki um Jón Ósmann, ferjumann sem uppi var fyr- ir rúmri öld. Þetta þýska fólk hafði tekið eftir því að fuglinn lét ófriðlega í sjálfum ósnum. Höfðu þau meðferðis veiðistöng og einhverra hluta vegna dauð þýsk hornsýli til beitu. Fóru þau niður að ósnum og hentu fyrir fisk. Náði húsbóndinn að draga tvo fallega laxa, á að giska 12-14 pund hvorn. Þriðji laxinn sleit svo færið og létu þau því staðar numið við veiðar en upp- skáru 13 kíló af spegilsléttum og fallegum fiskum. Þegar við komum til fólksins urðu þau hálf skömmustuleg og reyndu hálfpartinn að fela aflann. Vildu helst ekkert við mig tala í fyrstu. Ég lét þau hins vegar ekkert kom- ast upp með undanslátt og spurði þau spjörunum úr. Jú, þau sögðu mér að hringferð þeirra um ísland ætti að taka þrjár vikur. Þau höfðu komið með Norrænu til landsins. Jafnframt sögðu þau mér að í vel búnum bíl þeirra væri allt sem þau þyrftu til þriggja vikna ferðalags. Hér þyrftu þau ekkert að kaupa! Þau hrósuðu því happi að fá þarna úrvalsfisk sem þau gætu nú eldað með þýsku kartöflunum sínum, smjörinu og dreypt á með hvítvíni úr Rínardalnum. Ég var náttúrlega afar kurteis þótt mér væri fullljóst að þau væru að margbrjóta ýmis lög og almennar reglur og að þau hefðu einfald- lega verið að stelast. Ég óskaði þeim þvert á móti alls hins besta en sagði konu minni þegar í bílinn var komið að vonandi yrðum við aldrei svo nísk að þurfa að ferðast um annarra manna lönd með þessum hætti og stela okk- ur til matar. Við héldum því áleiðis heim á leið með gamla fellihýsið okkar í eftirdragi, alsæl með að hafa skilið eftir okkar þá tíund sem okkur bar sem kurteisu ferðafólki. Magnús Magnússon. Leiðari Við göngustíginn meðfram Langa- sandi á Akranesi er búið að koma fyrir upplýsingandi skiltum um líf- ríkið við ströndina. Það er Akranes- kaupstaður sem kostar gerð skilt- anna en framleiðandi þeirra er Jó- hann ísberg. Teikningar er eftir Jón Baldur Hlíðberg og sýna þær fugla og fiska, krabba og gróður sem vænta má að finna á göngu um sandinn. mm Ný upplýsingaskilti um lífríkið á Langasandi Nú eru að hefjast framkvæmd- ir við Dvalarheimilið Fellaskjól í Grundarfirði. Fyrsta skóflustung- an verður tekin í dag, miðvikudag, og mun Arnór Kristjánsson frá Eiði sjá um það. Með þessari við- bót bætast sex ný hjúkrunarrými við dvalarheimilið en mikil þörf er á stækkun. Áætlaður kostnaður eru 104 milljónir króna en samið verð- ur við verktaka jafnóðum og verk- þættir verða boðnir út. Viðbygg- ingin mun koma á ganginn á vest- urhluta hússins og speglast við þau herbergi sem eru þar fyrir. Einnig mun verða salur á efri hæðinni sem eflaust á eftir að nýtast vel. Stefnt er að því að gera grunninn núna í sumar og að húsið verði fokhelt á næsta ári. Byggingin verður reist úr forsteyptum einingum og áætl- að er að húsið verði tilbúið 2019 ef áætlanir ganga eftir. tfk Byggt við Dvalarheimilið Fellaskjól Viðbyggingin mun koma til móts við ganginn sem er næst á myndinni. Þar sem nokkrir garðbekkir eru nú. Akraneskaupstaður hefur úthlutað 9,1 milljón króna í styrki til ellefu fasteignaeigenda í bæjarfélaginu til að þeir geti sinnt viðhaldi húsa sinna. í frétt á vef bæjarins er sagt frá úthlutuninni, en þetta er í annað skipti sem styrkjum af þessum toga er úthlutað. Hús sem hljóta styrki að þessu sinni eru við Mánabraut, Suðurgötu og Sunnubraut, en þær götur eru allar í eldri hluta bæjar- ins. Styrkupphæðir eru frá 400 þús- und krónum til 1,2 milljónar króna og skulu renna í ytra viðhald húsa og nema aldrei hærri upphæð en 50% af áætlaðri viðhaldsþörf við- komandi fasteignar. mm Ellefu húseigendur á Akranesi fá styrki til viðhalds Styrkþegar ásamt fulltrúum bæjaryfirvalda. Ljósm. akranes.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.