Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Side 10

Skessuhorn - 21.06.2017, Side 10
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201710 Búið er að skrifa undir samning um kaup nýrra fjárfesta á 66,6% hlut í Krauma við Deildartungu- hver. Fyrri eigendur halda þriðj- ungshlut í fyrirtækinu en fyrirtæk- ið Jökull Invest kaupir meirihlut- ann. Það er sama félag og stend- ur á bak við rekstur Hótel Hafn- ar í Hornafirði. Pétur Jónsson rekstrarhagfræðingur hefur tek- ið við starfi framkvæmdastjóra Krauma. Hann segir í samtali við Skessuhorn að framkvæmdir hefj- ist á næstu dögum við að ljúka við hús og lóð en stefnt er á að opna Krauma í september á þessu ári. Uppbygging mannvirkja var vel á veg komin síðasta vor en fóru þá í bið meðan nýrra fjárfesta var leit- að og lokið við fjármögnun verk- efnisins sem þá var farið fram úr áætlun. Fyrri eigendur fagna þess- um lyktum málsins og munu eiga tvo fulltrúa í stjórn en þrír koma frá Jökul Invest. Pétur Jónsson framkvæmda- stjóri segist bjartsýnn á framtíð Krauma. Nú þegar komi um 200 þúsund gestir að Deildartungu- hver á ári hverju og þar sé iðandi mannlíf frá morgni til kvölds. Sjálfur segist hann hafa lítið þekkt til í uppsveitum Borgarfjarðar áður en hann tók verkefnið að sér og hlakkar til að kynnast fólkinu á svæðinu. Þegar hann hafi fyrst komið að hvernum og hinum glæsilegu mannvirkjum sem þar eru risin, hafi hann sjálfur upplif- að „WOW effect“. „Þetta er mjög spennandi verkefni og mun vafa- lítið verða góður segull í vaxandi ferðaþjónustu í Borgarfirði. Hér hafa á síðustu árum byrjað ýmis spennandi verkefni í ferðaþjón- ustu, m.a. í Langjökli, Húsafelli, Víðgelmi og mikil uppbygging er í Reykholti. Fjölmörg smærri fyr- irtæki eru auk þess að verða til og önnur að vaxa. Afreying og þjón- usta er því að eflast og Borgar- fjörður á eftir að koma afar sterkt inn í íslenskri ferðaþjónustu,“ seg- ir Pétur í samtali við Skessuhorn. Hann kveðst hlakka til að kynn- ast íbúum í uppsveitum Borgar- fjarðar og ætlar að leggja mikla áherslu á að mynda góð tengsl við nærumhverfið. Nú fari hins vegar allt á fullt við að ljúka við tenging- ar á heitum pottum og rafmagni, frágang innréttinga og lóðar við Krauma til að hægt verði að opna í haust. Mikið lagt upp úr þægindum fyrir gesti Mannvirki við náttúrulaugar Krauma eru á sjöunda hundrað fer- metrar. Þar eru m.a. fimm heitar laugar. Engum klór eða sótthreinsi- efnum verður bætt í vatnið en þess í stað verður tryggð næg endurnýjun vatns í pottunum. Á laugasvæðinu verða tvö aðskilin gufuböð, kald- ur pottur og slökunarherbergi með legubekkjum, róandi tónlist og ar- ineldi. Þá er veitingastaður, bar og setustofa í hluta rýmisins. Arkitekt bygginga, laugasvæðis og lands- lags er Brynhildur Sólveigardótt- ir. Hönnun hennar miðar að því að allt svæðið myndi eina heildstæða mynd sem fellur vel að umhverf- inu, en verði á sama tíma vel sýni- leg. Meðfylgjandi mynd sýnir að það hefur tekist prýðilega. mm Nýir meðeigendur komnir að Krauma og framkvæmdir að hefjast Þannig er umhorfs frá hlaðinu við Deildartunguhver og horft heim að Kraumu. Til vinstri er bullandi hverinn. Árið 2014 komst Skipulagsstofn- un að þeirri niðurstöðu að fyrir- huguð sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þyrfti ekki að gangast undir umhverf- ismat. Sagði Skipulagsstofnun að verksmiðjan „sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð um- hverfisáhrif og skuli því ekki háð umhverfisáhrifum.“ Ástæðan fyrir þeirri niðurstöðu sagði Skipulags- stofnun vera þá að hún taldi „að áhrif starfseminnar á loftgæði og gæði yfirborðsvatns verði óveru- leg. Því veldur fyrst og fremst að unnið er að því að fullhreinsa hrá- efni sem er mjög hreint þegar það er tekið til vinnslu og framleiðsl- an felur ekki í sér útblástur eða út- skolun mengunarefna, heldur er unnið með lokaðan framleiðslu- feril þar sem öll framleiðslan og hliðarafurðir nýtast sem söluvara. Starfsemin felur hvorki í sér út- blástur af flúor né brennisteins- díoxíði og hefur því engin áhrif á stærð þynningarsvæðis fyrir iðju- verin á Grundartanga eða auk- ið mengunarálag innan þess. Sú mengun sem berst frá starfsem- inni til andrúmslofts er ryk en miðað við framlagðar upplýsing- ar um magn og samsetningu þess telur Skipulagsstofnun að áhrif af völdum þess verði óveruleg.“ Vegna formgalla Nú hefur Héraðsdómur Reykja- víkur fellt úr gildi ákvörðun Skipu- lagsstofnunar með dómi sem kveð- inn var upp 16. júní síðastliðinn og þarf Silicor því að fara í gegnum umhverfismat ætli það sér að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundar- tanga. í yfirlýsingu frá Davíð Stef- ánssyni, ráðgjafa Silicor Materi- als, segir: „Silicor telur sig hafa í einu og öllu fylgt lögum, reglum og leiðbeiningum eftirlitsstofn- ana. Framkvæmdin var tilkynnt til Skipulagsstofnunar ásamt ítarleg- um upplýsingum. Skipulagsstofn- un kallaði síðan eftir áliti allra fag- stofnana og komst að þeirri nið- urstöðu að framkvæmdin hefði óveruleg umhverfisáhrif í för með sér og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Dómurinn tel- ur formgalla á þeirri ákvörðun og því verður að endurtaka málsmeð- ferðina. Silicor telur enn að ekki þurfi að fara fram mat á umhverf- isáhrifum vegna framkvæmdar- innar og jafnvel þótt slíkt mat færi fram að þá standist framkvæmdin alla skoðun í þeim efnum.“ Telja Faxaflóahafnir hafa sýnt verulega óvarkárni Félagið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð er að vonum ánægt með niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur þar sem náttúran er látin njóta vafans og gagnrýnir Skipu- lagsstofnun harðlega. „Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er um- hverfi og náttúru í hag því í henni felst viðmið um hver eigi að njóta vafans. Einnig felst í niðurstöð- unni skýlaus krafa um vandvirkni af hálfu opinberra aðila í ákvarð- anatöku, krafa sem aðrar stofnan- ir sem höndla með mál tengd um- hverfi og afleiðingum mengunar ættu einnig að taka til sín. Und- anfarin ár hefur Skipulagsstofn- un heimilað framleiðsluaukn- ingu stóru iðjuveranna, Elkem og Norðuráls á Grundartanga án þess að fram þyrfti að fara mat á umhverfisáhrifum hennar. Tveim nýjum mengandi iðjuverum, Kra- tus og GMR, var komið á fót án þess að fram færi mat á umhverf- isáhrifum þeirra. Skýring Skipu- lagsstofnunar hefur verið sú, að breytingar sem um var að ræða hefðu ekki teljandi umhverfisáhrif miðað við þá mengun sem fyrir væri. Þessi afstaða stofnunarinn- ar virðist fela í sér að það sé í lagi að bæta sífellt við mengandi starf- semi á svæðinu, svo fremi sem það sé gert í smáum skrefum í einu. Umhverfisstofnun lenti síðar í verulegum vandræðum með GMR sem uppfyllti engan veginn sett skilyrði um m.a. mengunarvarnir, eins og kunnugt er. Við því reynd- ist fátt hægt að gera og fékk fyrir- tækið að menga nær óáreitt þar til það lagði upp laupana – á kostn- að náttúru og íbúa í nágrenninu,“ segir í yfirlýsingu frá Umhverfis- vaktinni við Hvalfjörð. Félagið telur einnig að Faxa- flóahafnir hafi sýnt verulega óvar- kárni gagnvart náttúrunni og lífríki sem og að sýnt íbúum við Hval- fjörð yfirgang með stóriðjustefnu sinni. „Faxaflóahafnir skýli sér á bak við Umhverfisstofnun sem á að sjá um vöktun umhverfisins en staðreyndin sé sú að iðjuverin sjálf sjái um allt utanumhald umhverf- isvöktunarinnar og með því móti sé hún ekki hlutlaus, heldur þeim í vil. úrræði Umhverfisstofnunar til að stoppa af þá sem ekki fylgja starfsleyfi eru því miður mjög bit- laus og sparlega notuð. Umhverfis- vaktin telur að alls ekki eigi að bæta við fleiri stóriðjuverum á Grundar- tanga en setja eigi þeim iðjuverum sem fyrir eru mun strangari skorð- ur um losun eiturefna,“ segir í yfir- lýsingunni. bþb Silicor Materials þarf að gangast undir umhverfismat Grundartangi. Næst á myndinni, innan gulu línunnar, er svæðið sem Silicor Materials var úthlutað úr landi Klafastaða.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.