Skessuhorn


Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 20

Skessuhorn - 21.06.2017, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 21. JúNí 201720 Ein af helstu fjáröflunarleiðum Lionsklúbbs Borgarness undan- farin ár hefur verið að selja fast- eignaeigendum merkingar á bíla- stæði. Tekið er við pöntunum og mæta síðan vaskir Lionsmenn á svæðið; mæla fyrir, merkja, hreinsa undirlag og mála. Síðast- liðið þriðjudagskvöld vann hóp- ur þeirra að merkingum bíla- stæða við Bónushúsið í Borgar- nesi. Gengið var ákveðið til verks. Sumir mældu bílastæðin, með- an aðrir sópuðu og gerðu klárt fyrir málningu. Að endingu var svo sprautað málningu á sérstök- um hjólavagni sem rennt var eft- ir línum sem settar höfðu ver- ið niður. Að sögn Skúla Ingvars- sonar er töluvert um að fyrirtæki fái Lionsmenn til verksins og taka þeir þessar merkingar að sér eftir pöntunum, mest í Borgarnesi og á Hvanneyri. Búnaðurinn er svo fluttur á milli í sérmerktri kerru. mm Lionsmenn öflugur í bílastæðamerkingum Ása Guðný Ásgeirsdóttir var nýlega valin í hjólreiðalandsliðið en hún er alin upp í Stykkihólmi. Hún segir að uppeldið í Stykkishólmi hafi gert það að verkum að hún vandist því að vera í íþróttum. „Maður var alltaf í frjálsum og körfubolta þar,“ segir Ása Guðný. Það sé reynsla sem hún búi enn að og hún hafi vanist því að hreyfa sig mikið strax á unga aldri. „Það er svo mikil virkni í Stykkis- hólmi og það er stór hluti af bæjar- andanum.“ Ung íþróttagrein Leiðin lá þó ekki beint í hjólreið- arnar. Hjólreiðar eru tiltölulega dýr íþróttagrein og ungt fólk á ekki allt- af auðvelt með fjárfestingarnar sem þeim fylgir. „Við erum flestar kon- urnar í kringum fertugt í þessu, karl- arnir eru aðeins yngri,“ segir hún. Þess utan eru hjólreiðar ung íþrótta- grein á íslandi og fá íþróttafélög sem sérhæfa sig í hjólreiðum sem íþróttagrein. Hjólreiðasamband ís- land (HRí) og félög eins og Hjól- reiðafélag Reykjavíkur og Tindur hafi þó mikinn áhuga á að breyta þessu. Tóku hjólin með frá Bandaríkjunum Áhugi Ásu Guðnýjar á hjólreiðum kviknaði í Bandaríkjunum í kring- um 2003. „Maðurinn minn kom heim með götuhjól handa okkur. Þá bjuggum við í íþöku í New York fylki og við skráðum okkur í hjóla- klúbb þar,“ segir hún. „Þar feng- um við leiðbeiningar um hvernig á að haga sér þegar hjólað er í hópi og fórum fljótlega að mæta í keppnir.“ Hún segir að þegar þau hafi komið heim til íslands aftur hafi þau ákveð- ið að halda áfram að hjóla. „Við héld- um fyrst að það væri ekkert hægt að hjóla hérna út af veðrinu. Nú hjól- um við bara í vonda veðrinu, ann- ars færi maður aldrei út,“ segir Ása Guðný og hlær. Hjólreiðaáhugi hérlendis hefur dafnað mikið á síðustu árum og Ása Guðný nefnir Bluelagoon challange og WOW Cyclothon sem einn af hvötunum fyrir þessum nýja áhuga. „Þegar við komum heim frá Banda- ríkjunum og fórum að hjóla hér þá þekktum við næstum alla í þessu sporti. Núna hittir maður alltaf ein- hverja nýja,“ segir Ása Guðný glað- lega. Stífar æfingar og smá- þjóðaleikarnir Innganga í landsliðið í hjólreiðum var þó ekki þrautalaus. HRí fékk þróunarstyrk frá Alþjóðahjólreiða- sambandinu (Union Cycliste Int- ernationale) til að ráða til sín þjálf- ara. „Þessir þjálfarar létu okkur taka próf og við fengum æfingaprógram og svo var aftur próf og hópurinn var valinn.“ Meðfram ströngu æf- ingaprógrammi hafi hópurinn líka eytt sumarfríinu í vor í tíu daga æf- ingabúðum í Sviss. Ása Guðný seg- ir að hún hafi lagt mikinn tíma í æf- ingar, stundum vaknað fyrir sex á morgnana til að ná inn öllum æf- ingum. „Þetta er mikil lífsreynsla. Frakkinn sem var að kenna okkur var alveg hissa á hvað við vissum lít- ið, enda er þetta svo ung íþrótt á ís- landi.“ Aðal verkefni landsliðsins í hjól- reiðum var að fara á smáþjóðaleik- ana í San Marínó. ísland stóð sig með prýði í hjólreiðum á smáþjóða- leikunum, þrátt fyrir litla hefð fyr- ir hjólreiðum. Til dæmis náði einn íslenskur keppandi, Erla Sigur- laus Sigurðardóttir, 2. sæti í götu- hjólreiðum. „Við erum að keppa við lönd sem eru með miklu meiri hefð fyrir hjólreiðum.“ Ása Guðný segir að hún muni reyna að kom- ast í landsliðið á næsta ári líka. „Svo er bara að standa sig vel í keppnum hérna heima í sumar og leggja sitt að mörkum við að byggja upp íþróttina hérna,“ segir Ása Guðný sem hefur ekki haft tíma hingað til til að byggja upp innra starf sökum strangs æf- ingaplans. Mikil þörf á betri aðstæðum fyrir hjólreiðafólk Ása Guðný segist vera hrifnust af götuhjólreiðum. „Maður getur ekki farið alveg á sínum hraða, þetta er aðeins öðruvísi. Maður þarf að gefa duglega í þegar einhver tekur roku fram úr þér.“ Hún segir að það sé enn langt í land með að hjólreiðafólk hafi nægilega góða aðstöðu til að stunda sína íþrótt. Vega-axlir séu litl- ar hér á landi sem geri hjólreiðafólki enn erfiðara fyrir. „Göturnar eru okkar æfingastaður í raun og veru. Við getum ekki hjólað á göngustíg- um,“ segir Ása Guðný og bætir við að Hvalfjörðurinn þyki góður staður til æfinga. Einnig sé Mosfellsheiðin skemmtileg leið. „Það er bara svo- lítið erfitt því bílstjórar taka ekki til- lit til hjólreiðamanna. Þeir eru ekki tilbúnir að bíða í smástund eftir að komast fram úr hjólreiðamanni, líkt og þeir bíða eftir að komast fram úr bíl.“ Henni finnst ökumenn hóp- ferðabíla og annarra bíla stundum keyra heldur nálægt hjólreiðafólki þegar farið er framúr þeim. Skemmtilegur félagsskapur Fjölskylda Ásu Guðnýjar nýtir hjól- reiðarnar líka til að sjá landið á annan hátt. „Við fjölskyldan tök- um hjólin með í ferðalagið og hjól- um út frá gististöðunum.“ Þess utan sé félagsskapurinn í hjólreiðunum stórskemmtilegur. „Það er mikið af skemmtilegu og flottu fólki þarna. Þess vegna er maður í þessu. Það hjálpar manni að vakna á morgnana að vita að maður er að fara að hjóla með skemmtilegu fólki.“ íslands- meistaramótið í hjólreiðum fer fram 1. júlí næstkomandi, kallað Jökulmíl- an. „Þetta hefur verið haldið í nokk- ur ár og ég er búin að skrá mig,“ seg- ir Ása Guðný að lokum og það skín í smá spennu í röddinni. klj/ Ljósm. Arnold Björnsson. Sér landið í öðru ljósi í gegnum hjólreiðarnar Ása Guðný Ásgeirsdóttir frá Stykkishólmi komin í landsliðið í hjólreiðum Ása Guðný á fleigiferð á Reykjanesmótinu. Ása Guðný í íslenska landsliðsbúningnum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.