Skessuhorn - 21.06.2017, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 2017 9
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Félagsmálastjóri
Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum
verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf í ágústmánuði nk.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Barnavernd•
Félagsleg heimaþjónusta•
Félagsleg ráðgjöf •
Fjárhagsaðstoð•
Málefni aldraðra •
Málefni fatlaðra•
Önnur ve• rkefni á málefnasviði fjölskyldunefndar og
fræðslu- og skólanefndar.
Félagsmálastjóri ber ábyrgð á meðferð og varðveislu gagna,
úrvinnslu og upplýsingagjöf, stefnumótun, þróun verklags og
þjónustugæða. Félagsmálastjóri sinnir teymisvinnu og starfar
með mismunandi fagstéttum á þjónustusvæði sveitarfélagsins.
Þá er félagsmálastjóri starfsmaður fjölskyldunefndar og
fræðslu- og skólanefndar.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.•
Reynsla og framhaldsmenntun í stjórnun er æskileg.•
Reynsl• a af starfi við félagsþjónustu, málefni fatlaðra eða
sambærileg störf er mikilvæg.
Reynsla af stjórnunarstörfum á vettvangi félagsþjónustu •
sveitarfélaga er æskileg.
Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og •
skipulagshæfileika.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.•
Hæfni til að tjá si• g í ræðu og riti.
Kjör:
Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi
stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur um starf félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar
er til og með 30. júní nk.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsókn skal senda á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3,
301 Akranes eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is.
Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Skúli Þórðarson, sveitar-
stjóri í síma 433-8500 og á netfanginu skuli@hvalfjardarsveit.is
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Útboð nr. 20592 - Skólaakstur við
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Ríkiskaup, fyrir hönd Fjölbrautaskóla Snæfellinga,
óska eftir tilboðum í skólaakstur fyrir nemendur til
og frá skóla að morgni og aftur heim síðdegis,
alla skóladaga. Útboðið skiptist í 2 undirleiðir og
skulu bjóðendur bjóða í báðar þeirra.
Opnun tilboða 26. júlí 2017 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is
Kvenfélagasamband Snæfellsnes-
og Hnappadalssýslu hittist að venju
til að halda 19. júní hátíðlegan en
þá er þess minnst að þann dag árið
1915 hlutu íslenskar konur, fjörutíu
ára og eldri, kosningarétt til Alþing-
is og fimm árum síðar öðluðust kon-
ur á íslandi kosningarétt til jafns við
karla. Skiptast kvenfélögin í sam-
bandinu á að sjá um daginn og að
þessu sinni var það Kvenfélagið Sig-
urvon í Staðarsveit sem sá um við-
burðinn sem fram fór á sunnudag-
inn.
Um 60 konur hittust í Samkomu-
húsinu á Arnarstapa þar sem borin
var fram súpa og fjallagrasabrauð
og í eftirrétt voru kökur. Ragnhild-
ur Sigurðardóttir á Álftavatni bauð
konur velkomnar og sagði frá deg-
inum. Þema dagsins var konur á
svæðinu og sagði Ragnildur sögur
af nokkrum merkum konum eins og
Helgu dóttur Bárðar Snæfellsáss og
Þuríði Þorbjarnardóttur. Sveina las
ljóð fyrir konur eftir konur. Nutu
konur veitinganna og sagnanna í
Samkomuhúsinu. Dagskránni lauk
með göngu að minnismerkinu um
Bárð Snæfellsás og að sjálfsögðu
sagði Ragnhildur frá því helst sem
fyrir augu bar. þa
Hittust í tilefni kvenréttindadagsins
Aðalfundur húsnæðissamvinnufélags
Búmanna hsf. var haldinn á Grand
hótel síðastliðinn fimmtudag að við-
stöddu fjölmenni. í ávarpi formanns
félagsins kom m.a. fram að alger við-
snúningur hefur orðið á stöðu félags-
ins. í stað þess að vera gjaldþrota-
félag 2015 er það nú orðið stórt fé-
lag á íslenskan mælikvarða. Sala á bú-
seturétti íbúða Búmanna hefur geng-
ið vel á öllum svæðum Búmanna
enda eru engar eignir á lausu. Þær
eignir sem losna og fara í sölu selj-
ast jafnóðum. Allar íbúðir í Leigu-
félagi Búmanna eru komnar í útleigu
og við lok leigusamnings eru bú-
seturéttirnir settir í sölu og þannig
hafa þegar nokkrar eignir verið færð-
ar upp í móðurfélagið. Af 22 íbúð-
um í Hveragerði, sem stjórnin ákvað
að selja út úr félaginu, hafa þegar tíu
þeirra selst. Ágóðinn af sölu þessara
eigna og búseturétta í eigu Búmanna
styrkir sjóðsstöðu félagsins verulega.
í máli fulltrúa íbúðalánasjóðs, en
stjórn Búmanna hefur átt frábært
samstarf með sjóðnum, kom fram
m.a. að mjög góður árangur hefur
náðst í allri úrvinnslu við að bjarga
félaginu frá gjaldþroti, og mun betri
en áætlanir gerðu ráð fyrir í upp-
hafi. Nefnt var sem dæmi um þenn-
an góða árangur, að gert var ráð fyr-
ir frystingu ákveðinna lánasafna í
félaginu til þriggja ára frá 2016 að
telja. Frá 1. júní sl. eru engin lán til
Búmanna í frystingu hjá íbúðalána-
sjóði og öll lán í skilum. Samning-
ur um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu félagsins gildir til 2021 en nú
er vonast til þess að hægt verði að
losna undan samningnum og aflétta
öllum kvöðum vegna hans á árinu
2019.
í tilkynningu frá Gunnari Krist-
inssyni formanni Búmanna hsf segir:
„í ársreikningi Búmanna fyrir árið
2016 kemur fram að velta félagsins
nam 986 milljónum króna. Hagn-
aður ársins nam 1.206 milljónum
króna samanborðið við 271 milljón
króna á árinu 2015 og hækkar á milli
ára um 935 milljónir króna. Heild-
areignir félagsins námu 15.369
milljónum króna í árslok 2016 og
hækka um 460 milljónir króna á
milli ára. Eigið fé félagsins nem-
ur 2.585 milljónum króna í árslok
2016. Eiginfjárhlutfall í árslok 2016
nam 16.8% samanborðið við 9.2% í
upphafi árs. Langtímalán Búmanna
nema 11.910 milljónum króna í árs-
lok 2016 og lækka um 1.518 millj-
ónir frá fyrra ári. Lækkunin skýrist
af yfirfærslu skulda til leigufélags
Búmanna ehf. að fjárhæð 1.131
mílljóna króna og eftirgjöf skulda
að fjárhæð 561 milljón. Á árinu voru
seldar fasteignir til leigufélags Bú-
manna ehf. Eignir Leigufélags Bú-
manna ehf. námu 1.500 milljónir
króna. í árslok 2016.“ mm
Gjörbreytt staða Búmanna
til hins betra
Fjölbýlishúsið að
Þjóðbraut 1 á
Akranesi er meðal
eigna Búmanna.
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is